Skekkir niðurgreiðsla ríkisins samanburð á stúdentaíbúðum?

Ólíkt öllum öðrum stúdentaíbúðum þá var stofnkostnaður íbúða Keilis langt undir stofnkostnaði annarra stúdentaíbúða. Ástæða þess var að Keilis íbúðirnar komu á markað á niðursettur verði - enda löngu byggðar - á meðan aðrir stúdentagarðar voru að byggja nýjar íbúðir á alt of háum verðum ársins 2004 - 2008.

Ríkið ákvað þannig óbeint að niðurgreiða íbúðir Keilis.

Ég veit að Keilismenn hafa staðið sig með eindæmum verl í uppbyggingu mikilvægs skólastarfs þar. Málið snýst ekki um það.

En nú þegar verið er að endurskoða háskólastar ALLS staðar á landinu - þá verður að jafna aðstöðu hvað búsetu varðar.

Ég mæli með því að ríkisstjóður feli Íbúðalánasjóði að taka yfir rekstur ALLRA stúdentaíbúða  - jafni húsaleigu yfir allt landið á slíkum íbúðum út frá heildarkostnaði leiguíbúðalána til stúdentaíbúða - og tryggi þannig jafnræði í húsnæðismálum allra háskóla á Íslandi.

Það er jafnaðarmennska og réttlæti!


mbl.is Ódýrast að leigja hjá Keili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Þetta er annars vegar röng frásögn og hins vegar ótrúlega vitlaus tillaga.

Herbert Guðmundsson, 24.7.2009 kl. 23:19

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Nei!

Rök?

Hallur Magnússon, 25.7.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband