Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Forsendur eru fyrir vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs í allt að 4,95%!

Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs hefur lækkað verulega í þeim miklu viðskiptum sem verið hafa með skuldabréf í kauphöll undanfarnar vikur og því hafa skapast forsendur fyrir þónokkra lækkun á útlánavöxtum Íbúðalánasjóðs.

Ef Íbúðalánasjóður hefði farið í útboð á íbúðabréfum undanfarnar vikur þá hefðu útlánavextir sjóðsins lækkað. Ef sjóðurinn færi í útboð í dag og ávöxtunarkrafan yrði á svipuðu róli og við lokun markaða í gær, þá væri að líkindum unnt að lækka vexti sjóðsins úr 5,50% niður í allt að 4,95% á lánum með uppgreiðsluálagi og lækkun úr 5,75% allt niður í 5,20% á lánum sem alltaf er unnt að greiða upp á sérstaks uppgreiðslugjalds!

Ekki veit ég af hverju forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs hafa ekki farið í útboð á íbúðabréfum og lækkað vexti - ekki veitir af í því ástandi sem nú er á húsnæðismarkaði - þar sem allt er að frjósa.

Vonandi er það ekki vegna þrýstings ríkisstjórnarinnar sem vill ekki auka styrk Íbúðalánasjóðs með því að hafa enn meiri vaxtamun á íbúðalánum Íbúðalánasjóðs og vaxtaokurs bankanna - sem reyndar eru ekki að lána!

Almenningur bíður eftir þessari vaxtalækkun sem allar forsendur eru fyrir!


mbl.is Annar veltumesti mánuðurinn með skuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbrögð komin frá Hönnu Birnu, Gísla Marteini, Óskari Bergs og Þorbjörgu Helgu!

Óskir okkar í Bústaðahverfinu um "1,2 og Réttarholtsveg í stokk!" og "1,2 og öruggar gönguleiðir yfir Bústaðaveg!" verða væntanlega til umfjöllunar í borgarkerfinu á næstunni ef marka má viðbrögð þeirra Hönnu Birnu, Gísla Marteins, Óskars Bergssonar og Þorbjargar Helgu við tölvupósti sem ég sendi borgarfulltrúum fyrir helgi það sem bent var á bloggið mitt "Ólafur Friðrik: 1,2 og Réttarholtsveg í stokk!"

Ég geri ráð fyrir að aðrir borgarfulltrúar hafi einnig sett sig inn í málið þótt ég hafi ekki fengið frá þeim viðbrögð. Vonast þó til þess að Ólafur Friðrik sendi mér meldingu og skýri okkur frá afstöðu hans til þess að tryggja öryggi barnanna okkar með því að setja Réttarholtsveg í stokk og tryggja öruggar gönguleiðir yfir Bústaðaveg.

Ágætu borgarfulltrúar!

Takk fyrir svörin. Ég treysti því að þið klárið þetta mál í snatri með sóma.

Íbúar Bústaðahverfis! 

Höldum borgarfulltrúunum við efnið - og hættum ekki fyrr en öryggi gangandi vegfarenda á Bústaðavegi og Réttarholtsvegi hefur verið tryggt!


Kaupum alinn Ítalanna - Kristján Möller - og borum stórt gat á Mið-Austurland!

Kaupum alinn Ítalanna - Kristján Möller - og borum stórt gat á Mið-Austurland!

Þær fréttir berast að unnt sé að kaupa einn ítalskan al sem notaður var til að bora aðveitugöng að Fljótsdalsvirkjun á hrakvirði - 10%-12% af upphaflegu kaupverði. Kaupverð og kostnaður við viðhald og kaup á nýrri borkrónu á þennan öfluga jarðgangnabor mun geta numið samtals innan við einn milljarð króna - en aðferðafræðin með að bora jarðgöng með risaal mun spara að minnsta kosti 20% af þeim kostnaði sem hefðbundinn jarðgangnagerð kostar.

Að sjálfsögðu eigum við að kaupa alinn Ítalanna - og bora stórt gat á Miðausturland - til að tengja Eskifjörð, Norðfjörð, Mjóafjörð og Seyðisfjörð. Þegar því er lokið á að sjálfsögðu að halda áfram af Héraði til Vopnafjarðar.

Kristján Möller. Nú átt þú leik. Gakktu í málið - náðu samstöðu fyrir austan og í ríkisstjórn - tryggðu fjármagn - þess vegna með einkaframkvæmd ef það er gjaldið til að fá Sjálfstæðisflokkinn með þér í verkefnið - og tryggðu þetta stórkostlega byggðaverkefni.

Ef þú klárar þetta - þá legg ég til að göngin verði nefnd Möllersgöng!

PS.  Var að lesa eftirfarandi á Visir.is. Gott ef satt er! Boltinn samt enn hjá Möller - hann þarf að fá ríkisstjórnina til að samþýkkja að bora stórt gat á Mið-Austurland!:

"Vegagerðin er komin í samstarf með Austfirðingum og Norðmönnum í könnun á hagkvæmni þess að nota risabor við heilborun jarðganga fyrir þjóðvegi."


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband