Íslenskar geitur takk!

Okkur ber skylda til þess að vernda íslenska geitakynið okkar sem að líkindum er einstakt í heiminum.  Vona að ég verði ekki sakaður um rasisma vegna þessa eins og þegar ég bloggaði um íslensku kýrnar í pistlinum "Íslenskar beljur takk". 

Það var mikið líffræðilegt og menningarsögulegt slys þegar geitahjörðinni var slátrað á dögunum.

Við eigum að vernda og viðhalda íslenska húsdýrastofna sem ættir sínar eiga að rekja til landnámshúsdýra.  Íslenski geitastofnin hefur lifað af við erfiðar aðstæður á Íslandi í 1100 ár - staðið af sér harðindi og plágur - en nú gæti íslenska geitin fallið í nútímaplágu - vellauðugum, sinnulausum nútímamanninum!

Íslenski hesturinn og hundurinn er í tryggri stöðu - þótt íslenski hundurinn hafi á tímabili verði í hættu. Geiturnar eru í mikilli hættu - sem og íslensku hænurnar.

Þá eru háværar raddir um að skipta eigi út íslenska kúakyninu - sem yrði stórslys. Við það stend ég þótt mér sé fyrir það brigslað að vera rasisti!


mbl.is Vilja að ríkið aðstoði geitabændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband