Árni Páll viðurkennir mistök ríkisstjórnar í IceSave

"Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina hafa staðið illa að kynningu Icesavesamkomulagsins og gert ákveðin mistök með því að ætla að ná samkomulaginu í gegn án þess að leggja það fram á Alþingi. Fyrir það verði stjórnin að bæta. Árni Páll var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Sprengisandi í morgun þar sem þjóðmálin voru til umræðu og þetta kom fram."

Svo hljóðar frétt á visir.is

Það er virðingarvert að Árni Páll viðurkenni þessi augljósu mistök.

En hvernig ætlar ríkisstjórnin að bæta fyrir það - eins og Árni Páll segir hana réttilega þurfa að gera?

Er Jóhanna til í að viðurkenna mistök sín?

Eða Steingrímur J.?

Confjúsd?

Jú vónt be in ðí next epísód of SÓP

 

 


mbl.is Borgarafundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Er Jóhanna til í að viðurkenna mistök sín?"

Nei ekki frekar en hún Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (ISG), er getur alls ekki viðurkennt nein mistök,  en þú (Hallur) veist hvernig þetta ísl. Samfylkingar og/eða Socialist Dictatorship-lið hugsar, eða um ekkert annað en sameinsast þessu ólyðræðislega Socialista Dictatorship bákni ESB. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 00:16

2 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Ég gæti ekki verið meira fylgjandi opinni og sanngjarnri umræðu. Nú þurfum við að flétta ofan af orkufyritækjunum og opna hina leynilegu samninga þeirra við álfélögin. Við hljótum að vera samþykk því? Enda tilgangslaust að reyna laga hrunið mikla sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur bera ábyrgð á, ef ekki verið farið í alla sauma.

Við styðjum opna stjórnsýslu...

Andrés Kristjánsson, 29.6.2009 kl. 01:06

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Held að það væri betra að Eva Joli rannsakaði íslenska stjórnmálamenn en útrásarvíkingana, því þar er upphafið að spillingunni og "æ skal á að ósi stemma"

Einar Þór Strand, 29.6.2009 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband