Reykjavík heiðarleg og vönduð alþjóðleg fjármálamiðstöð!
29.8.2009 | 12:27
Íslendingar eru dálítið bældir þessa dagana þegar rætt er um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð. Sumum finnst hugmyndin orðin tragikómísk jafnvel hljóma nánast eins og lélegur klámbrandari.
En það er engin ástæða til. Íslendingar eiga að bera höfuðið hátt og láta umheiminn vita að Íslendingar ætli áfram að taka þátt í fjármálalífi heimsins og setja á fót heilbrigða, heiðarlega og vandaða fjármálamiðstöð á Íslandi.
Það er nefnilega alveg ljóst að Íslendingar eiga fjöldan allan af vel menntuðu, vönduðu og góðu fólki í fjármálalífinu sem hefur nú yfir mikilli reynslu að ráða.
Það má ekki láta hrun bankakerfisins, mistök og glæfralega útrás einstakra fjárglæframanna verða til þess að gengisfella íslenskt bankafólk. Við eigum að snúa því sem við höfum gengið í gegnum upp i styrkleika til framtíðar! Við erum með mannafla og þekkingu til þess!
Hverjir eru betur til þess fallnir að byggja upp heiðarlega og heilbrigða alþjóðlega fjármálastarfsemi en þeir sem gengið hafa í gegnum hrikalegar afleiðingar mistaka á því sviði?
Við eigum að læra af mistökunum og deila þeim lærdómi með öðrum!
Við eigum að stefna að því að Reykjavík verði mikilvægur hluti alþjóða fjármálakerfisins.
Og við eigum að byrja þá uppbyggingu á mánudaginn.
Semja verði aftur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Hallur. Það er gott og heilbrigt að vera bjartsýnn. Í þessu tilfelli er þó bjartsýnin út úr korti óraunhæf svo vægt sé til orða tekið. Svo ég sé hreinskilinn finnst mér þessi hugmynd vera eins og svartur klámbrandari frá City í London. Það mun taka í það minnsta nokkur ár - líklega áratug - fyrir Ísland/Reykjavík að öðlast einhvern trúðverðugleika sem eitthvert alþjóðalegt fjármálalegt fyrirbrigði með jákvæðum formerkjum. Þetta var "2007" umræða. VIð getum alveg stefnt að þessu en lets face it. Það er líklega eitthvert vonlausasta verkefni sem ein þjóð getur farið í um þessar mundir. Bíðum í a.m.k. 4-5 áður en við leyfum okkur að spá í þetta. Það er hægt að stefna að jákvæðari ímynd lands og þjóðar svona almennt séð en alþjóðleg fjármálamiðstöð á Íslandi. Held ekki...
Guðmundur St Ragnarsson, 29.8.2009 kl. 13:12
Ætli það þurfi ekki fyrst að sýna umheiminum OG starfsfólki bankanna hver er munurinn á réttu og röngu.
Doddi D (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 13:13
Ég held að aðallærdómurinn sem draga má af því sem skeð hefur sé að sjálfstæðisflokkurinn má ekki komst til valda og að hér hafi ekki verið miðstöð fjármála heldur vettvangur glæpastafssemi.
Furðulegt að láta sér detta í hug að lærdómurinn eigi að vera að halda þessu áfram.
Þessi bloggfærsla sýnir vel að sjálfstæðismenn hafa ekkert lært og mega alls ekki komast til valda.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.8.2009 kl. 14:09
Komið þið sæl !
Guðmundur St og Jakobína !
Hallur síðuhafi Magnússon; hrekklaus drengur og vel meinandi, hefir ekkert lært, af þeim hörmungum, hverjar yfir okkur ganga, og hafa gengið.
Og; fjarri því; að fyrir enda þessarra óskapa sé séð, í náinni - né; fjarlægari framtíð, því miður.
Því; skulum við, fyrirgefa Halli óvitaskap hans - sem fákunnáttu alla, hvað þessum málum viðvíkur.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 14:48
Þessi hugmynd er arfavitlaus goggunarröð. Bankarnir fyrst, þannig að heimili og fyrirtæki komi veltunni af stað. Hugmyndin verður að bíða betri tíma, t.d. á föstudaginn kemur!!
365, 29.8.2009 kl. 14:57
Ég get fallist á að bíða fram á föstudag!!!
En án gríns. Auðvitað er á brattan að sækja - en við eigum ekki að gefast upp. Það er heimskulegt að nýta ekki þá dýrmætu þekkingu og reynslu sem fjöldi Íslendinga hafa öðlast í störfum sínum í fjármálaheiminum - á alþjóðavísu!
Það er heimskulegt að láta þá reynslu og þekkingu glutrast. Þá eigum við ekki góða fjárhagslega framtíð í vændum.
Það er arfavitlaust að setja upp goggunarröð.
Það á að að vinna á mörgum sviðum samhliða.
Guðmundur St. Það er einmitt mikilvægt að hefja strax að vinna að uppbyggingu Reykjavíkur sem fjármálamiðstöðvar eftir nokkur ár!
Við eigum að byrja á því að láta umheiminn vita að íslenska fjármálakerfið verði byggt upp að nýju á forsendum heiðarleika og fagmennsku. Það að við höfum lært okkar lexíu. Og við eigum að leggja áherslu á að íslenska fjármálakerfið verði einmitt byggt þannig upp - en því miður eru vísbendingar um að við séum ekki að gera slíkt.
Ég sé að gammal góðvinur minn Óskar Helgi Helgason er farinn að kommentera og gagnrýna mig. Það boðar gott. Klár vísbending um að ég sé á réttri braut.
Ekki veit ég af hverju Jakobína er að blanda Sjálfstæðisflokknun í málið!
Ég var að tala um heiðarlega og vandaða fjármálamiðstöð - ekki Sjálfstæðisflokkinn!
Hallur Magnússon, 29.8.2009 kl. 15:52
Komið þið sæl; að nýju !
Hallur minn !
Kjósir þú svo; að halda þig, við firringu þinnar frjáshyggjunnar Kapítalízku nauðhyggju - sannar þú þar með, enn betur, mín fyrri orð, hér að ofan, hvað aðrir skrifarar og lesendur skoði, sérdeilis.
Með; hinum beztu kveðjum -sem öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 17:06
Kæri Óskar!
Ég var farinn verulega að sakna þín!
Hallur Magnússon, 29.8.2009 kl. 17:08
Hallur - má alveg rökstyðja, að nota þurfi þá þekkingu, sem til er.
En, þegar þú ert að tala um að það sé á brattann að sækja, þá er það í reynd, bísna stór "understatement", sbr. hina frægu frétt Telegrap.co.uk:
Iceland faces legal action from 93pc of bank creditors
http://www.telegraph.co.uk/finance/newsbysector/banksandfinance/6045330/Iceland-faces-legal-action-from-93pc-of-bank-creditors.html
------------------------------------
Traust Íslands, virðist við alkulmörk, ef eitthvað er að marka þessa könnun, hins breska fyrirtækis, þ.e.a.s. á fjármálasviðinu.
Varla þar að ámynna þig, á aðra byrtingarmynd þess, að sá danski banki, sem enn er í ísl. eigu, verður fyrir bragðið fyrir barðinu, á því sem kallast verður "viðskipta-óvild".
Með öðrum orðum, að viðskiptavild Íslands, og alls tengt íslandi, innan samhengis Evrópu, virðist vera í mínus. Viðskipta-vild, er orðin að óvild, þannig að fyrirtæki í eigu Íslendinga, eru metin lægri en ella, er treyst síður, fyrir það eitt að vera í eigu Íslendinga.
Orðspor, verður ekki lagfært, í neinum fljótheitum.
Ég veit sannarlega, ekki hvað allt þetta vel menntaða fólk, í fjármálum á að gera, á næstunni. En, atvinnutækifæri, verða ekki mjög mörg hérlendis, þ.e. alveg öruggt, á meðan viðskipta-óvildin, er svo firnasterk.
Ég held, að við séum að tala um "slow road to recovery". Cirka áratug, væri vel sloppið, að mínu mati. Þá, geri rá fyrir að allt fari með eins góðum hætti og hugsanlegt er, að allt gangi upp, Icesave samkomulagið gangi upp með núverandi breytingum, hagvöxtur hefjist hér síðla á næsta ári, og hagvöxtur verði eftir það jafn og stöðugur, cirka 2,5%, næstu 10 árin, greiðslubyrðin muni reynast viðráðanleg, það muni takast að velta lánum áfram, þar til eignasala getur farið fram, o.s.frv.
Þetta, væri háspá.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.8.2009 kl. 20:14
Afsakaðu Hallur. En hvað er "alþjóðleg fjármálamiðstöð"?
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.8.2009 kl. 20:17
Það verður ætíð að hafa í huga þegar talað er við eða um fylgjendur Siðspillta(Sjálfstæðis)flokksins að þetta er ekki stjórnmálaflokkur heldur ofstækistrúarhópur sem er og verður hættulegur íslenskri þjóð.
Því miður virðist meira en 25% þjóðarinnar vera haldinn kvalalosta og siðblindu og fylgir þessu afskræmi í gegnum þykkt og þunnt. Ég tel ástæðuna vera of mikla skyldleikaræktun í gegnum aldirnar.
Ef allt væri eðlilegt þá ætti þetta afstyrmi að hafa um og innan við 10% fylgi því hann er eingöngu frontur fyrir eiginhagsmunnagæslu fárra óþverra. Sama má heimfæra upp á krabbameinið Framsókn.
Karl Löve, 30.8.2009 kl. 02:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.