Færsluflokkur: Íþróttir
Frábær árangur hjá ofurmaraþonhlauparanum Gunnlaugi Júlíussyni!
24.5.2009 | 20:33
Það er óhætt að segja Gunnlaugur Júlíusson hafi unnið mikið þrekvirki þegar hann sigraði í ofurmaraþoni í Borgundarhólmi um helgina - þar sem hann hljóp 334 kílómetra á 48 tímum!
Þessi árangur kemur mér reyndar ekki á óvart - enda fylgst með Gunnlaugi "skokka" gegnum árin. Fyrst þegar við vorum á pæjumóti á Siglufirði með stelpurnar okkar fyrir mörgum árum síðan - en þá tók hann létt upphitunarskokk með því að hlaupa upp Siglufjarðarskarð og koma Strákagöngin til baka!
Mér skilst að hin 56 ára Gunnlaugur sé nú kominn 3 sæti heimslistans í ofurmaraþoni fyrir árið 2009 - enda hljóp hann 11 km lengra en næsti maður á þessum 48 tímum í Borgundarhólmi!
Verð að segja að einkunnarorð Gunnlaugar á blogg og ljósmyndasíðu hans segi allt sem þarf :
"Sársauki er tímabundinn, upplifunin eilíf." --
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Landsliðið fær gull vegna ólympíuleikana eftir allt!
25.8.2008 | 15:50
Íslenska landsliðið í handbolta fær gull vegna ólympíuleikana eftir allt! Reyndar einnig silfurfálka - sem fer vel við silfurverðlaunin!
Fálkaorðan er nefnilega gullrenndur, innskorinn, hvítsteindur kross og álmuhornin stýfð af inn á við. Framan á krossinum miðjum er gullrenndur, blásteindur skjöldur og á honum silfurfálki er lyftir vængjum til flugs. Aftan á krossinum miðjum er blásteind, sporöskjulöguð gullrönd, og á hana letrað með gullnum stöfum: Seytjándi júní 1944.
Þeir eiga þetta svo sannarlega skilið strákarnir!
Fálkaorðan bætist í orðusafnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland Evrópumeistarar eftir 16 ár?
29.6.2008 | 22:25
Ísland gæti alveg orðið Evrópumeistarar eftir 16 ár ef strákarnir sem ég sá spila á Skeljungsmótinu í Vestmannaeyjum undanfarna daga halda áfram á sömu braut! Snilldarknattspyrna!
Það var frábært að sjá tvö úrvalslið drengjanna spila á föstudagseftirmiðdag. Taktarnir miklu betri en maður sér í íslensku úrvalsdeildinni. Ótrúlegt hvað þroskaðir fótboltamenn þessir 10 ára peyjar eru orðnir.
Þá var ekki síðri úrslitaleikur FH og HK á laugardag. Frábær knattspyrna borin upp af frábærum liðsheildum þar sem FH vann 2-1. Tækni og samspil þessara drengja til fyrirmyndar.
Það er greinilegt að uppbygging á gervigrasvöllum og knattspyrnuhúsum undanfarinna ára er farin að skila sér. Mitt lið - Víkingur - náði að komast í keppni efstu 8 liða - en urðu að lúta þar í gras - náðu einungis einu jafntefli - en áttu þó möguleika á að sigra annan leik. Tveir leikir töpuðust illa - á móti FH og Stjörnunni.
Þar fannst mér greinilega koma í ljós að Víkingar - sem enn hafa ekki fengið gervigrasvöll - voru ekki komnir eins langt í spili þar sem völlurinn var allur nýttur. Voru að spila allt of mikinn "parketpolta". Gervigrasliðin vissu hins vegar upp á hár hvernig nýta skyldi völlinn!
En frábær skemmtun í frábæru veðri í frábæru umhverfi í Vestmannaeyjum!
... og þá er það bara að komast í úrslit EM - það styttist í það þegar þessir guttar eldast og taka við landsliðinu!
Spánn Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Víkingar Skagamótsmeistarar í 7. flokki A!
22.6.2008 | 18:10
Víkingar urðu Skagamótsmeistara í 7. flokki A um helgina efrir spennandi úrslitaleik við sterkt lið Stjörnunnar 1-0. Árgangi 1990 virðist því líða vel á Skaganum því þessi sami hópur fæddur 2000 varð Skagamótsmeistari í 7. flokki C í fyrra - þá á yngra ári.
Það var blíðskaparveður og maður heldur betur sólbrenndur eftir 3 frábæra daga á Skaganum þar sem um 1000 strákar fæddir 2000 og 2001 léku við góðar aðstæður á frábærlega vel skipulögðumóti enda mótið verið árviss atburður í fjölda ára.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tapsárir Svíar reyna enn að beita bolabrögðum!
1.6.2008 | 20:10
Tapsárir Svíar reyna enn að beita bolabrögðum til að knésetja Íslendinga eftir að hafa tapað fyrir þeim í handbolta. Það er rétt að rifja upp þegar Svíar sem þá höfðu evrópsku handboltamafíuna í vasanum fengu Víkinga dæmda úr Evrópukeppni meistaraliða eftir að Víkingar höfðu lagt sænsku meistarana!
Ástæðan! Meint rúðubrot eins farastjórans klukkustundum eftir að leik lauk. Þá hefði verið athyglisvert að sjá Víkingsliðið fara áfram enda þá sterkasta íslensdka félagslið sem uppi hefur verið allt fram á þennan dag.
Miðað við fyrri skandala kring um Svía í handboltanum þá megum við alveg eins búast við að tekið verið mark á þessari fáránlegu kæru. En við skulum vona að það sé ekki sama spillingin nú og hér fyrir 25 árum síðan!
Nú ef við þurfum að spila aftur - þá tökum við Svíana bara aftur!!!
PS: Eftirfarandi komið fram í fréttum:
Formaður sænska handknattleikssambandsins tilkynnti fréttamönnum í Wroclaw nú í kvöld að Svíar myndu ekki kæra úrslit leiksins gegn Íslandi í dag en þeir myndu leggja inn kvörtun til Alþjóða handknattleikssambandsins.
Svíar ætla að kæra leikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Island krossade Sveriges OS-dröm!
1.6.2008 | 18:06
Island satte stopp för de svenska handbollsherrarna
En bragdartad poäng mot Polen. En storseger mot Argentina.
Men när det gällde föll Sverige mot Island och nu blir det inget OS för det svenska handbollslandslaget.
Tomas Svensson kommer aldrig att få chansen att vinna det där OS-guldet. Sverige är inte med i Peking i sommar. En poäng mot Island hade räckt, men alltför dåligt anfallsspel fällde Sverige. Island vann med 2529 och nu kan Svensson ha gjort sin sista landskamp!
Svona er pressan í Svíþjóð!
Ekki grátum við það hér heima á Fróni!
Þetta var frábært!
Handboltaliðið fer á ÓL í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fjögur spor í stórutánna á Styrmi!
19.5.2008 | 13:39
Það voru saumuð fjögur spor í stóru tánna á honum Styrmi mínum eftir hlaupahjólsslys í stofunni í gær! Skurður inn að beini. Styrmir er því kominn á sjúkralista í fótboltanum og missir af Reykjavíkurmótinu í 6. flokki um næstu helgi. Mikil sorg því tilhlökkunin fyrir Reykjavíkurmótið verið töluverð!
Þetta eru reyndar önnur meiðslin á stuttum tíma - því Styrmir hafði hrotið á hnéð í skólanum í síðustu viku - þegar hann var að taka skærin í fótbolta í frímínútunum. Skólahjúkrunarfræðingurinn gekk reyndar frá þeim skurði með lími og sterastrippum - en einhvern tíma hefði þetta verið saumað.
Reyndar hittust þeir bræðurnir Styrmir og Magnús hjá skólahjúkkunni þann daginn, en Magnús hafði fengið stelpu í andlitið með þeim afleiðingum að það sprakk fyrir vörinni!
Það var í fyrsta sinn sem hjúkkan hafði fengið bræður til sín á sama tíma eftir óskyld slys!
Meiðsli Magnúsar eru hins vegar ekki alvarleg - og reyndar gleymd - svo hann getur spilað í Reykjavíkurmótinu með 7. flokki um næstu helgi. Ætli stóri bróðir sitji þá ekki með fótinn upp í loft og hvetji litla bróður?
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Útvarp Saga dekkar 1. deildina í fótbolta!
12.5.2008 | 16:31
Útvarp Saga ætlar að dekka 1. deildina í fótbolta með því að lýsa leikjum beint nú í sumar. Þetta er sérstaklega skemmtilegt framtak því sviðsljósið Ríkisútvarpsins er fyrst og fremst á úrvalsdeildina. Það er svo spurning hver ætlar að lýsa leikjum í kvennaboltanum.
Það verður hinn snaggaralegi íþróttafréttamaður útvarps Sögu - Björn Berg - ásamt Sverri Júlíussyni sem mun hafa veg og vanda af þessum útsendingum í sumar.
Ég hef fylgst með fótboltaþáttum Björns Bergs af og til og verð að segja að þeir eru með skemmtilegri íþróttaþáttum sem ég heyri. Björn hefur miklar skoðanir á því sem er að gerast í fótboltanum og er óhræddur við að gagnrýna það sem honum finnst miður fara. Þá er hann með yfirburðaþekkingu á fótbolta hér á landi og erlendis.
Fyrsta lýsingin á Útvarpi Sögu er frá leik Víkings í Reykjavík og Ungmennafélagi Selfoss í dag, annan í hvítasunnu kl. 17:00. Einnig mun útvarp Saga skipta yfir til Eyja þar sem ÍBV tekur á móti Leikni.
Mér skilst að Útvarp Saga verði í samstarfi við valinkunna menn sem hafa verið að lýsa
leikjum í nokkur ár sem munu aðstoða stöðina við að gera þetta eins vel
og mögulegt er miðar við aðstæður hjá lítilli útvarpsstöð.
Mæli með fótboltaþætti Björns Berg á mánudögum og föstudögum kl 17:00, Hann mun fá til sín góða gesti til að ræða um hverja umferð fyrir sig, bæði í úrvalsdeild og 1. deild - auk þess sem hann mun örugglega segja frá ýmsu skemmtilegu í neðri deildunum í fótbolta.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sumarvertíðin hafin!
2.5.2008 | 22:50
Sumarvertíðin á heimilinu hafin. Víkingar halda sitt árlega KFC mót í knattspyrnu fyrir 7. flokk í Laugardalnum á morgun laugardag! Foreldraráð 6. flokks sér um mótið - þannig að það verður mikið um að vera! Magnús minn að spila í 7. flokki og Styrmir að hjálpa til - enda í 6. flokki.
Það verða fleiri stórmót í sumar - farið til Vestmannaeyjar með 6. flokk - og á Skagamótið með 7.flokk. Einhver móit seinni part sumars líka! Sumarið snýst um fótbolta! Heil vertíð.
Þetta er lífið ekki satt?
Ég var plataður í að dæma á KFC mótinu. Kom vel á vondan - átti til að skamma sjónvarpið þegar mér líkar ekki dómgæslan!
Vonandi stend ég mig þó vel - guttanna vegna!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Himneskt í Hlíðarfjalli!
4.4.2008 | 22:29
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)