Færsluflokkur: Íþróttir

1,2 og skíðaparadís í Bláfjöllin!

Veðurguðirnir hafa verið skíðafólki á höfuðborgarsvæðinu hliðhollir í vetur. Nægur skíðasnjór í Bláfjöllum og oft á tíðum frábært skíðaveður! Sit hér framan við tölvuna sæll og sólbrenndur eftir frábæran dag í Bláfjöllum í gær - og dagurinn í dag lofar góðu!

Þegar ég stóð ofan við Kóngsgil og horfði yfir skíðasvæðið - og reyndar yfir allt höfuðborgarsvæðið og upp á Snæfellsnes - þá rifjaði ég upp ferlegan skíðavetur í fyrra. Þá var ástandið þannig í lok desember og köldum janúar - að ekki var unnt að opna skíðasvæðið þar sem snjórinn var allt of þurr og þjappaðist ekki. Það voru ekki margir skíðadagarnir í fyrra - og enn færri árið áður!

Þessu er unnt að breyta. Eftir að hafa búið í Noregi þar sem snjóbyssur eru í hverri brekku - og eftir að hafa skíðað á Akureyri á tilbúnum snjó í fyrra - þá æpir á mann vöntunin á snjógerðartækjum í Bláfjöllum. Við getum ekki treyst á veðurguðina eina saman! Ég skora á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka höndum saman og koma upp snjógerðarkerfi í Bláfjöllum fyrir næsta vetur.

Þannig getum við tryggt góðar aðstæður fyrir heilbrigða fjölskylduíþrótt í Bláfjallaparadísinni!

Ólafur Friðrik og félagar í borgarstjórn Reykjavíkur!  1,2 og skíðaparadís í Bláfjöllin!


KR vann Keflavík - eða hvað?

KR vann Keflavík!

Eða hvað? KR er víst ekki lengur KR!

Vesturbæingarnir fengu það víst í gegn að það mátti ekki nota KR yfir KR! Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar varð að breyta nafni sínu úr KR í eitthvað allt annað - vegna þess að vesturbæingunum líkaði ekki heitið!

Hvað eiga Víkingar Ólafsvík að segja? Það er félag í Reykjavík sem leyfir sér að kenna sig við Víking! Meira að segja félag sem verður 100 ára í ár!

Hvað á  Valur á Fáskrúðsfirði - minnir mig- að segja?

Það er félag í Reykjavík sem leyfir sér einnig að kenna sig við Val!!!!

Nei, það var greinilega ekki Knattspyrnufélag Reykjavíkur sem vann Keflavík - enda hefði það verið ótrúlegt! Það va Fjarðarbyggð sem vann Keflavík!

Ég biðst afsökunar á þessum mistökum mínum!

 

 


mbl.is Keflvíkingar töpuðu á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Bogdan ekki á lausu!

Geir er góður drengur. Spilaði með honum í unglingalandsliðinu - og svo vorum við samtíða í MH! Kemur væntanlega í ljós um helgina hvort hann er til í tuskið.

En hvernig er það. Er Bogdan ekki á lausu!

Af hverju ekki að fá kallinn aftur í djobbið! Fæ ennþá harðsperrur bara við það að lesa nafnið!

Siggi Sveins gæti síðan verið aðstoðarmaður hans - eða bara Gaupi!


mbl.is HSÍ ræðir við Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær árangur Víkinga!

Það var frábær árangur 1. deildarliðs Víkings gegn úrvalsdeildarliði Vals í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta í kvöld! Úrvalsdeildarlið Vals þurfti bilaða klukku og dómara sem dæmdu af 2 fullkomlega gild mörk af Víkingum í aðalleiktíma - þar sem þeir blésu of snemma í flauturnar - til að komast í úrslit bikarkeppninnar.

Skemmtilegt að sjá Víking á uppleið eftir mörg mögur ár - þetta gamalgróna lið sem var það allra besta á Íslandi í fjölmörg ár á 9. áratugnum.

Yfirleitt baráttuglatt Valslið var ekki upp á sitt besta í kvöld - verða að gera betur ef þeir ætla að klára bikarinn.

Víkingar hefðu að líkindum klárað leikinn í eðlilegum leiktíma ef ekki hefði verið fyrir það að 2 fullkomlega góð og gild mörk voru blásin af - þegar dómarar flautuðu varnarbrot rétt eftir að skot reið af. Fyrir utan vafasamt mark sem Valsmenn fengu þar sem boltinn fór ekki inn fyrir línu - en dómarararnir voru of fljótir að flauta það sem mark - en vissu væntanlega betur.

Já, og ég er ekki viss um að tímavörðurinn sofi vel í kvöld - þar sem tæknileg mistök urðu líklega til þess að Víkingar töpuðu leiknum - misstu tveggja marka forystu í byrjun fyrri framlengingar - niður í eitt mark þar sem snjöll fyrsta sókn þeirra sem gaf fullkomlega löglegt mark - og að öllu eðlilegu tveggja marka forystu - var dæmt af þar sem klukkan fór ekki í gang. Þegar sóknin fór aftur af stað eftir að markið var dæmt af og tíminn settur á núllpunkt að nýju - þá skoruðu Víkingar ekki - en þess í stað jöfnuðu ákveðnir Valsmenn.

Ennþá sárara var það fyrir gamlan Víking að sjá stöngin út - svona eins og á móti Dönum - úr síðasta skoti fyrri framlengingar!

En fyrst kom til annarrar framlengingar - þá áttu Valsmenn skilið að vinna leikinn. Þá kom munurinn milli deilda í ljós - og frábær markvarsla markvarðar Vals - sem meðal annars varði víti í síðari framlengingu - og amk. tvö skot maður á móti manni -tryggði Valsmönnum sigurinn.

En það sem stóð upp úr í kvöld - var frábær skemmtun! Takk fyrir leikinn Valsmenn og Víkingar! Svona leikir styrkja handboltan á Íslandi.

... og dómararnir - þótt ég hafi tiltekið vafasöm atvik - þar sem hlutirnir hefðu getað lent öðruvísi hefðu þeir aaaaðeeeeiiiiins beðið með að flauta - þá var alveg ljóst að þeir gerðu sig besta og drógu hvorki taum Valsmanna né Víkinga! Þannig á það að vera!

Frábær skemmtun!

 PS. Var að sjá í fréttum að þetta er í fyrsta sinn í 10 ár sem Valur er í úrslitum bikarsins! Mér fannst það vera miklu styttra síðan. Þetta er því langþráður árangurt Valsmanna!  Til hamingu Valsmenn - og gangi ykkur allt í haginn í úrslitaleiknum.


mbl.is Valsmenn mæta Fram í úrslitaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmyndar fyrirmynd - Margrét Lára!

Það var afar ánægjulegt að sjá Margréti Láru Viðarsdóttur kjörna sem íþróttamaður ársins 2007. Hún á það svo sannarlega skilið þessi frábæri knattspyrnumaður. Valið er einnig mikil viðurkenning fyrir kvennaknattspyrnuna á Íslandi sem hefur tekið þvílíkum framförum á undanförnum árum - enda er íslenska kvennalandsliðið á alþjóðavísu framar karlalandsliðinu um þessar mundir.

Verð að játa að það kom mér á óvart hversu góð, innileg og innihaldsrík svör Margrétar Láru voru við spurningum fréttamannanna eftir athöfnina. Lagði áherslu á að iðkendur íþrótta sem sköruðu framúr væru fyrirmynd hinna yngri - og þá skipti ekki máli hvort viðkomandi væri sautján ára eða farinn að halla að þrítugu.  Með svörum sínum  - og að sjálfsögðu árangri sínum og þrautseygju - sýndi Margrét Lára að hún er fyrirmyndar fyrirmynd.

Ég fylgdist með því þegar kvennaknattspyrnan var að hasla sér völl fyrir 30 árum eða svo. Átti margar vinkonur sem spiluðu fótbolta af mikilli ástríðu. Eðli málsins vegna fylgdist ég vel með Víkingsliðinu - sem var farið að standa sig mjög vel - þegar karlremburnar í stjórn knattspyrnudeildarinnar hreinlega lögðu liðið niður - þrátt fyrir dugnað stelpnanna. Stelpurnar sundruðust - en nokkrar þeirra áttu glæstan feril með öðrum liðum. Skammast mín alltaf fyrir hönd félagsins míns þegar mér er hugsað til þessa.

Það var því sérstaklega skemmtilegt fyrir nokkrum árum þegar Álfrún mín og félagar hennar í 4. flokki B urðu fyrstu Íslandsmeistarar Víkings í kvennaknattspyrnu. Vonandi mun Víkingur verða á toppnum þegar Gréta mín fer að banka á dyrnar í meistaraflokki - ef Guð lofar - en það eru væntanlega svona 15 ár í það!


mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórleikir í Egilshöll um helgina!

Það var margt stórleikja í knattspyrnunni þessa helgina. Ekki hvað síst í Egilshöllinni þar sem Reykjavíkurliðin voru að leiða saman hesta sína í yngstu aldursflokkunum. Glæsileg tilþrif og mikil gleði hjá guttunum og tátunum sem voru á aldrinum 5 til 9 ára.

Það var mætt báða dagana á mínu heimili. Magnús 7 ára lék með 7. flokki Víkings - og Styrmir 9 ára lék með 6. flokki. Stóðu sig frábærlega - eins og mörg hundruð annarra barna.

Það eru ótrúlegir taktar sem sést hjá þessum börnum - miklu betri en ég og mínir félagar í Víkingi voru á sama aldri - þótt nokkrir þeirra hafi orðið atvinnumenn - Arnór, Lalli, Heimir, Steini!

Ein ástæðan er náttúrlega þær miklu úrbætur á aðstæðum sem orðið hafa undanafarin ár. Það er ekki hægt að bera saman glæsileg knattspyrnuhús nútímams og gömlu malarvellina sem spilað var á í gamla daga. Maður var að plokka mölina af Víkingsvellinum úr sárunum á lærum og leggjum langt fram eftir hausti þegar vetrarveðrið stoppaði fótboltaæfingarnar. En þá tók reyndar bara handboltinn við!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband