Velgengni Magma Energy stórhættuleg?
4.9.2009 | 10:46
Það gengur vel hjá Magma Energy sem er að festa kaup á hlut Orkuveitunnar í HS Orku. Í venjulegu árferði hefði þessi velgengni styrkt fólk í trúnni með að aðkoma Magma Energy að HS Orku og í framhaldinu innspýting fyrirtækisins á 700 milljónum dollurum í framkvæmdir á Suðurnesju væri til góða.
En svo virðist ekki vera hjá þeim sem fallið hafa í áróðursgryfju Vinstri grænna og borgarfulltrúa Samfylkingarinnar - sem greinilega eru á móti því að fá erlent fjármagn inn í landið og á móti uppbyggingu á Suðurnesjum sem miklu máli skiptir fyrir atvinnu- og efnahagslíf landsins.
Nú er það stórhættulegt að Magma Energy gangi vel!
Halló!
Er ekki allt í lagi?
Reyndar verður að halda því til haga að borgarfulltrúarnir eru á öðru máli en ráðherrar Samfylkingarinnar sem eru með erlendri fjárfestingu og aðkomu Magma Energy - ef marka má fyrri orð sumra þeirra að minnsta kosti.
Velgengni Magma vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki í lagi heima hjá þér?
Það er veirð að setja út á samnginn og þau einsöku heimskupör að setja auðlindir þjóðarinnar í hendur einka-aðila í allt að 130 ár. 130 ár, gerirði þér grein fyrir því hvað það er langt? Við verðum báðir orðni vel hreinsuð lík í iðrum jarðar og börnin okkar líka þegar því lýkur. Þetta er ekkert annað en dulbúin einka(vina)væðing og mun verða þjóðinni ansi dýr þegar upp er staðið en ykkur Framsóknarmönnum er svo sem skítsama um það, almeningur er eitthvað sem á bara að blæða fyrir vini ykkar.
Svo er það samningurinn hjá Reykjavíkurborg. 1,5% vextir á óverðtyggðu kúluláni með talsverðir gengisáhættu til 7 ára sem er algjört rugl og mun betri vextir en t.d. Bandaríkjunum bjóðast. Á sama tíma er OR að greiða af láni til Hafnarfjarðar fyrir hlutinn í HS með 4,5% vöxtum og stórtapar á því.
En það er ekki nóg því að ég hef í höndunum núna útreikinga byggða á þeim forsendum sem komið hafa fram og þeir sýna að Orkuveita Reykjavíkur sem er sameign almennings í borginni en ekki einhverra klíkubræðra og vina Finns Ingólfssonar, mun tapa á þessum viðskiptum um 9,4 milljarða króna. Er það í lagi? Finnst þér virkilega réttlátt í flokksskotgröfinni þinnni að almenningur verði látinn greiða það?
AK-72, 4.9.2009 kl. 10:56
Elsku karlinn minn.
Hver segir að það gangi vel hjá Magma?
Ross Beaty segir sjálfur að ekki megi búast við hagnaði næstu árin.
Velgengnin sem þú talar um eru viðbrögðin á hlutabréfamarkaðinum. Það er allt annar hlutur.
En þau viðbrögð endurspegla væntingar hluthafanna um þann gróða sem Magma ætlar að sækja til Íslands.
Og þú þarft að borga fyrir það, og arðurinn verður fluttur úr landi til hluthafa Magma.
Ertu blindur?
Sigurjón Jónsson, 4.9.2009 kl. 10:56
Legg til að við seljum 30% loðnukvótans til útlanda, nei fyrirgefiði, bara nýtingarrétt til 65 ára, framlengjanlegan um önnur 65 ár. (Við myndum aldrei selja auðlindina sjálfa).
Það myndi gefa okkur massa mikinn erlendan gjaldeyri sem okkur bráðvantar.
Eða eruð þið á móti því að fá erlent fjármagn inn í landið??
Skeggi Skaftason, 4.9.2009 kl. 11:04
Já Skeggi og það myndi spara olíu og mannafla hjá kvótagreifonum.
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 11:28
best að selja fiskinn til næstu 65 ára eða svo, hér vill ekki nokkur maður vinna við þetta hvort sem er
Jón Snæbjörnsson, 4.9.2009 kl. 11:48
Góð hugmynd að leigja fiskveiðiréttinn til breta t.d. og það út yfir gröf og dauða líka. Við þurfum ekki að örvænta yfir því. Við eigum eftir sem áður landgrunnið og fiskinn í sjónum.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 12:01
Þegar einhver segir að það gangi allt "Rosalega vel og að allt sé í rosa flottum málum" þá fyrst borgar sig að fara að kanna málið betur. Þetta eru oft skýr merki þess að allt sé að fara fjandans til ... við Íslendingar höfum víst góða reynslu fyrir slíku!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.9.2009 kl. 12:11
AK-72
Hvenær ætlar þú að fatta að samningurinn er í dollurum - ekki íslenskum krónum. Hvernig ætlaðir þú að "verðtryggja" dollarann? Tengja hann við íslenska neysluvísitölu?
Dollarinn er reyndar "verðtryggður" því dollararnir sem Orkuveitan fær verða notaðir til þess að greiða skuldir í dollurum - sem eru jafn "óverðtryggðir" dollarar og dollararnir sem Orkuvetian fær. Hættu því þessu bulli með verðtrygginguna.
Það er heldur engin gengisáhætta af sömu sökum - dollararnir eru notaðir til að greiða lán í dollurum - ekki krónum.
Hættu því þessu bulli um verðtryggingu og gengisáhættu - það á ekki við - og gefur mönnum kjánahroll.
Þeir reikningar sem þú ert með í höndum eru einfaldlega rangir.
Ekki veit ég hvað Finnur Ingólfsson hefur með málið að gera - en reynsla undanfarinna mánaða er þannig að það er 99% öruggt af ef menn eru rökþrota - þá fara þeir að tala um Finn Ingólfsson.
Fyrri viðskipti Orkuveitunnar við Hafnarfjarðarbæ - sem gerðir eru í íslenskum krónum hefur mest lítið með sölu á hlutnum að gera. Þær krónur verður Orkuveitan að greiða hvort sem hún nær að selja hlutinn á besta verði sem býðst í dag - eða á brunaútsölu á miklu mun lægra verði í lok ársins.
Bílalánið sem tekið var fyrir tveimur árum og var þá 80% af bílnum - en er nú 210% af markaðsvirði bílsins - það lækkar ekki - né afborganir af bílnum heldur þótt þú náir að selja bílinn.
Ef þér er gert skylt að selja bílinn og færð 90% af því verði sem þú keyptir hann á - í stað þess að bíða og fá kannske bara 50% eða 40% af verði bílsins - þá selur þú - óháð því hvað bílalánið stendur í.
Aðrar athugasemdir um stöðu Magma undirstrika það sem ég segi í pistlinum.
... og að lokum til ykkar kvótakóngana sem takið samlíkingu við fiskveiðar - værum við ekki betur stödd ef þjóðin hefði gengið strax frá því að leigja kvótann til útgerðarmannana - i stað þess að nánast gefa hann?
Hallur Magnússon, 4.9.2009 kl. 14:02
Bíddu hvaða forsendu hefur þú fyrir því að útreikingarnir séu rangir sem eru í mínum höndum og verða birtir þegar leyfi fæst? Þú hefur ekki einu sinni séð þá enn en getur ekki komið fram sjálfur með hver hagnaður/tap OR er af þessum samning. Þú hlýtur að hafa í höndunum tölur um stórkostlegan ávinning afþessu, hlýtur að geta sannað fyrir alþjóð að vð Reykvíkingar séum ekkki að tapa 5-9,5 milljörðum af þessu og að við séum ekki að glata yfirráðum yfir auðlindini í 65-130 ár í hendur skúffufyrirtækis í Svíþjoð. Fjandinn hafi það, svo eru veð í hlutabréfum, hlutabréfum sem eru skeinipappír eins og við höfum komist að og erum að borga nú.
Og skoðum þetta með skuldabréfið í dollurum, já, það er rétt hjá þér að það er í dollurum en það hefur talsverða gengisáhættu sem rýrir verðgildi þess. Ekkert nema óljóst hjal um tengsl við álverð semekkert segir. Og hvað sem þú segir um óverðtryggt, þá er EKKKERT sem sést um að verðgildi lánsins rýrist ekki og við borgarbúar sitjum uppi með einstaklega skertan hlut eftir þetta allt saman. Þessir 1,5% vextir sem eru lægri heldur en Bandaríkin sem eru með topp lánshæfiseinkunn fá eða 3% samkvæmt Bloomberg, eru algjörlega út í hött og munu skila engu.
Á sama tíma erum við að greiða háa vexti til Hafnarfjarðar og peningarnir sem koma inn verða notaðir til þess að greiða af því. Hvaða rugl er það? Við fáum ekkert út úr þessu nema það að auðlindirnar eru gefnar misyndismönnum sem þú og þínir líka skríða fyrir í von um að brauðmoli falli af gnægtarborðinu.
Og hvað varðar Finn, þá hefur það sannað sig að fyrsta spurning sem á að spyrja þegar kemur að Framsóknarflookknum er: Hvar erFinnur? Og gettu hvað, ég fann hann eins og ég benti þér á: hann á í gegnum VGK Invest hlut í Geysi Green sem á HS Orku og miðað við hvað þú og þínir félagar í Framsókn hamist í vörn fyrir þennan skítasamning, þá er maður fullviss um það að S-hópurinn eða aðrir útrásarvíkingur, jafnvel Rio Tinto, séu á bak við þetta.
Maður þekkir of vel hvernig þið hafið hagað ykkur í gegnum tíðina og hvernig þið hafið makað krókinn á kostnað þjóðarinnar og ætlið að nýta ykkur kreppuna til að græða á þessu.
Og þessi samlíking við kvótann er bara fín, lýsir best firrunni sem er í gangi með þennan samning.
Og hvað varðar Magma, þetta fyrirtæki sem enginn veit hver á og getur ekki fengið lán erlendis að því virðist, er að eignast yfirráð yfir auðlindum þjoðarinnar á Suðurnesjum í gegnum skúffufyrirtæki, hefurðu spáð í því? Og hvað varðar þennan Ross Beatt, þá starfar hann sem nokkurskonar Gordon Gekko. Hann kaupir fyrirtæki, hann hlutar þau niður og selur svo til annara aðila og hugsar fyrst og fremst um "quick cash."
Viltu virkilega láta auðlindir þjoðarinnar í hendur á slíkum hýenum?
AK-72, 4.9.2009 kl. 14:30
Og eitt enn, talan 5-6 millljarðar í tap fyrir Reykvíkinga er fengin frá Fjármálastjóra Reykjavíkurborgar .
AK-72, 4.9.2009 kl. 14:33
Hallur er greinilega að tryggja sér "öruggt" sæti á framboðslista framsóknar við næstu sveitastjórnarkosningar. Hann veit að eftir miklu er að slægjast í sambandi við pólitíska bitlinga, sérstaklega hjá flokki sem er opinn í alla enda
Ef ekki þá hefur hann verið ráðinn af flokknum til að verja vonda stjórnsýslu framsóknar í borginni. Hvort heldur sem er þá er þessi blinda flokkshollusta til marks um spillt hugarfar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.9.2009 kl. 15:36
Félagar, hættið þessu skítkasti út í Hall vin minn. Þetta er maður með metnað innan Framsóknar enda er tekið fram á heimasíðu hans að Hallur sé "okkar maður á blogginu". Það skiptir ekki máli hvaða skít Framsóknarmenn eru að vaða, tryggir félagar verja þá út fyrir gröf og dauða. Þetta er eitthvað sem Hallur veit en einhverra hluta vegna vill ekki skilja og deila með okkur (skrýtið ??).
thin (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 16:19
AK-72
"Tap" Rekjavíkurborgar á samningi við HS Orku upp á 5-6 milljarða hefur þú ekki fengið hjá fjármálastjóra borgarinnar.
Hins vegar getur verið að þú hafir fengið gögn frá fjármálastjóra borgarinnar sem þú hefur notað og sett inn í þína reikniformúlu.
Svona eins og Sigrún Elsa sem margoft hefur verið leiðrétt með sínar forsendur í úrtreikningum þótt frumgögn hafi verið rétt.
Ætla ekki að elta ólar við þig út af Finni Ingólfssyni. Stend við það sem ég segi að í 99% tilfella þegar fólk slettir hans nafni fram í svona umræðu - þá er það þegar fólk er komið í rökþrot.
Þú staðfestir reyndar þá staðreynd að verðtrygging og gengistap hefuer ekkert að gera með þá dollara sem við fáum - og notum til að greiða lán í dollurum.
Get tekið undir að það hefði verið gott að fá hærri vexti - en það var bara ekki í boði.
En hafðu samt góða helgi gæskurinn :)
Hallur Magnússon, 4.9.2009 kl. 16:19
Voðalega er eitthvað lítilmannlegt af þér að tala niður til Agnars
Hvernig væri að svara kommentunum hans frekar á málefnalegan máta Hallur....eða þegja ella
Heiða B. Heiðars, 4.9.2009 kl. 16:21
Hæ, thin!
Ekki vissi ég að ég væri titlaður "okkar maður á blogginu" hjá Framsókn :)
En já, ég ver Framsóknarflokkinn þegar að honum er vegið ómaklega - sem er ansi oft - því það virðist hjá mörgum vera talið eðlilegt að geta logið nánast öllu upp á flokkinn og flokksfólk án nokkurra raka. þegar vegið er að Framsókn telja margir að ekki þurfi að rökstyðja slíkt. Ekki frekar en það var ekki talið tiltökumál að berja gyðinga sér til gamans í 3. ríkinu.
En ég gagnrýni hins vegar flokkinn líka hart þegar það á við.
Það vita þeir sem fylgjast reglulega með blogginu mínu.
Hallur Magnússon, 4.9.2009 kl. 16:24
Heiða.
Hver er þessi Agnar og hvenær hef ég talað niður til hans?
Hallur Magnússon, 4.9.2009 kl. 16:27
Sæl Hallur.
Ég var búin að bjóða þér í smá rýni en einhverra hluta hefur þú ekki en þegið það, sem ég skil mætavel eftir lestur þinn hér að ofan. Nei ég hef aldrei séð þig gagnrýna hvernig ,sem dæmi, Finnur Ingólfsson, Helgi Guðmundsson og fleiri góðir og gegnir Framsóknarmenn, hafa hagað sér og notað sér aðstöðu sína til að raka að sér féi í gegnum flokkinn. Ekki sé minnst á pabba formannsins og fleiri. Listinn er svo langur Hallur minn (eins og þú veist) að manni flökrar við tilhugsunina að sjá þennan flokk komast til valda seinna meir. Eins og ég sagði áður Hallur minn að sporinn þau hræða.
Hafðu góða helgi
thin (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 16:36
Agnar er bara ....maður sem er ekki sammála þér. Viltu fá að vita einhver nánari deili á honum??
Og þú hefur talað niður til hans í þeim svörum sem þú hefur beint til hans hérna.
Skil vel ef þú vilt ekki gangast við því...og etv var það ekki ætlun þín. En þú gerir það samt.
Heiða B. Heiðars, 4.9.2009 kl. 16:46
3. september 2009
Erlend staða þjóðarbúsins
2. ársfjórðungur 2009
Næsta birting: 26. nóvember
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir
Annað tengt efni
Baldur Fjölnisson, 4.9.2009 kl. 16:59
http://www.nationalpost.com/related/topics/story.html?id=1728965
Er þetta það sem að kallast velgengi??? !!
Könnumst við ekki við svipaða velgengi allt fram til 2008 þegar hlutabréf og verðmæti fyrirtækja voru töluð upp eða hreinlega peppuð upp með innherjaviðskiptum og blekkingum.
Halló!!! Er ekki í lagi með suma sem aldrei virðast draga lærdóm af sögunni þrátt fyrir það að titla sig sagnfræðinga!!!!
Tæpast geturðu verið svo vitlaus og ég vil ekki ætla þér það en þá ertu einfaldlega siðlaus og á þeim buxunum að maka krókinn á eh bitlingum frá framsókn og Finni vini þínum eins og margir gefa ítrekað í skyn.
AK - 72 er margbúinn að útskýra fyrir þér hvað felst í þessum samningi og hversu slæmur, siðlaus og vondur hann sé fyrir land og þjóð og þú virðist ekkert skilja þrátt fyrir skýra, einfalda og vel skiljanlega framsetningu hjá honum.
Líttu í spegil og spyrðu sjálfan þig að því hvaða mann þú hafir að geyma!
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 18:03
Sjáum nú ti, best að hluta aðeins svarið þitt niður til að gera hlutin einfaldari:
"Hallur
"Tap" Rekjavíkurborgar á samningi við HS Orku upp á 5-6 milljarða hefur þú ekki fengið hjá fjármálastjóra borgarinnar.
Hins vegar getur verið að þú hafir fengið gögn frá fjármálastjóra borgarinnar sem þú hefur notað og sett inn í þína reikniformúlu.
Svona eins og Sigrún Elsa sem margoft hefur verið leiðrétt með sínar forsendur í úrtreikningum þótt frumgögn hafi verið rétt."
Svar:
Sjáum nú til, í frétt um þetta mál og það frá Sigrúnu Elsu kemur þetta.
"Samkvæmt umsögn Fjármálastjóra Reykjavíkurborgar um útreikning á núvirðingu sem lögð var fram íborgarráði 26. ágúst sl. samsvarar tilboðið sem fyrir liggur genginu 4,93 sé miðað við 10% ávöxtunarkröfu. Í þeim útreikningum hefur verið tekið tillit til væntrar álverðshækkunar en skuldabréfið er tengt álverði að hluta. Sé ekki gengið útfrá hækkun álverðs samsvarar tilboðið enn lægra gengi eða 4,4 mv. 10% ávöxtunarkröfu.
Miðað við þessar forsendur tapar því OR 5-6 milljörðum á viðskiptunum"
Ekkert hefur enn verið rengt með þetta, engir útreikningar hafa veirð birtir né sýndir sem draga þetta í efa. Bara hefðbundið ámótlegir fýluhljóð frá Hönnu Birnu sem getur ekki dottið út úr:"Við Sjallar góóóðir, Samflyking vond, við ekki hlusta á vonda fólkið"-hamnum, eisn bjánalegt og það hljómar. Fjandinn hafi það, er þetta leikskóli þarna? Eru þetta heimskingjar í ráðhúsinu sem tala bara eftir flokkshendinni sem er upp í rassgatinu á þeim, svona þess á milli sem þau hanga á Facebook á fundum? 'Eg vill sjá þessa útreikingina hrakta með tölfræði og forsendurnar uppgefnar áður en maður tekur mark á svoleiðis skætingssvari. Sgirún hefur allavega fyrir því að sýna forsendurnar, nokkuð sem sést ekki frá borgarstjórn.
Hvað varðar hina útreikningana sem ég hef undir höndum og sýna 9,4 milljarða tap, þá eru þeir framkvæmdir af óháðum aðila sem horfir á þetta utna frá. Sá tók þær forsendur sem hafa komið fram og miiðað við þær og mjög skýra framsetningu, þá er þessi samningur algjör óhæfa sem enda sem byrðar á almenningi og varla á bætandi við 210 milljarða skuldir OR. Ekki má svo gleyma því að OR er að losa sig við fyrirtæki sem skilar þeim arði og hefur gert það en nei, það er stokkið á þetta tilboð eins og heróin-sjúklingur á kattarskíts-blandað fix. Skilar smá sælu en hefur einstaklega alvarlegar afleiðingar í för sér, ekki bara um tíma heldur til eilífðar.
Hallur:
"Ætla ekki að elta ólar við þig út af Finni Ingólfssyni. Stend við það sem ég segi að í 99% tilfella þegar fólk slettir hans nafni fram í svona umræðu - þá er það þegar fólk er komið í rökþrot."
Svar:
Þú um það, en þar sem er Framsókn, þar er Finnur. það er staðreynd sem þið komist ekki undan enda er bólfimi hans með Framsókn landsfræg, sérstaklega við einkavæðingu bankanna þar sem rúmleikfimi hans með Framsóknar-maddömunni skilaði honum heilum banka á spottprís. Skil reyndar ekki ef þið viljið ekki játast við honum eins og hverjum öðrum kynsjúkdóm, að þið skuluð ekki sparka honum og S-hópnum út úr flokknum. En annars er þetta útúrsnúningur að röfla um að FInnur tengist ekki neitt málunum eins og ég hef bent á.
Hallur:
"Þú staðfestir reyndar þá staðreynd að verðtrygging og gengistap hefuer ekkert að gera með þá dollara sem við fáum - og notum til að greiða lán í dollurum."
Já, enda var það illa framsett hjá mér en það breytir því ekki að lánið er étið upp á verðbólgu miðað við vexti og annað. Auk þess má benda á að þetta er þvílíkt vitlaust framsett kaupverðið því það er talað um í krónum sem 12 milljarða en að öllum líkindum mun upphæðin verða talsvert lægri í krónutölu, þegar dollarinn hækkar. Auk þess hef ég ekkert séð um að OR sé skilyrt að nota lánið til að borga annað lán í dollurum og miðað við sauðheimsku stjórnmálamanna sem komast í opnibera sjóði þá verður þetta notað fyrir fyllerí eða í brúnkukrem handa Björn Inga.
Hallur:
"Get tekið undir að það hefði verið gott að fá hærri vexti - en það var bara ekki í boði."
Bara ekki í boði? Var OR að taka lán? Víst var það í boði, það hefði verið hægt að senda til baka tilboðið með bremsufarinu á og með miða:"Haldið þið að við séum slefandi fávitar?" og bent á vextina og hversu óhagstætt þetta tilboð var. Þessir vextir eru fyrir neðan allar hellur eins og ég benti á með samanburði við BNA og algjörlega óásætttanlegir og niðurlægjandi. Þetta mun skila talsverðu tapi fyrir OR þegar upp er staðið, þ.e.a.s. ef þetta lán fæst nokkurn tímann borgað.Auk þess er það í hæsta máti óeðlilegt að semja við fyrirtæki sem ekkert er vitað um, búið að vera eitt ár að störfum og virðist ekki geta fengið lán erlendis heldur þarf að láta Reykjavíkurborg borga með.
Hallur:
"En hafðu samt góða helgi gæskurinn :)"
Sömuleiðis, kútur.
AK-72, 4.9.2009 kl. 20:14
Ætlar Hallur ekkert að bregðast við?
Heiða B. Heiðars, 5.9.2009 kl. 10:23
Kæri Hallur,
Ég efast ekki um að þú viljir þjóðinni það sem er okkur fyrir bestu. Þess vegna bið ég þig að hugsa aðeins nánar út í þetta mál.
HS orka er mikið gróða fyrirtæki, hagnaður á síðasta ári var um 5,4 milljarðar. Gróðinn er tilkominn vegna orkusölu. Finnst þér réttlætanlegt að þessi gróði eigi að fara í vasa erlends fyrirtækis?? Fyri utan það að þennan gróða er auðveldlega hægt að auka til muna með því að hækka verðskrá á orku til almennings. En orkuverð á Íslandi er mun lægra en annarstaðar í Evrópu. Það mundi þýða tvöfalt verri stöðu okkar, hærra orkuverð og tapaðan gróða til einkaaðila á okkar eigin orkulind.
Ekki flana að neinu, nóg hefur verið gert að því.
Með von um að þú spáir betur í þetta.
Virðingarfyllst,
Kristín Hildur Kristjánsdóttir
Kristín Hildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 11:07
Í Vikulokin 05.09.2009 Spyrjandi: Hallgrímur Thorsteinsson Svör : Óskar Bergsson
Spurning: "..... annað aðalatriði sem er gagnrýnt í þessu er að miðað við þetta leiguverð á nýtingunni þá eru menn ekki endilega að fá það sama og þú ert að segja að Orkuveitan sé ða fá úr sinni vinnslu og þetta er erlendur aðili og þessi arður fari úr landi. Hvaða trygging er fyrir því að þetta sé nýtt áfram. ".
ÞÖGN
ÓB : " Forstjóri Magma hefur tilkynnt það og lýst því yfir að hann muni nýta arðinn af starsemi fyrirtækisins til atvinnu uppbyggingar á landinu , HT:"Það er eitthvað sem hann segir hvar er tryggingin " ÓB: " Ef menn skoða eiginfjárhlutfall Hs Orku þá blasir það við þá vantar þetta fyrirtæki aukið eigið fé þetta fyrirtæki er með 0,18% eiginfjárstöðu sem segir en mörg orð og þarf að fara út í hlutafjáraukningu......................."
Það er semsé engin trygging fyrir því að aðurinn verði hér í landinu áfram og í öðru lagi þá er verið að fara út í hlutafjáraukningu, fyrir hvern ?????
thi (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 13:29
Þessi Ross Beaty var stofnandi og stjórnarformaður Pan American Silver Corp. sem er með námur víða í S-Ameríku, Mexíkó, perú og s.frv.
Það sem mér finnst einna merkilegast við þróunina í samb, við jarðorku og umrædd kaup - er að mikið hefur verið talað um (ogþá meina eg mikið) hvílík ógn og skelfing það væri ef erlendingareignuðust sjávarútvegsfyrirtæki. Það þýddi bara nánast, skildist manni, heimsendi.
Um þetta hafa verið skrifaðar langar greinar og margar td. á bloggum margskonar.
Þeta er í sjálfu sér alveg sama eðlis - nema að miklu mun líklegra er að hagnaður af viðomandi auðlind fari beint úr land. Miklu miklu líklegra. (enda í inu tilfellinu reglur esb sem aftra og koma í veg fyrir það.
Þetta hefur td. verið mjög í umræðnni hjá nokkrum hægrisjallamönnum.
En hvað skeður núna ? Jú, þetta er bara hið besta mál !
Svona er nú veröldin skrítin stundum og margslungin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2009 kl. 15:22
Hallur; í öllum bænum kynntu þér þetta mál ofan í kjölinn. Ekki taka gott og gilt það sem félagar þínir segja í flokknum. Við þurfum á því að halda að þetta mál sé skoðað sem samfélagsmál ekki sem flokksmál.
Heiða B. Heiðars, 5.9.2009 kl. 15:56
Heiða.
Það er verið að skoða þetta mál sem samfélagsmál - brýnt samfélagsmál.
Þú ert ekki með einkarétt á skoðunum á því hvað sé rétt eða rangt fyrir þjóðina - þótt þú talir fyrir ákveðn hóp samfélagsins - stundum minnihlutahóp og stundum meirihlutahóp.
Þú sakar mig um að tala niður til fólks sem þú nafngreinir - en hvergi koma fram.
Er Agnar einn af þessum hugleysingjum sem fela sig á bak við dulnefni, vega að fólki úr launsátri með órökstuddum staðhæfingum og rógi og eru ekki menn til þess að standa fyrir máli sínu í eigin persónu - augliti til auglitis?
Virði það við þig að þú segir það sem þér finnst undir nafni og við hvern sem er.
Hallur Magnússon, 5.9.2009 kl. 18:53
Ég er sá Agnar og fel mig ekki á bak við dulnefni þó á yfirborði sé. Það vita allir sem nenna að kíkja en lengra á yfirborðið, og ég er alveg tilbúinn til þess að standa fyrir framan menn og ræða málin.
Og svona ef þú vilt ástæðuna á bak nafninu, þá er það samsett úr tveimur stöfum úr fullu nafni og fæðingarári. Tók það upp vegna þess að ég var eitt sinn að fjalla um innflytjendamál og annað sem er nónó í augum sumra sem telja að eigi að mismuna fólki byggt á uppruna og trú og vildi því að það væri þá smá "buffer" á milli nafnsins og netsins.Einnig þar sem ég þekkti og hafði upplifað að manneskjum nærri mér hafði veirð hótað vegna pólitískra skoðana og gagnrýni á þáverandi stjórnvöld.
Og hvað gerðist? Það var haft upp á mér, mér sendir póstar sem ollu frekar miklum óþægindum frá frekar sjúkum einstaklingi sem fær að básúna hatur sitt á Ómega m.a.s Frekar "creepy" þá en er í dag bara sorglegur vitnisburður um íslenskt samfélag þá. En mér hefur ekki enn verið hótað vegna skoðanna minna, enda þýðir það bara einfaldlega algjört stríð af minni hálfu og vei þeim sem slíkt gerir.
AK-72, 5.9.2009 kl. 19:10
Og svo ég bæti aðeins við þetta. Nafnleysi hefur bæði kosti og galla með sér og í samfélagi óttans sem Ísland var þar sem skoðanakúgun viðgekkst og jafnvel viðgengst enn, þá er það e.t.v. nauðsyn til að sumt fólk geti opnað sig og tjáð sig án þess að eiga hættu á því að missa vinnu eða ættingi missi vinnu vegna skoðana sinna.
AK-72, 5.9.2009 kl. 19:12
Sorry Hallur...áttaði mig ekki á því að þú settir ekki samasem merki á milli AK-72 og Agnars :)
En ég fer ennþá fram á að þú skoðir það sem hefur komið hérna frá Agnari. Ég hef nefnilega óþægilega á tilfinningunni að hann fari með rétt mál.
Þess vegna fer ég fram á það við þig að þú skoðir það án þess að setja upp framsóknargleraugun
Heiða B. Heiðars, 5.9.2009 kl. 19:18
Það að geta tjáð sig nafnlaust er nauðsynlegt fyrir opna lýðræðislega umræðu. Þegar fólk talar fyrir því að banna nafnleysi hefur maður á tilfinningunni að þannig fólk vilji ekki opna umræðu og hafi jafnvel eitthvað að fela.
Kommentarinn, 5.9.2009 kl. 19:32
Sæll Hallur
Mér finnst þessi pistill þinn heldur einfaldur í rökfærslu.
1. Fólki er ekki illa við að fyrirtækjum gangi vel. í þessu tilfelli er það ekki til umræðu. Spurningin er hvort við viljum að fyrirtækjum gangi vel vegna einokunnarstöðu sinnar vegna aðgangs að takmörkuðum auðlindum gegn lágu gjaldi.
2 Stjórn og eignarhald á orkufyrirtækjum ræður framtíðar atvinnuuppbyggingu og framtíðarlífskjörum í löndum.
3 Auðvitað skiptir máli fyrir suðurnesjamenn að fá pening inní samfélagið en þetta gerist núna og hvað gerist í framtíðinni? verður þetta til þess að orkugeirinn þróist á sambærilegan hátt og hann hefur gert til dæmis í Bretlandi og annarsstaðar þar sem hann hefur verið einkavæddur eða verður þetta enn verra og svipað ástand og í Californiu?
4. Ætlum við í framhaldinu að láta HS orku, í meirihlutaeigu Magma og GGE nýta forkaupsréttinn í Þeystareykjum?
Það er alveg ljóst að hér eru miklir hagsmunir í húfi og það skiptir máli hverjir eigendur þessarra fyrirtækja, þess vegna kalla ég ertir grundvallar umræðu um þessi mál. Stefnumörkun áður en þetta verður látið gerast af sjálfu sér með ófyrirsjánalegum afleiðingum
Sævar Finnbogason, 6.9.2009 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.