Táknræn andstaða Obama gegn ofbeldi gagnvart konum!

Barack Obama hefur tekið mikilvægt skref í baráttunni gegn ofbeldi gagnvart konum sem réttlætt er með siðum og venjum. Ég held að Obama hafi tekið miklu stærra skref en marga grunar með því að ákveða að veita konum utan Bandaríkjanna kost á að leita þar hælis sem pólitískir flóttamenn vegna ofbeldis sem byggir á kúltúr viðkomandi samfélaga.

Það verður ekki auðvelt að fylgja þessari ákvörðun Obama eftir - enda ofbeldi gagnvart konum rótgróið í samfélagsgerðinni víða um heim.

Reyndar held ég að það sé ómögulegt fyrir Bandaríkjamenn að taka við þeim tugum eða hundruðum milljóna kvenna sem líða fyrir alvarlegt ofbeldi sem byggir á menningu.

Umskurður kvenna er landlægur víða. Allar þær stúlkur sem bíða slík hræðileg örlög eiga nú að geta sótt um hæli í Bandaríkjunum.

Það er bara eitt dæmið. Dæmin eru fjölmörg.

Með ákvörðun sinni hefur Obama sent út mikilvæg skilaboð til heimsbyggðarinnar - og samborgara sinna - skilaboð sem segja að ofbeldi gegn konum eigi ekki að líða.


mbl.is Obama vill veita pólitískt hæli gegn heimilisofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu. Ég er sammála þér með það álit að þetta er risaskref í þá átt að vinna gegn ofbeldi á konum í heiminum. Obama er framsýnn maður og mikill mannvinur. Það tekur tíma fyrir heimsbyggðina að átta sig á þeirri grundavallarbreytingu sem er orðin og mun verða á stefnu þessa grimma herveldis með alla tæknina og litla hjartað. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.7.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband