Sólheimar einstakt samfélag
5.8.2009 | 22:08
Samfélagið á Sólheimum á sér engan líka. Við fjölskyldan litum þar við í vikunni á meðan sumarleyfisdvöl okkar í Öndverðarnesi stóð. Keyptum frábært chutney og ennþá betri salsa - allt lífrænt og unnið á Sólheimum. Mælum með því á markaðsdeginum!
Létum eftir okkur að kaupa skemmtilega fuglamynd eftir Sirrý!
Mæli með því að mæta á markaðsdag Sólheima!
Markaðsdagur Sólheima haldinn á laugardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Siðrof í samfélaginu
5.8.2009 | 14:30
Því miður hefur orðið siðrof í samfélaginu. Það er alvarlegt. Tilgangslaus skemmdarverk bæta ekki ástandið - gera það einungis verra.
Reynum aðeins að halda aftur af okkur. Við endurreisum ekki efnahagslífið með skemmdarverkum og skrílslátum.
Reiðin gagnvart þeim sem komið hafa okkur í þá efnahagslegu stöðu sem við erum nú er réttlát. En réttlát reiði afsakar ekki skrílshátt og skemmdarverk.
Vinnum frekar gegn því siðrofi sem orðið hefur og reisum við Ísland á heiðarlegan hátt.
Skrifuðu illvirki á húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við ætlum og munum vinna okkur út úr vandanum!
31.7.2009 | 11:13
Við Íslendingar ætlum og munum vinna okkur út úr vandanum! Það er bara eðli okkar Íslendinga. Við gefumst ekki upp. Það er reyndar betra að ríkisstjórnin vinni með almenningi og fyrirtækjum í endurreisninni en leggi ekki stein í götu hennar.
Það gerir endurreisnina erfiðari ef aðgerðir ríkisstjórnarinnar verða til þess að við missum hæft fólk úr landi. En ef svo fer þá verður bara að hafa það.
Auðvitað á það að vera eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda að halda dugmiklu og hæfileikaríku fólki á öllum sviðum í landinu. Við megum heldur ekki gleyma að þótt okkur hafi illilega skriplað á skötunni í fjármálalífinu og útrásinni þá eigum við fullt af öflugu og vel þjálfuðu fólki á því sviði. Sem á fjölmörgum öðrum sviðum. Fólki sem við þurfum einnig að halda og nýta í framtíðaruppbyggingunni.
Auðvitað verður að gera upp fortíðina og ná lögum yfir þá sem brotið hafa lög.
En við megum ekki festast í fortíðarpytti. Ef við horfum alltaf aftur í stað þess að horfa framávið þá endar það með því að við rekumst harkalega á.
Það er framtíðin sem skiptir máli.
Horfum þangað með það að markmiði að vinna okkur út úr vandanum og byggja aftur upp öflugt samfélag. Við höfum allt til þess - ef við bara trúum því og viljum.
Algjört hrun í afkomu ríkissjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Kraftur náði til áhorfenda á Gimli Film Festival!
30.7.2009 | 22:35
Gimli Film Festival er kannske ekki það sama og kvikmyndahátíðin í Feneyjum - en Gimli Film Festival er samt virt kvikmyndahátíð í Kanada! Meðal kvikmynda sem sýnd var í Gimli þetta árið var hin frábæra og einlæga mynd Skagfirðingsins Árna Gunnarssonar "Kraftur" sem í ensku útgáfunni hlaut heitið "Kraftur, The Last Ride"
Kanadamenn - og væntanlega margir Vestur-Íslendingar - fengu því að sjá þessa skemmtilegu heimildamynd næst á eftir Skagfirðingum - því Árni sýndi "Kraft" á forsýningu í Skagafirð í vor við afar góðar undirtektir.
Í "Krafti" fylgir Árni Gunnarsson eftir þeim félögum Þórarni Eymundssyni tamningarmanni og úrvalsknapa og stórgæðingnum Krafti allt frá tamningu og þjálfun til heimsmeistaramóts íslenska hestsins í Hollandi - þar sem Kraftur - eðli málsins vegna - varð eftir þar sem úrvalshross íslensk sem taka þátt í heimsmeistarmóti eiga ekki afturgegnt til Íslands - ekki frekar en flestir Íslendingarnir sem fluttust til Kanada og settust að í Gimli fyrir um það bil öld síðan.
Ég er ekki mikill hestamaður - þótt ég hafi yndi af því að ríða út. Hef ekki þolinmæði að horfa á langar myndir um hesta. En ég hélt athyglinni yfir "Krafti" - eins og kanadísku áhorfendurnir. Þurfti meira að segja að berjast við tárin á köflum - eins og Kanadamennirnir - sem sumir létu þau samt renna.
Ástæðan einföld. Heimildarmyndin "Kraftur" er ekki bara mynd um hest og mann - heldur miklu meira. Tilfinningaþrungin mynd sem allir skilja sem einhvern tíma hafa þurft að sjá á eftir ástvini.
Ég hlakka til að sjá "Kraft" sýnda í kvikmyndahúsi hér heima - og er þess fullviss að myndin á eftir að ganga í sjónvarpsstöðvum um allan heim á næstu misserum og árum.
Hrun Michael Moore á Feneyjahátíðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.7.2009 kl. 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland eitt kjördæmi - persónukjör!
30.7.2009 | 17:43
Ísland eitt kjördæmi. Það hefur verið bjargföst trú mín afar lengi. Það var eitt af fjórum helstu baráttumálum þegar ég fór í prófkjör fyrir Framsókn í Reykjavík árið 1995. Það hlaut ekki hljómgrunn meðal framsóknarmanna þá - en margir hafa skipt um skoðun. Sérstaklega á landsbyggðinni eftir að nýjasta kjördæmaskipanin var tekin upp.
Þá á að gefa kjósendum kost á að raða fólki á framboðslistum við kosningar þar sem Ísland er eitt kjördæmi. Flokkarnir ákvarði röð frambjóðenda á framboðslista. Sú röð gildi ef ekki er endurraðað - en vægi endurröðunar sé algert - ekki hlutfallslegt.
Er reiðubúinn að skoða aðrar útfærslur á persónukjöri innan Íslands sem eins kjördæmis.
Hins vegar er þetta eitt þeirra mála sem stjórnlagaþing fólksins hefði átt að ákvarða. Er afar dapur yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki treyst fólkinu í landinu til að ákvarðar framtíðarstjórnskipan með því að niðurstaða stjórnlagaþings yrði látin í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu - en þó Skárra En Ekkert að fá ráðgefandi stjórnlagaþing.
Atkvæðavægi átalið af eftirlitsnefnd ÖSE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Reykjavík flottari en Kaupmannahöfn!
30.7.2009 | 09:41
Reykjavík er flottari en Kaupmannahöfn!
Það er athyglisvert að borgastjórinn í Reykjavík er langt frá því að vera hæst launaði sveitarstjórinn á Íslandi þótt Reykjavík sé með lang umsvifamesta reksturinn. Hins vegar er ljóst að borgarstjórinn í Reykjavík er að vinna fyrir laununum sínum - sem þó hafa verið skert eins og laun annarra borgarstarfsmanna með laun yfir 300 þúsundum og kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.
Með samhentu átaki allra flokka í borgarstjórn - átaki sem byggir á samvinnustefnu sem meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks innleiddu síðastliðið haust - og ábyrgir leiðtogar hinna flokkanna tóku undir og unnu að - hefur Reykjavíkurborg tekist að spara verulega í rekstri borgarinnar þannig að ekki er halli á rekstri borgarinnar þrátt fyrir erfitt efnahagsástand.
Í því sparnaðarátaki lék starfsfólk Reykjavíkurborgar lykilhlutverk - því það voru fjölmargir starfsmenn borgarinnar sem í samheldu átaki fundu fjölmargar sparnaðarleiðir í borgarkerfinu - sparnaðarleiðir sem urðu til þess að ekki þurfti að skerða grunnþjónustu borgarinnar og ekki þurfti að segja upp fastráðnu starfsfólki.
Þessi árangur gæti kannske orðið útflutningsvara?
Var að lesa frétt þar sem kemur fram að Kaupmannahafnarborg kynni að vera á leið undir stjórn skilanefndar vegna slæms fjárhagsástands borgarinnar!
Hanna Birna, Óskar og Dagur B. ættu kannske að skreppa til Kaupmannahafnar og kenna borgaryfirvöldum þar hvernig samvinnustefna Reykjavíkurborgar virkar - og aðstoða við innleiðingu slíkrar stefnu í Kaupmannahöfn! Svandís Svavarsdóttir ætti einnig að fá smá frí úr ráðherravinnunni og taka þátt í þessu þróunarsamvinnuverkefni með Kaupmannahafnarborg!
Staðreyndin er nefnilega sú að Hanna Birna, Óskar, Dagur B. og Svandís unnu saman sem heild að hagsmunum Reykjavíkurborgar síðastliðinn vetur. Þau eiga öll heiður skilið fyrir það.
Vonandi mun sambærileg samvinna halda áfram í vetur - þótt það sé kosningavetur. Ég treysti því að Dagur B. og Þorleifur haldi áfram samvinnu við meirihlutann í þágu borgarbúa. Það er sérstakklega mikilvægt nú - bæði vegna efnahagsástandsins - en ekki síður að slíkt getur fest góða samvinnu meirihluta og minnihluta í sessi í borginni - óháð því hverjir munu skipa meirihluta borgarstjórnar á næsta kjörtímabili!
Bæjarstjóri Seltjarnarness hæstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Brýnt að leysa IceSave deiluna
29.7.2009 | 13:03
Það er býnt að leysa IceSave deiluna. Það er deginum ljósara. Stjórnvöld hljóta að vera í sambandi við Breta og Hollendinga vegna deilurnar og leita leiða til að gera lagfæringar á fyrirliggjandi samningi. Meinbugirnir hafa komið upp á yfirborðið. Þá þarf að laga svo Alþingi geti gengið frá málinu.
Félagi Össur stendur í stórræðum þessa dagana. Landaði umsókn um aðildarviðræður gegnum fund utanríkisráðherra Evrópusambandins á mettíma. Hittir hvern lykilráðherra ríkja Evrópusambandsins á fætur öðrum nú síðast Evrópumálaráðherra Frakklands.
Það er mikilvægt nú þegar verið er að undirbúa aðildarviðræður að Evrópusambandinu.
Mér finnst félagi Össur hafa staðið sig vel frá því Alþingi samþykkti aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Hann er í essinu sínu.
Össur má hins vegar ekki gleyma að rækta Evrópugarðinn sinn hér heima. Það skipir öllu máli að það verði haldið vel á Evrópumálunum og tryggt að allir stjórnmálaflokkar komi að málinu og að almenningur verði vel upplýstur.
Stjórnsýslan mun á haustmánuðum þurfa að svara fjölmörgum erfiðum spurningum varðandi Ísland vegna aðildarumsóknarinnar. Aðildarviðræðurnar verða flóknar og erfiðar. Þær munu snerta alla þætti stjórnsýslunnar og samfélkagsins. Í þeim viðræðum þarf fókusinn á Evrópumálin að vera afar skýr.
Ég efast ekki um að Össur hafi þann skýra fókus. En utanríkismál snúa ekki einungis að Evrópu. það er mikilvægt að sinna þeim á alþjóðavísu.
Ég vil því minna enn á ný á hugmyndir mínar um sérstakan Evrópumálaráðherra. Svipaðan og Evrópumálaráðherra Frakklands.
Brýnt að leysa Icesave-deilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðildarviðræður við Evrópusambandið á beinu brautina?
27.7.2009 | 11:41
Það var afar mikilvægt að utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB hafi samþykkt að vísa umsókn Íslands strax til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Næstu vatnaskil verða í desember þar sem vonandi mun verða samþykkt að Evrópusambandið gangi til viðræðna við Ísland.
Það er afar mikilvægt að Össur vinur minn og ríkisstjórnin í heild noti haustið vel og undirbúi aðildarviðræðurnar af kostgæfni. Líka Jón Bjarnason!
Ítreka enn og aftur tillögu mín um að skipa sérstakan ráðherra Evrópumála.
ESB-umsókninni vísað áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
IceSave klúður stjórnvalda klúður aldarinnar?
27.7.2009 | 10:27
IceSave klúður stjórnvalda virðist ætla að verða stjórnsýsluklúður aldarinnar. Alþingi getur ekki samþykkt IceSave samningana óbreytta. Þrátt fyrir þvermóðsku Hollendinga og Breta - þá verður að taka samningana upp og semja upp á nýtt.
Þetta eru nauðungarsamningar þar sem ótrúleg misstök hafa verið gerð á mörgum sviðum.
Stjórnvöld mega ekki láta hótanir gagnvart ESB umsókn hrekja sig af sporinu.
IceSave samningarnir verða að vera ásættanlegir fyrir Íslendinga. Þeir eru það ekki eins og þeir standa nú. Það er deginum ljósara.
Það er rétt hjá Þorsteini Pálssyni sem bent hefur á að Jóhanna Sigurðardóttir þarf að ræða beint við forsætisráðherra Bretlands og Hollands um málið. Það sé ekki hægt að beita Íslendinga slíkri nauðung sem IceSave smkomulagið er.
Nú reynir á Jóhönnu.
Breski tryggingasjóðurinn leystur undan ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Táknræn andstaða Obama gegn ofbeldi gagnvart konum!
25.7.2009 | 19:41
Barack Obama hefur tekið mikilvægt skref í baráttunni gegn ofbeldi gagnvart konum sem réttlætt er með siðum og venjum. Ég held að Obama hafi tekið miklu stærra skref en marga grunar með því að ákveða að veita konum utan Bandaríkjanna kost á að leita þar hælis sem pólitískir flóttamenn vegna ofbeldis sem byggir á kúltúr viðkomandi samfélaga.
Það verður ekki auðvelt að fylgja þessari ákvörðun Obama eftir - enda ofbeldi gagnvart konum rótgróið í samfélagsgerðinni víða um heim.
Reyndar held ég að það sé ómögulegt fyrir Bandaríkjamenn að taka við þeim tugum eða hundruðum milljóna kvenna sem líða fyrir alvarlegt ofbeldi sem byggir á menningu.
Umskurður kvenna er landlægur víða. Allar þær stúlkur sem bíða slík hræðileg örlög eiga nú að geta sótt um hæli í Bandaríkjunum.
Það er bara eitt dæmið. Dæmin eru fjölmörg.
Með ákvörðun sinni hefur Obama sent út mikilvæg skilaboð til heimsbyggðarinnar - og samborgara sinna - skilaboð sem segja að ofbeldi gegn konum eigi ekki að líða.
Obama vill veita pólitískt hæli gegn heimilisofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)