Hærra hámarkslán og endurbótalán afborgunarlaus fyrstu 3 árin!
22.6.2009 | 09:43
Það er mikilvægt að rýmka reglur Íbúðalánasjóðs við núverandi aðstæður. Það þarf að hækka hámarkslánið. Það er forsenda þess að fólk sem er læst í óhagstæðum lánum á íbúðum sínum - geti selt og losað sig út úr erfiðri skuldastöðu - og það er nauðsynlegt svo fólk geti minnkað við sig án þess að standa í makaskiptum.
Það er einnig nauðsynlegt til þess að unnt sé að selja hluta þess nýja húsnæðis sem stendur autt til þeirra sem hafa þó greiðslugetu til að standa undir greiðslum af eðlilegu íbúðaláni.
Þá þarf að rýmka reglur um endurbótalán þannig að unnt verði að veita lán til endurbóta sem eru algerelga afborgunarlaus í þrjú ár. Það veitir þeim sem eiga eignir sem þurfa viðhald og hafa veðrými möguleika á að fara núna í nauðsynlegt viðhald á hagkvæmum kjörum auk þess að veita iðnaðarmönnum nauðsynlega atvinnu á erfiðum tímum.
Einnig geta slík lán gert gæfumuninn fyrir fólk sem ekki er með atvinnu í augnablikinu en eiga eignir sem þarfnast viðhalds - því vinna við viðhald á eigin húsnæði fjármagnað með endurbótaláni Íbúðalánasjóðs - getur bjargað fjölskyldum yfir erfiðasta hjallan næstu mánuði eða þar til vonandi fer að rofa til hvað atvinnuástand varðar.
Hækkun hámarksláns og rýmkun reglna um endirbótalán geta því hleypt smá súrefni í fastgeignamarkaðinn, veitt atvinnulausum húseigendum tímabundna vinnu og jafnvel komið í veg fyrir gjaldþrot í byggingariðnaði.
Sjá einnig bloggfærslu frá því í nóvember: Liðkum fyrir góðum endurbótalánum til þeirra sem enn eiga peninga og veðrými!
og frá því í síðustu viku: Hækkun hámarksláns Íbúðalánasjóðs nauðsynleg
Íbúðaverð lækkar áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Facebook
Athugasemdir
Eeeeeinmitt. Akkúrat það sem okkur vantar. Hærri lán. Halda fylleríinu áfram. Lifa í algerri afneitun.
Staðreyndin er þessi: Slagsmál hinna ný-einkavæddu banka og Íbúðalánasjóðs á sínum tíma, með sínum fáránlega lágu vöxtum og 100% lánum, eyðilögðu fasteignamarkaðinn á Íslandi með því að búa hér til risastóra fasteignabólu. Á tímabili var algengt verð á frekar spartönskum einbýlishúsum í úthverfi í Reykjavík milli ein og tvær milljónir USD! Sérhver heilvita maður hlýtur að sjá að slíkt er klárt merki um ofþaninn fasteignamarkað. Það að hleypa lofti úr blöðrunni er sársaukafullt, en nauðsynlegt. Það er ekki náttúrulögmál að fasteignaverð hækki bara og hækki en lækki aldrei. What goes up must come down, þ.e. í þeim skilningi að þegar eitthvað hefur vaxið langt út fyrir allar forsendur (bóla) kemur að leiðréttingunni. Þegar þar að kemur lenda þeir sem hafa skuldsett sig upp í topp alltaf - ég endurtek: ALLTAF - í svonefndri "neikværði eiginfjárstöðu" og það er alþekkt að það fólk, sum sé sem gætti þess ekki að taka lán í samræmi við greiðslugetu og eiga borð fyrir báru heldur skuldsettu sig upp í topp, fara við þær aðstæður að láta hátt um að "það borgi sig ekki" fyrir það að borga af eignum sínum því lánin séu orðin hærri en eignirnar og því sé "skynsamlegra að skila lyklunum", að maður tali nú ekki um þá sem kjósa að jafna fyrrum eignir sínar við jörðu fremur en sætta sig við orðinn hlut. Þetta er svo sjálfsagður fylgifiskur þess þegar húsnæðisbólur springa að meira að segja orðtakið, "að skila lyklunum", er komið beina leið frá ameríku, þar sem menn hafa búið við nokkuð brokkgengari fasteignamarkað en við bjuggum við á tímum ríkisbanka og húsnæðisstofnunar (án þess að við förum út í þá forsögu frekar hér). Kannski má því segja að við kunnum ekki að eiga við þessar bólur, þó við höfum reynslu af ýmiss konar öðrum efnahagsbólum og tökum þeim jafnan af meiri skynsemi en við gerum með þessa húsabólu.
Þannig að í guðanna bænum ekki vera að agítera fyrir áframhaldi á þessari tálsýn og ala á þessari geðveiki. Leyfum þessari leiðréttingu að ganga frekar fyrr yfir svo við getum öll tekist á við raunveruleikann eins og hann er - ekki eins og okkur finnst eða dreymir um að hann hefði getað orðið. Það er búið að draga elsku ríkismömmuna út á nógu djúpt skuldafen vegna pilsfaldakapítalismans í bönkunum. Þar er ekki á bætandi með "góðum endurbótalánum" og hvað þá "hækkun hámarkslána".
Sýnum skynsemi - látum renna af okkur!
Kolbeinn (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 10:26
Heyr heyr Kolbeinn!
Alltof sjaldgæft að heyra talað um þetta mál af slíkri skynsemi.
Svo virðist sem að fólk hafi gjörsamlega fallið fyrir þeirri hugmynd að fátt væri öruggara en steypa (safe as houses er algengur frasi í BNA) en í rauninni er það ekkert öruggara sem fjárfesting frekar en túlipanar eða bómull.
Það ætti líka að vera búið að koma fasteignum í flokk með öðrum neysluvörum sem þarf að viðhalda og sé það ekki gert þá einfaldlega grotnar þetta niður (skylst að hús skemmist á umþbil 18 mánuðum búi engin í því).
Fólk virtist halda að þetta gæti verið sparibaukurinn þeirra auk þess að vera þak yfir höfuðið. Fyrir bólu, í miðri bólunni og núna eftir bóluna er það ekki rétt og hefur aldrei verið, margir virðast hins vegar ekki vilja sætta sig við það.
Örn Ingvar (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.