Aðildarviðræður við Evrópusambandið á beinu brautina?

Það var afar mikilvægt að utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB hafi samþykkt að vísa umsókn Íslands strax til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Næstu vatnaskil verða í desember þar sem vonandi mun verða samþykkt að Evrópusambandið gangi til viðræðna við Ísland.

Það er afar mikilvægt að Össur vinur minn og ríkisstjórnin í heild noti haustið vel og undirbúi aðildarviðræðurnar af kostgæfni. Líka Jón Bjarnason!

Ítreka enn og aftur tillögu mín um að skipa sérstakan ráðherra Evrópumála.


mbl.is ESB-umsókninni vísað áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallur, afhverju má ekki utanríkisráðuneytið halda utan um þetta? Sérðu þennan ráðherra sem aukakostnað? Nú er lögð áhersla á að spara sem mest í viðræðunum. Jafnvel fá þýðingarstyrk frá ESB (líkt og Lettar)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Vegna þess að málið snertir alla fleti stjórnsýslunnar - og er afar stórt og mikilvægt.

Ef utanríkisráðherra heldur um málið - þá er hætt við að hann gefi eftir á öðrum mikilvægum sviðum utanríkismála.  Að sjálfsögðu myndi utanríkisráðherra einnig leika lykilhlutverk í viðræðunum - ´samt Evrópumálarherranum. Það gefur augaleið.

Hallur Magnússon, 27.7.2009 kl. 11:57

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það væri auðvitað frábært ef við hefðum sérstakan ráðherra fyrir Evrópumálin, en það er varla hægt að setja það upp núna í kreppunni þegar verið er að skera niður. Ráðherra þarf líka helling af aðstoðarliði og svo framvegis. Myndi frekar setja saman nefnd um þetta mál og helst staðsetja hana í Brussel. Í þetta þyrfti evrópufræðinga, stjórnmálafræðinga, hagfræðinga, lögfræðinga, þjóðréttarfræðinga, stjórnmálamenn sem eru ekki lengur í framboði/á þingi(til dæmis Jón Sigurðsson hefur fantamikla þekkingu á flestu hvað viðkemur seðlabanka, gjaldeyrismálum, stjórnsýslu og svo framvegis). Núna rignir líka yfir okkur fullyrðingar frá ESB ríkjum sem eru reiðubúinn að ráðleggja okkur og deila sinni reynslu í aðildarviðræðunum. Ef þessi nefnd væri í Brussel, þá er örugglega auðsótt að sækja í þennan þekkingarbrunn þar sem flestir evrópusérfræðingar í heiminum eru samankomnir þar í borg.

Síðan væri nefnd hérna heima með fulltrúum flokka sem fylgist með / fylgir eftir störfum nefndarinnar.

Ég hlustaði á alveg frábæran þátt um ESB mál á speglinum á ruv.is í síðustu viku. Þar var meðal annars Eiríkur Bergmann að tala um hversu vel við þurfum að halda á málum núna í þessu ferli. Sérstakur Evrópuráðherra væri best, en það sem ég nefndi hér að ofan kemur þar á eftir.

Jón Gunnar Bjarkan, 28.7.2009 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband