Óafsakanlegur skrílsháttur - aðför að málfrelsi!
27.8.2009 | 16:21
Ruddaleg aðför að Hannesi Hólmsteini er óafsakanlegur skrílsháttur. Það er eitt að vera ósammála manninum - annað að haga sér eins og sjá má á myndbandsfrétt mbl.is.
Það er málfrelsi á Íslandi. Málfrelsið er einn hornsteinn lýðræðisins. Ég mun verja málfrelsið fram í rauðan dauðann. Ég hef sjálfur tekið á mig miklar fjárhagslegar byrðar fyrir málfrelsið.
Þess vegna fordæmi ég skrílslæti mótmælenda á Austurvelli þegar þeir gera aðsúg að Hannesi Hólmsteini á þann hátt sem sjá má í myndbandinu. Þeir sem ganga svona fram eru að gera aðför að málfrelsinu.
Menn verða að hemja sig - hversu ósammála sem þeir eru. Málfrelsið er heilagt.
Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Satt og vel mælt er þér sammála
Jón Sveinsson, 27.8.2009 kl. 16:33
Málfrelsi Hitlers og Göbbels, var heilagt? Hvað þá heldur Stalíns?
Þú ert að grínast!
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 16:39
Held að Hannes hafi fengið að mala nóg hér undanfarin ár með sínum halelúja hópi.
Fólk var mætt þarna til að MÓTMÆLA en ekki til að HYLLA einum af þekktasta arkitekti hrunsins, þetta var hrein og bein móðgun og ögrun við mótmælendur að klína honum þarna beint fyrir framan okkur.
Annars fékk Hannes sitt viðtal og skil ég ekki hvers vegna þú tjáir þig um aðför að málfrelsi, þú vilt kannski gera aðför að ferðafrelsi manna?
Leifur Þorleifsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 17:20
Hannes er skríll
Óskar Þorkelsson, 27.8.2009 kl. 18:02
Var Hannes Hólmsteinn á ræðumannaskrá mótmælafundarins? Hvaða aðsúgur eða aðför voru gerð að honum? Fékk hann ekki athygli blaðamannsins og umfjöllum fjölmiðla og vitum við ekki af bókinni sem hann er búinn að "setja saman". Notaði hann viðtalið til að styðja málstað "mótmælenda"??????????
Ég sé ekki að þarna hafi verið gerð alvarleg aðför að málfrelsi íslenskra ríkisborgara.
Agla, 27.8.2009 kl. 18:37
Hannes var að reyna að eyðileggja mótmælin með nærveru sinni með að rugla boðskapinn og stilla sér upp fyrir framan mótmælendur og Alþingishúsið (með ruglbókina sína) eins og málsvari þeirra.
Frábært hjá mótmælendum að hrekja hann á brott með hávaða - Leyfa honum ekki að þyrla upp moldviðri.
Hannesi er mikið í mun að róta yfir sinn þátt, rétt eins og Hreiðari og Existaliðinu. Þeir eru með ákveðna strategíu í gangi til að koma sér undan ábyrgð og það eina sem fólk þarf að gera til að láta þá hætta að eyðileggja siðvitund þjóðarinnar er að sjá í gegnum blekkingaleikinn.
Það er ekki "málfrelsi" sem Hannes reyndi að viðhafa þarna. Hann var að skemma og spilla siðvitund eins og hann er vanur.
Rúnar Þór Þórarinsson, 27.8.2009 kl. 18:52
Einn mótmælandi fékk tveggja mínutna sjónvarpsviðtal í rólegheitum í Alþingisgarðinum, sem sýnt er þeirri frétt sem hér er krækt við.
Hvers konar málfrelsisskerðing er það?
"allir fjölmiðlar tóku þátt, þar á meðal sá sem þú vinnu hjá ... [blablabla]"
Af hverju kvartaði þá Hannes BARA undan Baugsmiðlum en lét ALDREI frá sér styggðaryrði um Björgólfsfeðga og þeirri fjölmiðil, eða fjölmiðlahald Exista, né flesta aðra ríkisbubba nema Baugsfeðga ??
Skeggi Skaftason, 27.8.2009 kl. 20:53
Ég held að Hannes hafi verið að mótmæla IceSave-ríkisábyrgðinni. Fólk lætur hann fara of mikið í taugarnar á sér. Það er óhollt.
Doddi (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 20:56
Þetta snýst ekki um málfrelsi. Það er ekki nema von að fólki sé misboðið við það að ætla að stilla Hannesi upp fyrir framan alþingishúsið til að taka viðtal við hann við þetta tækifæri, er einfaldlega ekki við hæfi.
Ég skil viðbrögð mótmælenda vel.
hilmar jónsson, 27.8.2009 kl. 21:07
Er greinilega örlítið vinstra megin við þig, gamli vinur.
Friðjón (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.