Mistök Magnúsar Árna ekki mistök Framsóknarflokksins

Mistök Magnúsar Árna Skúlasonar bankaráðsmanns í Seðlabankanum sem sýnir það dómgreindarleysi að vera milligönguaðili fyrir erlent miðlarafyrirtæki og íslenskt fyrirtæki sem starfar á heimsvísu eru mistök Magnúsar Árna en ekki Framsóknarflokksins.

Mér þykir miður að vinur minn hagfræðingurinn Magnús Árni hafi sýnt þetta dómgreindarleysi og gert þessi mistök. Ég hef hvatt hann til þess að segja af sér vegna málsins - sem mér þykir einnig miður - því ég batt miklar vonir við hann í bankaráði Seðlabankans vegna góðrar þekkingar hans og reynslu.

En það er ekki hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar Árna eins og fjölmargir grjótkastarar úr glerhúsum keppast við að gera þessa klukkustundirnar.

Við skulum halda því til haga að Magnús Árni er nýgenginn í Framsóknarflokkinn eftir áratugastarf innan Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarmenn í Reykjavík höfnuðu því að Magnús Árni tæki annað sæti á framboðslista Framsóknarflokksins - nýgenginn úr Sjálfstæðisflokknum.

Ekki vegna þess að Framsóknarmenn hefðu neitt á móti Magnúsi Árna.

Ekki vegna þess að Framsóknarmenn mátu ekki yfirgripsmikla þekkingu og reynslu Magnúsar Árna.

Heldur vegna þess að Framsóknarmenn vildu að Magnús Árni tæki þátt í störfum Framsóknarflokksins og sannaði sig þar áður en hann tæki eitt af efstu sætum framboðslista flokksins sem mögulega myndu skila honum á þing fyrir Framsókn.

Skipan Magnúsar Árna í bankaráð Seðlabankans byggði fyrst og fremst á því að maðurinn er ágætur hagfræðingur og hefur mikla reynslu og þekkingu - ekki hvað síst í því sem snýr að fasteignamarkaði og fasteignalánamarkaði - sem er afar mikilvæg stærð þegar stefna Seðlabankans er mótuð. 

Þá var Magnús Árni í fararbroddi Indefence hópsins sem hélt uppi mikilvægum sjónarmiðum og málstað Íslendinga - sjónarmiðum sem nauðsynlegt er að séu reifuð innan stjórnar Seðlabankans.

Það er því afar miður að Magnús Árni hafi gert þessi afdrifaríku mistök.

Mín skoðun er sú að Magnús Árni eigi að segja af sér vegna þessar mistaka. Ég geri ráð fyrir að hann geri það.

Ítreka enn og aftur að mistök Magnúsar Árna eru ekki mistök Framsóknarflokksins heldur mannleg mistök hans. Það er því ómaklegt að ráðast að Framsóknarflokknum með skítkasti vegna þessa eins og gert er á netinu þessar mínúturnar.

Hins vegar má gagnrýna Framsóknarflokkinn ef flokkurinn tekur ekki af festu á málinu á næstu dögum - sem ég tel að ekki komi til þar sem ég trúi því að Magnús Árni muni segja af sér.

Vil að lokum minna á þaulsetu Jóns Sigurðssonar Samfylkingarmanns - sem fylgdi ekki frábæru fordæmi Sigríðar Ingadóttur flokkssystur sinnar sem sagði sig úr stjórn Seðlabankans vegna mistaka stjórnar bankans á sínum tíma.

Sá tvískinnungur stóð ekki í Samfylkingarfólki sem nú hefur grjótkast úr glerhúsi.

PS.

Magnús Árni hefur nú tjáð sig um málið við fréttasofu RÚV.

Hann vísar því á bug að hann hafi vegið að krónunni og ígrundar nú málaferli á hendur Morgunblaðinu fyrir meiðyrði.

Sjá nánar í fréttinni "Íhugar meiðyrðamál vegna ásakana" á vefsíðu RÚV

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item298019/


mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já einmitt það.  Fyrrverandi Sjálfstæðismaður að sanna sig fyrir nýjum félögum í Framsóknarflokknum.  Hér er ekki slegið slöku við frekar en fyrri daginn.  Aftur og aftur koma nýjir ungar og ef vantar þá eru þeir fengir að láni hjá Sjöllum.   Svo er hirðin sú. 

Rúnar Vernharðsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 10:45

2 identicon

Sæll Hallur

Mér þykir það skjóta annsi skökku við að Framsóknarflokkurinn hafi ekki viljað Magnús í eitt af efstu sætum flokknins, hann hafi þurft að sanna sig áður en svo gat orðið.  En hann þurfti ekkert að sanna sig áður en hann var skipaður í bankaráð Seðlabankans.  Hvernig má það vera, þurfa menn ekki að uppfylla ákveðin skilyrði, að mati Framsóknarflokksins, til þess að sitja í bankaráði Seðalabankans?  Hvers vegna er það? 

Gunnhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 10:51

3 identicon

Mistök - glæpur, dómgreindarleysi - þjóðníðingur, You say tomato - I say tomato.

En auðvitað er þetta það FLokkurinn gerir, hendir fram fullt af flottum tækilegum orðum. Við hin sjáum kúk, þið gyllið, svona er ísland í dag.

sr (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 10:59

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Framsóknarflokkurinn sem slíkur hefur ekkert með þetta að gera heldur persónan sjálf - það er víða pottur brotinn hjá öllum stjórnmálaflokkum en það er ekki gild afsökun.

Kanski ekki ólöglegt og þó pottþétt siðlaust - munum að siðferði er nokkuð sem flestum okkar er kært

Jón Snæbjörnsson, 12.9.2009 kl. 11:04

5 identicon

Kommúnistaflokkurinn í Kína hefur líka þessa sömu kennisetningu. Þar hljóðar hún svona: Flokkurinn hefur alltaf rétt fyrir sér.

Og eins og menn hafa tekið eftir, þá ber Kommúnistaflokkur Kína enga ábyrgð á spilltum flokksforingjum þar fremur en Framsóknarflokkurinn hér. Þetta finnst mér góð tíðindi. Sama hvað á gengur getur maður alltaf stutt og kosið Framsóknarflokkinn, eða Kommúnistaflokkinn - ef maður er Kínverji.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 11:04

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunnhildur.

Það sem lagt var til grundvallar í setu í Seðlabankanum var faglegt, hagfræðilegt mat. Magnús Árni er góður hagfræðingu með mikla þekkingu og innsýn í íslenskt efnahagslíf. Það var á þeim forsendum sem hann kjörinn í bankaráðið.

Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 11:14

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu er formaður Framsóknar ekki ný genginn í Framsókn eða a.m.k. hafði hann ekki starfað í flokknum skv. viðtölum við hann síðasta vetur?

Og þegar maður situr í skjóli flokks í stjórn seðlabankans þá eru störf hans þar á ábyrgð flokksins að einhverju leiti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.9.2009 kl. 11:17

8 identicon

Hárrétt Magnús.  Þess vegna reiknar Magnús að hann segji af sér af sér í stjórn Seðlabankans ólíkt því sem liggur fyrir með Jón Sigurðsson.  Farðu nú að vakna og lesa rétt. 

Þj (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 11:46

9 identicon

Athyglisverð fyrirsögn hjá þér Hallur.

 Ég er líka nokkuð klár á því að flokkar gera ekki "mistök". Það er fólk sem gerir mistök, ekki flokkar og í þessu falli var framsóknarmaður að gera talsvert meira en "mistök".

En það eru nú einu sinn framsóknarmenn sem skipa Framsóknarflokkinn...

Víðir Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 11:53

10 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Nú er maðurinn búinn að „sanna sig" og er þar með hlutgengur til æðstu embætta í Framsókn. Framsókn breytist ekki.

Eiður Svanberg Guðnason, 12.9.2009 kl. 11:57

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er í raun ekkert annað í stöðunni hjá þessum manni Magnúsi Árna en að víkja - látum þetta vera fordæmi fyrir aðra þá sem koma sér í svipaða stöðu þarna eða á öðrum "pólitiskum" vetvangi - sem áður og í dag þurfum við heiðarlegt sem og dugmikið fólk

Jón Snæbjörnsson, 12.9.2009 kl. 12:06

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta eru sjálfsagt smámunir miðað  við alla þá spillingu sem viðgengist hefur undanfarin ár. Nú eru einfaldlega breyttir tímar og menn komast ekki upp með nema brot af því sem áður þótti sjálfsagt, án þess að eftir verði tekið.

Sigurður Þórðarson, 12.9.2009 kl. 12:38

13 identicon

Þetta eru ekki einhver smávægileg mistök, þetta er skítlegt eðli
og hrein landráð í raun.

Maðurinn er ekki það illa gefinn að hann viti ekki að hann er að vinna
gegn hagsmunum íslendinga með þessu.  Hann er að gera þetta til
hygla vinum sínum og sjálfsagt sjálfum sér líka. 

Sýnir að ekkert hefur breyst í framsókn.

Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 12:41

14 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hallur, ég vil þakka þér fyrir hreinskiptna framkomu þína í þessu máli. Heiðarleikinn þarf að sjálfsögðu að ná til allra laga stjórnsýslunnar.

Baldvin Jónsson, 12.9.2009 kl. 12:43

15 Smámynd: Hallur Magnússon

 Frétt á RÚV

 Íhugar meiðyrðamál vegna ásakana

Magnús Árni Skúlason, bankaráðsmaður Framsóknarflokksins í Seðlabankanum, reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri. Hann segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur.

Hann vísar því á bug að hann hafi vegið að krónunni og ígrundar nú málaferli á hendur Morgunblaðinu fyrir meiðyrði.

Magnús Árni hafði samband við forráðamenn ýmissa fyrirtækja hérlendis þar á meðal Össurar og Actavis, til að greiða götu þeirra með svonefnd aflandsviðskipti með gjaldeyri. Hann var milligöngumaður fyrir gjaldmiðlafyrirtækið Snyder. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og tekur jafnframt fram að ekki sé um lögbrot að ræða. Fréttastofa spurði Magnús Árna hvort hann hefði haft samband við íslensk fyrirtæki í þeim tilgangi að koma þeim í viðskipti með íslenskar krónur á aflandsmarkaði.

Hann segir að fyrirtækið Snyder hafi haft sambandi við fyrirtækið hans Reykjavík Economics. Þeir hafi viljað hafa gjaldeyrisviðskipt við íslenska banka og viðskipti við þau fyrirtæki sem séu á undanþágulista Seðlabankans. Um hafi verið að ræða beina fjárfestingu í fullu samráð við Seðlabanka Íslands. Einnig viðskipt með austurevrópska gjaldmiðla sem íslensku bankarnir versli ekki með. Magnús Árni segist ekki hafa grafið undan krónunni. Hans persóna sé ekki svo valdamikil.


Ekkert varð af þessum viðskiptum. Magnús segir að Snyder hafi aldrei greitt honum þóknun fyrir milligönguna. Á fundinum hjá Actavis fóru fulltrúar Snyder hins vegar að ræða um viðskipti með krónuna á aflandsmarkaði. Actavis afþakkaði þau viðskipti. Samkvæmt upplýsingum frá Actavis hefur fyrirtækið aldrei átt í aflandsviðskiptum með íslensku krónuna.

Ragnar Arnalds, varaformaður bankaráðs Seðlabankans, segir að það samrýmist ekki markmiðum bankans að stunda aflandsviðskipti með krónuna. Það sé alkunn staðreynd að gjaldeyrishöftin hafi verið sett á til að koma í veg fyrir að krónan hrapaði. Allt sem torveldi að gjaldeyrishöftin verki sé ekki af hinu góða. Hann geti ekkert fullyrt um hvort bankaráðið fundi vegna þessa.

Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 12:49

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flokkur er ekkert annað en fólk.....fólkið sem skipar þann flokk.  Ekki svona barnalegur Hallur.

Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2009 kl. 12:53

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hallur; það er sennilega rétt hjá þér að sé hægt að kenna Framsóknarflokknum með beinum hætti um gerðir Magnúsar Árna, en flokkurinn ber engu að síður fulla ábyrgð á manninum, þótt hann sé sagður  aðeins vera í flokknum til reynslu. En komi í ljós að forystumenn flokksins hafi vitað af málinu horfir allt annað við.

Talandi um reynslu, sem þú segir Magnús Árna hafa í miklum mæli ásamt yfirgripsmikilli þekkingu þá er þetta veganesti hans ekki fugladrits virði ef því fylgir ekki meira vit og skynsemi en raun ber vitni.

Mannleg mistök M.Á.?? Hvað þarf að vinna lengi í mistökunum, sitja marga fundi um mistökin áður en þau flokkast sem ásetningur eða einbeittur brotavilji?

Ég er sammála þér að M. Á. hlýtur að segja af sér, hann hefur ekki val um annað. En mér þykir það ljóður á þessari ágætu og hreinskiptnu grein þinni Hallur, þegar þú fellur í þá gryfju að reyna að bæta böl M.Á. með því benda á annað verra, sem er seta Jóns Sig í bankaráðinu. Ekki hvarflar að mér að reyna að réttlæta það , til þess skortir mig öll rök.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2009 kl. 13:26

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hallur; það er sennilega rétt hjá þér að ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum með.... átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2009 kl. 13:28

19 identicon

Í fyrsta lagi er MÁ á ábyrgð Framsóknarflokksins í bankaráði. Í öðru lagi þá gekk Sigmundur Davíð, formaður í flokkinn tíu dögum áður en flokksþingið var sett og fékk yfir 400 atkvæði. Geri aðrir betur. Kom hann úr Sjálfstæðisflokki? Ég er ekki hissa. Annars vékstu ómaklega að Jóni (fjára) í pistli þínum. Virtur hagspekingur á heimsvísu. Skildi það ekki Hallur. Átti þetta bara að vera samfylkingarpilla?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 13:42

20 identicon

Þegar að aðrir flokkar gera mistök er það flokkurinn í heild sinni sem gerir mistök.Þegar Framsókn gerir mistök er það mannleg mistök er þetta ekki skilgreining þín Hallur?

Raunsær (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 14:10

21 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigmundur Davíð hafði reyndar verið fulltrúi Framsóknarflokksins í skipulagsráði frá því í ágúst. Hann hafði ekki verið flokksbundinn áður.

Ég vék ekki ómaklega að Jóni í pistlinum mínum. Hann sat sem fastast - þegar hann hefði átt að fylgja formdæmi Sigríðar Ingadóttur - sem sagði sig úr ráðinu. Svo einfalt er það.

Axel Jón.

Ástæða þess að ég tiltók dæmið um Jón var að það voru ansi margir grjótkastarar úr Samfylkingunni sem létu tvískinnung Samfylkingarinnar í því máli sig litu skipta - en eru búnir atilbúnir að ata aur á Framsóknarflokkinn vegna Magnúsar Árna.

Hefði kannske átt að láta það liggja milli hluta - það er rétt hjá þér.

Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 14:12

22 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við erum allavegana sammála um að spillt siðferði er nokkuð sem ekki er látið líðast lengur enda ekki nokkur tími til slíks þrefs í dag - Magnús Árni verður því að víkja, sjálfviljugur eða ekki. Í framhaldinu er svo nauðsinlegt að hafa skírar siðferðisrvinnueglur á þessa svokölluðu stjórnmálamenn þar sem nokkrir þeirra virðast bara ekki skilja almenna kurteisi gagnvart náunganum sem og samfélaginu í heild.

Jón Snæbjörnsson, 12.9.2009 kl. 14:25

23 identicon

Maðurinn er fulltrúi Framsóknarflokksins og er því á ábyrgð hans.  Mistök hans eru mistök Flokksins.

Þar fyrir utan, Hallur, þá er þetta fullkomlega í takt við venjulega starfsemi flokksins, sem vanalega er ekki að vinna fyrir fólkið í landinu heldur að tryggja viðskiptahagsmuni flokksmanna.

Ég nefni hérna sem dæmi þegar Landsbankinn var búinn að gera VÍS að öflugum samstarfsaðila en svo var hann rifinn af honum til að selja flokksgæðingum og í framhaldinu voru allar eðlilegar reglur brotnar til að koma Búnaðarbankanum í hendur réttra aðila!

Dæmin eru miklu, miklu fleiri þar sem hagsmunir flokksgæðinga Framsóknar eru tekin fram yfir hagsmuni þjóðarinnar! 

Hallur, Magnús Árn og verk hans eru bara lítið sýnidæmi um eðli Framsóknar!

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband