Framsóknarmaðurinn Obama styrkir frið við Rússa

Framsóknarmaðurinn Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Dmitry Medvedev Rússlandsforseti hafa nú styrkt friðinn milli Bandaríkjanna og Rússlands með samþykkt draga um takmörkun kjarnorkuvopna. Næsta skref þeirra félaga er að ná samkomulag um uppsetningu eldflaugavarnarkerfis NATO í Austur-Evrópu sem er Rússum þyrnir í augum.

Bætt samskipti þessara stórvelda er afar mikilvæg - en eins og menn muna varð herská stefna hægrimannsins Bush til þess að samskipi Bandaríkjanna og Rússlands kólnuðu til muna.


mbl.is Kjarnorkuvopnasamkomulag í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú skalt ekki voga þér að niðurlæga Obama með því að líkja honum við framsóknarflokkinn!

Ragnar (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Það hefur lengi verið ljóst að Obama er Framsóknarmaður. Ekki einungis þar sem hann er í systurflokki Framsóknarflokksins í Bandaríkunum - heldur vegna stjórnmálastefnu sinnar og hugsjóna. Lestu bara bækurnar hans.

Hallur Magnússon, 6.7.2009 kl. 19:35

3 identicon

Nei Hallur, nú get ég ekki orða bundist; Obama verður aldrei líkt við neinn innan hins svokallaða íslenska fjórflokks; hann er einfaldlega svo langt yfir það hafinn og enginn íslenskur flokkur getur leyft sér að "eigna sér" hann.

Ættum við Íslendingar á heljarþröm á slíkum manni að halda, þá e.t.v væru okkar mál með einhverjum þeim öðrum  hætti en þau eru í dag.

Mín skoðun er sú að Obama Bandaríkjaforseti er langt yfir alla pólitík (í vestrænum skilningi) hafinn.

Kveðja frá velmeinandi íslenskri alþýðukonu (sem hvorki skrollar né skröltir).

Ingiríður Hanna (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 20:00

4 identicon

Hallur - í fyrstu var þessi fáránlega og gjörsamlega veruleikafirrta samlíking þín bara fyndin.

En þú ert löngu kominn yfir það og nú er maður hreinlega orðinn reiður þegar maður les þetta helvítis bull þitt!  Þú afsakar vonandi orðbragðið, an það lýsir bara reiði minni!

Það er hægt að taka 75-95% af stefnu allra flokka og finna samlíkingu.  Með sömu aðferðafræði og þú notar getur þú eflaust talað um framsóknarmanninn Adolf Hitler!

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 21:37

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hallur, spurðu bara hvaða stjórnmálafræðing sem er og hann segir þér að Obama er hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn. Bæði Demókratar og Republikanar eru hægri flokkar í USA og það er enginn flokkur á Íslandi nógu langt til hægri til að teljast systurflokkur þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn er lengst til hægri og fer því næst því en meira að segja hann hefur sterka samfélagslega og félagslega þætti sem eru langt til vinstri við Obama. Vinstri flokkar eru bannaðir í USA!

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.7.2009 kl. 04:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband