Verjum löggæsluna í landinu!
24.8.2009 | 12:38
Við eigum að verja löggæsluna í landinu. Það er þyngra en tárum taki að sjá átök almennra lögreglumanna og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Lögreglustjóranum er svo þröngur stakkur settur í fjárveitingum að það getur ekki annað en komið niður á almennum lögreglumönnum og löggæslunni.
Ég óttast virkilega að við séum að missa bestu lögreglumennina úr starfi vegna ástandsins. Við megum ekki við að lögreglan hrynji á þeim erfiðu tímum sem við upplifum. Afleiðing þess gæti orðið að gæði lögreglunnar minnki verulega - og þangað leiti einstaklingar sem við viljum síður að sjái um vandasama löggæslu.
Hvort sem okkur líkar það betur eður verr þá verðum við að auka fjárframlög til lögreglunnar. Það dugir skammt að verja grunnþætti velferðarþjónustunar, heilbrigðiskerfisinsog menntakerfisins ef óöld skapast þar sem löggæslan er í molum. Við eigum góða og faglega lögreglu - en slík lögregla er ekki sjálfgefin. Það höfum við séð í ríkjum víða um heim.
Aldrei eins slæmt og núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta.
Sigurður Gunnarsson, 24.8.2009 kl. 13:04
Sammála !
hanna (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 14:23
Sammála, en þetta er bara byrjunin, næst eru það sjúkrahúsin.
Finnur Bárðarson, 24.8.2009 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.