Ríkisstjórnin að beygja Seðlabankann?
14.7.2009 | 10:00
Er ríkisstjórnin að beygja Seðlabankann? Þolir ríkisstjórnin ekki að Seðlabankinn segi sannleikann um IceSave? Er verið að laga til álit Seðlabankans svo ríkisstjórnin svíði ekki eins undan því?
Seðlabankinn hefur reyndar aðstoðað ríkisstjórnina í málflutningi sínum með því að gera minna úr vanda heimilanna en raunin er í greinargerðum sínum - þegar ekki var tekið tillit til frystra íbúðalána.
Vonandi er ríkisstjórnin ekki að stjórna málflutningi Seðlabankans en maður spyr sig við svona uppákomu!
Ekki formleg umsögn Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og þessu ætluðu Svavar, Jóhanna og Steingrímur að fá Alþingi til að samþykkja orðalaust, án nokkurra upplýsinga um samninginn, ja þvílíkur mannskapur?
Við eigum ekki að borga Icesave, svo fráleitt að reyna að telja þjóðinni trú um þetta.
Steingrímur J. sagði í Málefninu að það þyrfti að koma Icesavesamningnum "út úr heiminum"?! Er það sem sagt að koma einhverju út úr heiminum það, að skuldsetja þjóðina fram undir lok aldar.
Ég held að það þurfi frekar að koma þessari ríkisstjórn út úr heiminum.
Jón Snæbjörnsson, 14.7.2009 kl. 10:14
Það verður að teljast einkennilegt þegar menn koma fram í nafni Seðlabankans til að tjá persónulega skoðun sína. Hvað segir það okkur?
Sævar Finnbogason, 14.7.2009 kl. 13:45
Sævar. Ertu viss um að þetta jafi verið persónuleg skoðun? Er ekki líklegra að um hafi verið að ræða meginatriði í drögum að skýrslu Seðlabankans. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni...
Hallur Magnússon, 14.7.2009 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.