Seðlabankinn fyrst nú að fatta áhrif verðtryggingar langtímalána?

"Líklegt er að útbreidd verðtrygging dragi nokkuð úr virkni peningastefnunnar, vegna þess að hún stuðlar að því að lán séu veitt til mjög langs tíma og á föstum raunvöxtum." 

Halló!

Er Seðlabankinn að fatta þetta fyrst núna? Það hefur alltaf verið kristalklárt að hávaxtastefna Seðlabanka gengur ekki upp vegna þess að stærsti hluti langtímaskulda Íslendinga er í verðtryggðum lánum.

Þetta er ástæðan fyrir því að hávaxtastefna Seðlabankans hefur aldrei virkað!

Þetta er ástæðan fyrir því að það átti að hækka bindiskylduna og herða á lausafjárreglum árið 2004 þegar bankaævintýrið hófst með illa ígrundaðri innrás bankanna á fasteignalánamarkaðinn - innrás sem er núna búin að koma okkur um koll samhliða brjálaðri útrás bankanna.

Ef Seðlabankinn hefði fattað þessa einföldu staðreynd á sínum tíma - þá gæti staðan verið önnur en hún er í dag.

Þetta er ástæðan fyrir því að "ráðfgjöf" Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gegnum tíðina hefur ekki gengið upp. AGS virðist aldrei hafa fattað íslensku verðtrygginguna. Það þurfti að kenna þeim þau grundvalalratriði á hverju einasta árlega fundi sem fulltrúar AGS áttu með Íbúðalánasjóði.

En það er jákvætt að þeir í Seðlabankanum eru búnir að fatta eðli verðtryggingar á langtímalánum.


mbl.is Verðtryggingin dregur úr virkni peningastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sumir eru lengi að læra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.8.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband