Samkeppnishæfi Íslands betra en ætla mætti eftir hrunið!

Þrátt fyrir hrun fjármálakerfisins á Íslandi þá er samkeppnishæfi landsins betra en ég átti von á. Það er gott. Við höfum þá á einhverju að byggja.  Eðlilega fellur landið vegna skorts á efnahagslegum stöðugleika og slæmu mati á þróunarstigi fjármálamarkaða.

Í endurreisn efnahagslífsins verðum við að stækka þjóðarkökuna á ný - en ekki einungis einblína á skattahækkanir og blóðugan niðurskurð.

Við verðum að nýta þó það samkeppnishæfi sem Ísland hefur. Stjórnvöld verða að huga að þeirri hliðinni ekki síður en öðrum þáttum.

Heilbrigðar fjárfestingar erlendra aðilja á Íslandi er ein stoð þess að að byggja upp efnahagslífið á ný. Þar á Ísland að hafa góða samkepnismöguleika - ef við náum að sannfæra erlenda aðilja um að samkeppnisstaða Íslands sé þokkalega góð.

Því þarf hluti af endurreisn Íslands að byggja á markvissri kynningu á kostum landsins erlendis.  


mbl.is Minni samkeppnishæfni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband