Íslenskar beljur takk!

Okkur ber skylda til þess að vernda íslenska kúakynið okkar sem að líkindum er einstakt í heiminum. Allavega virðast rannsóknir sýna að íslensk mjólk sé öðruvísi - og jafnvel hollari en flest önnur mjólk. Þótt einn og einn tuddi hafi lagt til sæði í íslenska kúakynið þá er það í grunnin það sama og forfeður okkar fluttu með sér til landsins fyrir 1100 árum.

Ef Íslendingar vilja útlenda mjólk og mjólkurvörur - þá eigum við bara að flytja þær inn! Íslenska skyrið og íslenska mjólkin mun lifa slíkan innflutning af - gæðanna vegna!

Það sama á við aðra dýrastofna sem ættir sínar eiga að rekja til landnámshúsdýra. Það var sorglegt að lesa um daginn frétt um að farga ætti stórum hóp íslenskra geita.  Íslenski geitastofnin hefur lifað af við erfiðar aðstæður á Íslandi í 1100 ár - staðið af sér harðindi og plágur - en nú gæti íslenska geitin fallið í nútímaplágu - vellauðugum, sinnulausum nútímamanninum!

Annar stofn sem er í hættu - er íslenska hænan - en sem betur fer virðist sá stofn vera að braggast!

Nóg í bili - með kveðju frá Halli Magnússyni fyrrverandi kúasmala!


mbl.is Dæmi eru um að útlenskar kýr séu notaðar hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband