Vegagerðin loksins á réttri braut

Vegagerðin hefur á undanförnum árum oft á tíðum verið út að aka. 2 + 1 trúarbrögðin og andstaðan við Sundagögn ágæt dæmi þess að Vegagerðin hefur verið komin út í móa. Áralangar tafir á úrbótum á Kjalarnesi annað dæmi - þótt þeir hafi spýtt í lófana í því máli - loksins. 

Reyndar á samgönguráðherra einhvern þátt í bullinu - eins og núverandi forgangsröðun segir til um - þar sem Vaðlaheiðagöng svo ágæt sem þau eru - eru sett framar tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og Sundagöngin nánast slegin af.

En áætlanir Vegagerðarinnar um þverun Grunnafjarðar er skynsamleg. Ekki einungis vegna styttingarinnar heldur er ný vegalagning á þessum kafla bráðnauðsynleg umferðaröryggisins vegna.


mbl.is Kanna þverun Grunnafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Og skítt með Ramsar, friðlýsingar og náttúruvernd, ekki satt?  Ég held að núverandi kynslóð verði að hafa í huga að við eigum ekki landið.  Við höfum það bara til umráða.  Þess vegna getum við ekki bara gert hvað sem er.  Þessi leið er því aðeins fær að hún raski ekki á nokkurn hátt hinu friðlýsta svæði.

Marinó G. Njálsson, 8.7.2009 kl. 11:03

2 identicon

Það gerir hún einmitt ekki Marínó.

Bjarki (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Pétur Ásbjörnsson

Ég er sammála Marínó í þessum málum og eins og kemur fram í skýrslunni virðist brúin vera aðalatriðið.

Pétur Ásbjörnsson, 8.7.2009 kl. 11:10

4 identicon

Gert er ráð fyrir að þrengja ekki að neinu leyti að opi fjarðarins heldur leggja 300 metra brú þar yfir. Þannig hefur vegalagningin ekki nokkur áhrif á vatnaskipti í firðinum þannig að Ramsar verndarsvæðið er ósnert. Svo mætti líka líta til þess að umferð um núverandi þjóðveg 1 myndi minnka verulega á móti og þá væntanlega einnig drulla og mengun af hennar völdum í þeim ferskvatnsám sem renna í Grunnafjörð.

Bjarki (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 11:18

5 identicon

Bjarki, hvernig sér þú að umferð um núverandi þjóðveg minnki? Held nú frekar að hún aukist og ég sé ekii svo mikilvæga ástæðu til að fara í þessa framkvæmd, væri ekki nær að endurbæta núverandi veg, jafnvel tvöfalda.

Kjartan (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 11:25

6 identicon

Að sjálfsögðu minnkar umferð á núverandi þjóðvegi eitt á móti þar sem megnið af umferðin fer í staðinn yfir Grunnafjörð. Gamli vegurinn verði þá fyrst og fremst innansveitarvegur.

Það er einmitt vegna þess að það er fyrirséð að það þurfi að tvöfalda veginn upp í Borgarnes sem það er skynsamlegt að huga að nýrri leið fyrir hann.

Bjarki (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 11:35

7 identicon

Halló Blönduós!!!

Eruð þið nokkuð tilbúnir að endurskoða synjun ykkar á 22ja km styttingu hringvegarins???

hvg (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 11:43

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Marínó!

Hefði átt að tiltaka að í mínum huga yrði að vera um brú að ræða sem þrengir ekki vatnsskipti í Grunnafirði. Það er í mínum huga grundvallaratriðið.

Minni á að ég vil nettan innanlandsflugvöll á þessum slóðum þótt það sé framtíðarsýn eins og staðan er núna - í kjölfar Sundabrautar, tvöföldunar Vesturlandsvegar og nýrra Hvalfjarðarganga! Held það hafi ekki verið skoðað.

Hallur Magnússon, 8.7.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband