Ætlar Steingrímur að láta Orkuveituna vita af þessu?

Ætli Steingrímur J. muni láta Orkuveituna vita af því að lífeyrissjóðirnar muni kaupa meirihluta í HS Orku?  Eru lífeyrissjóðirnar búnir að samþykkja kaup á hlut Orkuveitunnar í HS Orku?

Ég bara svona spyr af því að Steingrímur var ekki búinn að láta stjórnarformanninn vita seinni partinn í gær - en tilboð Magma Energy rennur út í fyrrmálið.

Reyndar hefur það verið aðdáunarvert hvernig formaður Orkuveitu Reykjavíkur Guðlaugur Gylfi Sverrissons hefur haldið á málum vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur til Magma Energy - þótt eitthvað hafi skort á tjáskipti fjármálaráðherra við OR.

Yfirvegun Guðlaugs Gylfa skilar hærra auðlindagjaldi frá Magma Energy


mbl.is Eignast meirihluta í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Magna er þvinguð sala. Orkuveitan er að hlýða tilskipun Samkeppniseftirlits og VERÐUR að hlýða henni. Steingrímur j. Sigfússon, fjármálaráðherran sem hafði efni á að eyða 16 milljörðum í Sjóva, er núna að blása reyk útum afturendann, með allt annað en ásetning um að ganga inn í kaupin. Vinstri Græn eru svo hjákátlega sorglegur flokkur án skoðana.
Ef þeim er þetta hjartans efni, hví er þá ekki slegið til og hluturinn keyptur ? Hvers á Orkuveitan að gjalda fyrir það að hafa reynt að selja þennan hlut hér innanlands án árangur, fær gott tilboð frá Magma og þarf nú að taka þátt í leikriti Steingríms J.

Rísið undir stefnu ykkar Vinstri Græn og kaupið þennan hlut strax í dag, eða hættið uppfærslu þessa leikrits.

Haraldur Baldursson, 31.8.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hvað kom fyrir VG?    Það mátti alls ekki setja fjármuni almennings í áhætturekstur á meðan REI málið stóð sem hæst.  Núna má nánast þvinga lífeyrissjóðina út í þennan rekstur.  

Verður flokkurinn ekki að hafa einhverja stefnu í málinu ?

G. Valdimar Valdemarsson, 31.8.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband