Ólafur Stephensen var góður ritstjóri Morgunblaðsins
18.9.2009 | 20:14
Ólafur Stephensen var að mínu mati góður ritstjóri Morgunblaðsins á erfiðum tímum. Mér finnst hann hafa reynt að gera Morgunblaðið að óháðum, kröftugum og vönduðum fjölmiðli. Vandi Ólafs var hins vegar verulegir fjárhagslegir erfiðleikar í rekstri blaðsins - og að hann fékk aldrei fullkomið ritstjórnarvald yfir blaðinu. Þurfti að dragnast með það sem einhverjir gætu kallað lík í lestinni.
Því fer fjarri að ég og Ólafur Stephensen séum sammála um allt. Þvert á móti erum við ósammála um mjög marga hluti. Það breytir ekki skoðun minni á Ólafi sem ritstjóra og vönduðum blaðamanni.
Sú skoðun byggir á kynnum mínum af Ólafi þegar við störfuðum báðir sem ungir blaðamenn á sitthvorum fjölmiðlinum og vorum hvor á sinn hátt róttækir. Sátum oft hlið við hlið á borgarstjórnarfundum og sendum fréttir þaðan. Þá var Davíð Oddsson borgarstjóri.
Við tókumst þá stundum á um menn og málefni í samræðum. Vorum nánast alltaf ósammála.
Ég var reyndar skammaður af félögum mínum þegar ég bloggaði á þann veginn að ég teldi Ólaf rétta manninn í djobbið. Ég er ennþá þeirrar skoðunar.
Ólafur kvaddi starfsmenn Morgunblaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þvílíkt hvað ég er sammála..Flottur ritstjóri sem er rekinn vegna sannfæringar í Evrópumálum..Hvað næst..Hallur þú verður að láta til þín taka!!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.9.2009 kl. 20:56
Hef aldrei verið sammála ritstjóra Morgunblaðsins í pólitík , en hef verið áskrifandi blaðsins frá árinu 1988 ( þetta var árið sem ég flutti að heiman og áður hafði ég haft blaðið frá því ég man eftir mér ) !
Núna er greinilega komið að einhverjum tímamótum , ég ætla að hætta að kaupa Morgunblaðið !
Það sem er sorglegasti hlutin við þetta er hvað varðar blaðaburðinn, ég þarf orðið að hringja tvisvar í viku til að fá ákriftarblaðið mitt !
Ekki veit ég um aðra , en éger þannig að ég vil fá það sem ég er að borga fyrir ! Þetta byrjaði eftir að núverandi eigendur tóku við !
JR (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 23:07
Fáir eru ólíklegri til að bera lof á Björn Bjarnason en sá sem hér tekur til máls. Þó vil ég leyfa mér þá ósvinnu hér að benda mönnum á að lesa nýjasta bloggið hans þar sem hann fjallar um ritstjórn Ólafs St. og ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins. Þetta tekst honum afburðavel enda er maðurinn auðvitað bæði harðgreindur og afburðamaður í blaðamennsku.
Árni Gunnarsson, 18.9.2009 kl. 23:10
Moggalýgin fór á fulla ferð undir forystu Ólafs.Ólafur sleppti öllu pólitísku liði sem starfar á Morgunblaðinu lausu með sinn lygaáróður.Fremst í þessum flokki er kvensa sem var rekin frá Tímanum sáluga 1984 og sannir framsóknarmenn kannast við en þeir sem eru það ekki dýrka hana og Ólaf sem gaf henni lausan tauminn.Það þurfa fleiri að fara frá mogganum ef hann á að lifa.Vonandi reka eigendurnir sem flesta af þessu Samfylkingar-Evrópusinnaliði svo blaðið geti farið að bera sig, því eins og þú þarft að fara að hugleiða Hallur þá setir þetta lið allt á hausinn.Og ég er nokk viss um að þú færð ekki starf á blaðinu, ef þér skyldi detta það í hug.Kv.
Sigurgeir Jónsson, 19.9.2009 kl. 05:10
Ég ítreka þá ósk mína Hallur að þú takir niður myndina af þér hér á síðunni og setjir upp mynd af Sigmundi Davíð í staðinn.Hann er formaður Framsóknarflokksins.Kv.
Sigurgeir Jónsson, 19.9.2009 kl. 05:17
En ekki þú.Kv.
Sigurgeir Jónsson, 19.9.2009 kl. 05:20
Kæri Sigurgeir!
Ég hef afar gaman af því hve ég fer í taugarnar á mörgum vegna þess að það er mynd af mér með gömlum og góðum fyrrum formönnum Framsóknar!
Ég mun að sjálfsögðu ekki verða við ósk þinni og taka myndina niður!
Reyndar er mér ljúft að upplýsa enn og aftur að ástæðan fyrir því að ég - litli kallinn - með þessum stórmennum var handvömm í upphafi!
Kerfið virkar nefnilega þannig að nýjustu myndirnar sem ég sæki inn á bloggsíðuna birtast til hliðar.
Ég safnaði þessum myndum í kosningabaráttunni í vor - en var ekki með nægilga góða mynd af Halldóri. Þess vegna birtist mynd af mér neðst - því ég hafði sótt þá mynd og sett inná vefinn nokkru áður.
Það var ekki meiningin - en ég get lofað þér því að mér líður afar vel með þessum fjórum af tólf merkustu stjórnmálamönnum20. aldarinnar - og mun alls ekki breyta uppsetningunni.
Kær Framsóknarkveðja
Hallur
Hallur Magnússon, 19.9.2009 kl. 11:40
Jafn ágætlega og ég kann við þig Hallur, þá þykir mér leitt að segja það að líklega voruð þið Ólafur oftar sammála en þú vilt viðurkenna.
Hvað Framsóknarflokkinn áhrærir þá á hann sér merka sögu, sem er tengd ungmenna- og samvinnuhreyfingunni sem hafa skilið eftir sig góð spor í samfélaginu. En í öllum bænum, kæri Hallur, hafðu frekar mynd að þér en Halldóri.
(Reyndar held ég að nöfnin ykkar hafi líka ef ekki sömu merkingu Hallur og Hall-þór. Eini blótsteinninn sem vitað er um er við Þórsnes á Þingvöllum í Helgafellssveit, þar sem Þór var blótaður af Þórsnesingum. Hann er hallur þ.e. hella með 10% halla)
Sigurður Þórðarson, 19.9.2009 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.