Norsk Samfylking, Framsókn og Vinstri grænir áfram í ríkisstjórn!
14.9.2009 | 23:53
Jens Stoltenberg formaður norska Verkamannaflokksins getur verið ánægður með kosningaúrslitin. Bæði eykur Verkamannaflokkurinnn - systurflokkur Samfylkingarinnar - við sig fylgi samhliða því að ríkisstjórn hans heldur velli. Ríkisstjórnin tapar að vísu einum þingmanni en heldur meirihluta sínum 86 þingmenn á móti 83 þingmönnum stjórnarandstöðunnar.
Ríkisstjórn Stoltenbergs er reyndar afar merkileg í norsku tilliti því lífgjafi þeirrar ríkisstjórnar eru norskir Framsóknarmenn í Miðflokknum sem höfðu alla tíð fylgt borgaraflokkunum en söðluðu yfir miðjuna til vinstri við myndun núverandi ríkisstjórnar. Miðflokkurinn heldur nánast fylgi sínu og heldur þingmannafjölda sínum.
Það á hins vegar ekki við um systurflokk Vinstri grænna - Sósíalíski vinstriflokkinn - sem tapar fylgi og fjórum þingmönnum þar af þremur þingmönnum yfir til Verkamannaflokksins. Miðflokkur Liv Signe Navarsete er reyndar nú orðinn stærri en Sósíalíski Vinstriflokkur Kristínar Halvorsen. Það mun væntanlega styrkja stöðu Miðflokksins í ríkisstjórninni.
En það er nú þannig í Noregi - eins og reyndar á hinum Norðurlöndunum - að þar eru tveir systurflokkar Framsóknar. Á meðan Miðflokkurinn hélt velli þá tapaði Venstre verulega í kosningunum og eru nú með aðeins tvo þingmenn. Lars Sponheim formaður Venstre hefur þegar sagst muni hætta á flokksþingi í vor.
Þriðji flokkurinn á miðju norskra stjórnvalda - Kristilegi þjóðarflokkurinn gefur aðeins eftir en tapar einungis 1 þingmanni.
Hægriflokkurinn bætti við sig sjö þingsætum og er greinilega að braggast.
Hin skelegga Siv Jensen heldur áfram að styrkja hinn umdeilda Framfaraflokk sem bætir við sig fylgi og þremur þingsætum - er áfram næst stærsti flokkur Noregs með 23% atkvæða.
Stoltenberg sigurvegarinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.9.2009 kl. 00:36 | Facebook
Athugasemdir
Það er óneitanlega þægilegt fyrir Framsókn að eiga tvo systurflokka í Noregi. Miðjuflokkinn (sem er vinstrameginn núna) og svo Venstre (sem er hægrameginn). Ef öðrum gengur illa, þá gengur hinum alveg örugglega vel. Eins og sést mjög vel á þessum kosningum.
En ég er ennþá að velta fyrir mér hvaða alþjóðasamtökum Demokrataflokkurinn á aðild að, sem Framsókn er líka aðili að. Ég hélt að það væri Liberal International, en þeir virðast ekki vera aðilar þar.
Þórir Hrafn Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 00:07
Ungliðasamtökin eru beinir aðiljar að IFLRY - en einstök félög innan Demókrataflokksins að LI.
Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 00:24
National Democratic Institute,
Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 00:26
Reyndar er IFLRY einnig hluti LI
Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 00:29
Humm... NDI er líka með tengsl við Socialist international og Centrist Democrat International.
Eins og sjá má hér:
http://www.ndi.org/political_parties-ww
og hér:
http://www.socialistinternational.org/viewArticle.cfm?ArticlePageID=931
Að ungliðahreyfingarnar vinni saman finnst mér nokkuð vafasamt uppá það að gera að kalla Obama Framsóknarmann...
Mér dytti reyndar ekki í hug að kalla hann Samfylkingarmann, en ég virðist hafa hins vegar afar sambærilega "kröfu" á það og þið framsóknarmenn...
Þórir Hrafn Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 10:42
Reyndar má svo bæta því við varðandi ungliðahreyfingarnar að tæknilega séð þá hefur YDA rofið öll tengsl við DNC.
Þórir Hrafn Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.