Íslenskar geitur takk!
9.12.2007 | 13:40
Okkur ber skylda til þess að vernda íslenska geitakynið okkar sem að líkindum er einstakt í heiminum. Vona að ég verði ekki sakaður um rasisma vegna þessa eins og þegar ég bloggaði um íslensku kýrnar í pistlinum "Íslenskar beljur takk".
Það var mikið líffræðilegt og menningarsögulegt slys þegar geitahjörðinni var slátrað á dögunum.
Við eigum að vernda og viðhalda íslenska húsdýrastofna sem ættir sínar eiga að rekja til landnámshúsdýra. Íslenski geitastofnin hefur lifað af við erfiðar aðstæður á Íslandi í 1100 ár - staðið af sér harðindi og plágur - en nú gæti íslenska geitin fallið í nútímaplágu - vellauðugum, sinnulausum nútímamanninum!
Íslenski hesturinn og hundurinn er í tryggri stöðu - þótt íslenski hundurinn hafi á tímabili verði í hættu. Geiturnar eru í mikilli hættu - sem og íslensku hænurnar.
Þá eru háværar raddir um að skipta eigi út íslenska kúakyninu - sem yrði stórslys. Við það stend ég þótt mér sé fyrir það brigslað að vera rasisti!
![]() |
Vilja að ríkið aðstoði geitabændur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)