Skoðunarlausir saksóknarar?
14.9.2009 | 14:50
Verða menn að vera skoðanalausir til þess að geta orðið saksóknarar? Eða verða menn að hafa réttar skoðanir til þess að vera saksóknarar? Ég hallast að því að ríkisstjórnin telji Jón Magnússon hafa rangar skoðanir. Það sé málið.
En það kemur í ljós þegar ráðið verður í stöðurnar. Verða það skoðunarlausir saksóknarar eða saksóknarar með "réttar" skoðanir?
Þetta er farið að minna óþægilega á stjórnskipan í ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við!
Jón dregur umsókn til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega Hallur
Jón Snæbjörnsson, 14.9.2009 kl. 15:02
Tek undir með Jóni.
Finnur Bárðarson, 14.9.2009 kl. 16:14
Þessi ríkisstjórn hefur tamið sér fasísk vinnubrögð. Skemmst er að minnast brottvikningar Davíðs Oddssonar úr Seðlabankanum með lögum, þar sem hann hafði ekki einu sinni andmælarétt, hvað þá kollegar hans. Þessi ríkisstjórn er að setja vond fordæmi.
Gústaf Níelsson, 14.9.2009 kl. 16:27
Hallur. Þú gleymdir einni tegund saksóknara í upptalningu þinni á skoðanalausum saksóknurum og saksóknurum með "réttar" skoðanir. Það eru saksóknarar með fyrirfram myndaðar skoðanir. Ég er hins vegar sammála þér að það er náttúrlega algerlega galið að ráða ekki slíka saksóknara til starfa. Þó ekki væri nema vegna þeirrar formúu sem myndi sparast við rannsókn mála!
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 17:29
Hallur, ég held að þú snúir þessu á haus. þeir eiga vissulega að hafa skoðanir, en er ætlað að halda þeim fyrir sig sjálfa. Að ætla að fara að snúa þessu upp í einhverja pólitík er kolrangt og segi ég bara: Margur heldur mig sig. Eru framsóknarmenn svona vanir því að allt snúist um pólitík sem ráðherrar þeirra gerðu, að loks þegar það kemur ráðherra sem er að gera hlutina hlutlaust og fylgja hæfiskröfum stjórnsýslulaga, þá fatta þeir ekki að hún er að gera hlutina rétt? Ég held, Hallur, að þinn ágæti flokkur ætti að læra af þessum vinnubrögðum í staðinn fyrir að gagnrýna þau.
Jón Magnússon átti auk þess að vera nægilega vel að sér í hæfiskröfum laga til að vita, að hann átti aldrei möguleika á því að setjast í þetta sæti. Störf (aðgerðir og aðgerðaleysi) sonar hans og undirmanna sonarins hljóta að verða til athugunar í hverju einasta máli, sem kemur upp í tengslum við störf sérstakra saksóknara.
Marinó G. Njálsson, 14.9.2009 kl. 17:30
Tek heilshugar undir með síðasta ræðumanni! Vel mælt Marinó!
Smári Jökull Jónsson, 14.9.2009 kl. 17:46
Rétt Marinó. Hallur Magnússon ertu .......
Gunnar Ársæll (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 18:58
Maðurinn er algerlega galinn að láta sér detta það í hug að hann fái stöðu saksóknara til að rannsaka vinnubrögð sonar síns.
Segir kannski margt um vinnubrögð gömlu fjórflokkana að hann skuli ekki sjá neina hagsmunaárekstra þarna.
Það er skemmst að minnast þess þegar Björn Bjarna skipaði Valtý til að rannsaka sinn son.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 20:37
Jón Steinar var skipaður hæstaréttardómari maður sem tjáði sig um mörg ágreiningsmál í þjóðfélaginnu.Gildir ekki sama um Jón og Séra Jón?
Raunsær (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 22:05
Raunsær, og var það óumdeild ákvörðun? Nei, það er ekki sama Jón og vinir Davíðs.
Marinó G. Njálsson, 14.9.2009 kl. 22:10
Ég ætla nú að vona að sá sem ráðin verður hafi skoðanir, því skoðanalaus maður hlýtur að vera leiðinlegur til lengdar.
Svo komum við aftur að því eigum við að bera ábyrgð á börnum okkar til dauðadags, eigum við að líða fyrir það eða að græða á því að vera í réttum flokki. Segi nú bara svona.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.9.2009 kl. 22:36
Núverandi ríkistjórn verður vera sjálfri sér samkvæm og fara ekki í sama far og fráfarandi ríkistjórnir að ráða vini og vandamenn í ábyrgðastöður.
Raunsær (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.