Jákvætt að fá erlenda fjárfesta inn í nýju bankana

Það er jákvætt að fá erlenda fjárfesta inn í nýju bankana - jafnvel þó leiðin sé þessi en ekki nýtt ferskt fjármagn. Við verðum bara að vona að fleiri erlendir fjárfestar verði reiðubúnir að eignast hlut í bönkunum - helst með nýja peninga og góð erlend sambönd.

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það eigi að slá saman tveimur ríkisbankanna í einn - þannig að þeir verði einungis tveir - og að rík áhersla verði lögð á að fá erlenda fjárfesta inn í annan bankanna.

Hinn bankinn verði hins vegar rekinn sem banki í meirihlutaeign ríkisins að minnsta kosti fyrstu misserin - jafnvel árin.

Þó verður að sjálfsögðu að tryggja jafnræði á bankamarkaði þótt ríkið sé meirihlutaeigandi.


mbl.is Þýskir eignast í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég neita að taka ábyrgð á tapi banka í einkaeigu. Ef bankarnir fara úr eigu ríkisins er lágmarkskrafa að fyrst sé lögum breitt og öllum gert ljóst að ríkið beri enga skildu til að greiða tap bankans þegar hann fellur.

Héðinn Björnsson, 25.6.2009 kl. 17:31

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hvað er jákvætt við það ?

eða er þetta bara svona orðtiltæki sem er inn þessa daganna.

Guðmundur Jónsson, 25.6.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband