Siðrof í samfélaginu

Því miður hefur orðið siðrof í samfélaginu. Það er alvarlegt. Tilgangslaus skemmdarverk bæta ekki ástandið - gera það einungis verra.

Reynum aðeins að halda aftur af okkur. Við endurreisum ekki efnahagslífið með skemmdarverkum og skrílslátum.

Reiðin gagnvart þeim sem komið hafa okkur í þá efnahagslegu stöðu sem við erum nú er réttlát. En réttlát reiði afsakar ekki skrílshátt og skemmdarverk.

Vinnum frekar gegn því siðrofi sem orðið hefur og reisum við Ísland á heiðarlegan hátt.


mbl.is Skrifuðu illvirki á húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get alveg sagt þér það í trúnaði Hallur, að þessi athæfi eiga fullan rétt á sér . Afhverju?  Er einhver af stjórnarliðinu (fyrir utan Ögmund) sem ber virðingu fyrir hinni vinnandi stétt fólks í landinu?  Veistu um einhvern bankaeigenda eða fylgifiska þeirra sem bera yfir höfuð einhverja virðingu fyrir vinnandi fólki?  Veistu um einhvern embættismann sem ber virðingu fyrir því að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum?  Sýsli í Reykjavík t.d. ?

Svo lengi sem ekki allir eru jafnir, styð ég "allar málningarslettur " í samfélaginu og myndi gjarna taka þátt í því ef það væri ekki vegna aldurs, og heilsuleysis.  En ég er tilbúinn að borga í OLÍU- málningarsjóð, þótt launin séu ekki há.  Og taktu eftir því að ég hef aldrei verið á sakaskrá, en svona hugsa ég í dag. Út með alla sem ekki kunna að skammast sín.

j.a. (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 15:30

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég hef heldur engan áhuga á að endurreisa efnahagslífið sem féll. Hér þarf að byggja nýtt frá grunni, enda nær rotið sem varð gamla kerfinu að falli alveg inn að grunnstoðum þess. Til að komast að því að geta hafið uppbyggingu þufum við því að rífa annsi mikið í viðbót í burtu.

Héðinn Björnsson, 5.8.2009 kl. 15:32

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvað meinar þú með "tilgangslaus skemmdarverk" nákvæmlega?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.8.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Kerfi sem byggir á óheiðarleika verður aldrei endurreist á heiðarlegan hátt. Fyrir utan það að glæpsamlegt er að reyna að endurreisa það og láta sem ekkert sé.

Þorri Almennings Forni Loftski, 5.8.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband