Hvað þýðir frestun framkvæmda í auknu atvinnuleysi?

Ætli samgönguráðherra hafi kannað hvað frestun framkvæmda við vegagerð þýðir í auknu atvinnuleysi og hver kostnaður ríkissins verður í auknum atvinnuleysisbótum og kostnaði við óþarfa slys á fólki sem því miður verða að líkindum vegna slysagildra á þessum vegaköflum?

Frestunin mun að líkindum verða banabiti einhverra fyrirtækja.

Auðvitað þarf að spara - en það þarf einnig að koma hjólum atvinnulífsins í gang með opinberum framkvæmdum í kreppu og miklu atvinnuleysi. Þar að auki fá menn miklu meira fyrir peningana í framkvæmdum á krepputímum en á þenslutímum.


mbl.is Hætt við öll útboð í vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband