IceSave klúður stjórnvalda klúður aldarinnar?

IceSave klúður stjórnvalda virðist ætla að verða stjórnsýsluklúður aldarinnar. Alþingi getur ekki samþykkt IceSave samningana óbreytta. Þrátt fyrir þvermóðsku Hollendinga og Breta - þá verður að taka samningana upp og semja upp á nýtt.

Þetta eru nauðungarsamningar þar sem ótrúleg misstök hafa verið gerð á mörgum sviðum.

Stjórnvöld mega ekki láta hótanir gagnvart ESB umsókn hrekja sig af sporinu.

IceSave samningarnir verða að vera ásættanlegir fyrir Íslendinga. Þeir eru það ekki eins og þeir standa nú. Það er deginum ljósara.

Það er rétt hjá Þorsteini Pálssyni sem bent hefur á að Jóhanna Sigurðardóttir þarf að ræða beint við forsætisráðherra Bretlands og Hollands um málið. Það sé ekki hægt að beita Íslendinga slíkri nauðung sem IceSave smkomulagið er.

Nú reynir á Jóhönnu.

 


mbl.is Breski tryggingasjóðurinn leystur undan ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Þetta er klúður aldarinnar - og gersamlega óásættanlegt samkomulag. Það skiptir engu hversu þú reynir að koma þessu af ríkisstjórninni - Samfylking og VG eru á haus í klúðrinu - þeirra klúðri í samningaviðræðum - ekki Framsóknar.

Reyndar hófst klúðrið í tíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í haust - rétt er það.

Hallur Magnússon, 27.7.2009 kl. 11:45

2 identicon

Framsóknarmenn hafa ekki efni á því að fría sig af þessu máli, frekar en aðrir. Mál þetta kom til á ykkar á vakt.

Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknar var Viðskiptráðherra þegar þessi óskapnaður varð til í Október 2006.

Aðalatriðið er að semja um þessar skuldir og reyna koma þessu í eitthvað horft sem íslendingar geta ráðið við. Það er annað mál að fá menn til þess að sætta sig við þetta klúður. Ég vona bara að óbragðið af þessu máli muni vara lengi lengi innan stjórnsýslunnar.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband