Óþolandi kynjahalli hjá ríkinu
3.7.2009 | 10:42
Kynjahalli í hópi forstjóra og forstöðumanna hjá ríkinu er óþolandi. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að breyta þessum halla frekar en fyrri ríkisstjórnir. Nýjasta dæmið er Seðlabankinn þar sem tveir karlar stýra skútunni. Það hefði verið rétt að aðstoðarseðlabankastjórinn hefði verið kona. En "jafnréttissinnaður" forsætisráðherra var ekki á því!
Fáar konur í hópi stjórnenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það er líka óþolandi kynjahalli í kennslunni.. ekkert gert í því ?
Óskar Þorkelsson, 3.7.2009 kl. 10:47
Nú þekki ég þetta mál ekki alveg nógu vel... en hversu margar konur sóttu um þessar stöður og voru þær taldar hæfari en þeir karlmenn sem ráðnir voru? Það á ekki að skipta neinu máli af hvoru kyninu viðkomandi aðili er svo framarlega sem hann/hún er hæfasti umsækjandinn.
Bjarki (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 12:30
Kynjakvóti er fáranlegur! Hann gæti hindrað að fólk sé ráðið vegna hæfni. Ef að þú ert með 12 manns í framkvæmdastjórn og 7 eru karlar og 5 konur. Segjum að þú þurfir að segja einum karli upp og ráða aðra konu, karlinn gæti hafa verið hæfari en konan....skilurðu?
Kjartan Magnússon, 3.7.2009 kl. 18:57
Bull. Þessi færsla er ekkert annað en eitthvert forritað kvak um kynjahlutföll. Einstaklingar sóttu um stöðu seðlabankastjóra og næstráðanda.
Þeir voru ráðnir sem taldir voru hæfastir.
Blessaður snúðu þér að öðru þarfara.
Fimmta valdið (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 19:57
Þetta er gervivandamál, Hallur! Eða viltu líka taka upp samkynhneigðrakvóta og örvhentrakvóta, landsbyggðarkvóta, nýbúakvóta og Þróttarakvóta, þegar ráðið er í störf í Seðlabankanum? Gleymdu þessari vitleysu, gerðu það fyrir okkur, umfram allt fyrir sjálfan þig, það trúir þessu enginn nema femínistar og forstokkaðir samfylkingarheilar. Kynja-Hallur yrði líka vont viðurnefni.
Jón Valur Jensson, 3.7.2009 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.