Norska stjórnin gæti sprungið!
15.9.2009 | 09:03
Norska ríkisstjórnin gæti sprungið vegna þess afhroðs sem Sósíalíski Vinstriflokkur Kristínar Halvorsen fékk í kosningunum. Flokkurinn tapaði 4 þingmönnum þar af þremur til Verkamannaflokksins - en það var greinilegt að norskir kjósendur voru að kjósa Jens Stoltenberg sem forsætisráðherra - þar af margir fyrrum kjósendur SV.
Það sem fer afar illa í liðsmenn er ekki bara það að missa fylgi til Verkamannaflokksins heldur sú staðreynd að SV er nú með minna fylgi en Miðflokkurinn sem í raun myndaði núverandi rauðgræna ríkisstjón með því að yfirgefa áratugasamstarf borgaraflokkanna og gekk til liðs við vinstri flokkana.
SV og Miðflokkurinn eru nú með sama þingmannafjölda sem þýðir væntanlega að Miðflokkurinn mun fá jafnmarga ráðherra og SV - ef ríkisstjórnin lifir. Málið er nefnilega að margir liðsmenn SV hafa lýst óánægju sína með að flokkurinn hafi misst fylgi vegna ríkisstjórnarsetunar og hafa ýjað að því að draga sig út úr stjórninni. Kristín Halvorsen mun væntanlega berjast fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi - en eins og í sumum systurflokkum SV - þá láta flokksmenn ekki alltaf að stjórn!
SV systurflokkur VG, Miðflokkurinn er systurflokkur Framsóknarflokksins og Verkamannaflokkurinn systurflokkur Samfylkingar.
Ef SV dregur sig úr úr stjórninni kemur upp sérkennileg staða. Borgaraflokkarnir hafa ekki meirihluta nema Miðflokkurinn snúi baki við Verkamannaflokknum - auk þess sem Framfaraflokkurinn á ekki upp á pallborðið sjá öllum borgaralegu flokkunum.
Niðurstaðan yrði væntanlega minnihlutastjórn Jens Stoltenberg - sem er nú óumdeidur leiðtogi norskra stjórnmála - með aðild Miðflokksins en SV verji ríkisstjórnina falli.
En þetta á allt eftir að koma í ljós.
Stjórnin virðist halda velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Athugasemdir
Ég er sannfærður um að Rauð-græna ríkisstjórnin heldur áfram. Hluti af fylgi SV var flökkufylgi sem verðlaunar eða refsar AP eftir atvikum. Nú vildu þeir tryggja Jens Stoltenberg til forustu. Athyglisvert er að blokkirnar á hægri og vinstri skerpast og miðjuflokkarnir tapa miklu, V nánast hverfur.
Jens Stoltenberg er ótvíræður pólitíski leiðtogi Norðmanna. Bæði sýna úrslit kosninganna það og einnig talar hann þannig. Hann m.a. þakkaði þeim kjósendum sem kusu aðra flokka, því þannig viðhéldu þeir lýðræðinu og stuðluðu að heiðarlegum skoðanaskiptum.
Jón Arvid Tynes, 15.9.2009 kl. 11:51
Það er hefð fyrir minnihlutastjórnum í noregi.. Jens verður áfram sem forsætisráðherra með eða án frammarana ...
Óskar Þorkelsson, 15.9.2009 kl. 15:32
Í þessu ljósi verður áhugavert að sjá til hvaða átta íslenski "Miðflokkurinn" lítur á næstu árum.
Gústaf Níelsson, 15.9.2009 kl. 17:37
Óskar.
Enda verða það ekki frammarar sem beila sig út - heldur sósíalíski vinstriflokkurinn - ef af verðr. reyndar er Jens búinn að gefa út að ráðuneytum þeirra verði ekki fækkað
Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.