Lykilatriði í framþróun Evrópusambandsins

Samþykkt efri deildar hins þýska Bundersrat á lögum sem heimila staðfestingu á Lissabonsáttmálanum er lykilatriði fyrir framþróun Evrópusambandsins og skiptir miklu máli fyrir inngöngu Íslands í bandalagið kjósi íslenska þjóðin inngöngu þegar aðildarsamningur liggur fyrir.

Nú eru það frændur okkar Írar sem eiga næsta leik - en þeir hafa verið afar tortryggnir gagnvart  Lissabon sáttmálanum.

Talandi um Íra. Andstæðingar Evrópusambandsins hafa mikið velt sér upp úr efnahagsörðugleikum Íra um þessar mundir. Þeir virðast reyndar hafa gleymt hver staða Írlands var áður en þeir gengu í Evrópusambandið og tóku upp Evru. Nánast efnahagsleg auðn!

Þá er ljóst að írska kreppan væri enn dýpri - og jafnvel svipuð okkar - ef Írar hefðu ekki verið í Evrópusambandinu og tekið upp Evru.

Við ættum að hafa það í huga.


mbl.is Staðfestu Lissabon-sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Verð að viðurkenna að ég næ því ekki alveg hverju þetta breitir td fyrir Íra og hvað þá ef við færum inn í þetta "fóstur"

Jón Snæbjörnsson, 18.9.2009 kl. 10:22

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þessi "framþróun", Hallur, er ekki sízt þróun til sambandsríkis og afnáms neitunarvalds einstakra ríkja í miklum meirihluta mála. Fagnarðu því?!

Svo áttu eftir að svara alvarlegu innleggi mínu á vefslóðinni hér á undan!

Jón Valur Jensson, 18.9.2009 kl. 10:35

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Fyrirgefði Jón Valur.

Það fór framhjá mér að þú hefðir verið að letia vara hjá mér við einhverju. Tékka á því.

Hallur Magnússon, 18.9.2009 kl. 12:41

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Allt í lagi, því að nú er svar Halls komið þar og ég búinn að svara honum!

Jón Valur Jensson, 18.9.2009 kl. 15:22

5 identicon

Heirðu Hallur ert þú ekki í lagi?

magnús steinar (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 17:24

6 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Hefði , ef , og áttu að geta þetta á hinum og þessum tímapúnkti.

Það er svo auðvelt að draga áliktanir af  þessu tægi.

Ég gæti þá alveg eins sagt, ja ef Írar hefðu félagsvætt bankakerfið sitt þá hefði ekki orðið efnahagsleg auðn.

Svona málflutningur gengur ekki upp. 

Rökin verða að vera runveruleg ef þú vilt fá mig til að hlusta.

Vilhjálmur Árnason, 19.9.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband