Hækkun hámarksláns Íbúðalánasjóðs nauðsynleg

Vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs er jákvæð. En það er mikil þörf á að hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs og færa það nærri raunveruleikanum. Slík hækkun getur orðið til þess að hleypa örlitlu lífi í fasteignamarkaðinn, losa fólk úr óhagstæðum lánum og einnig orðið atvinnuskapandi. Ekki veitir af.

Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur óskað eftir heimild til hækkunar hámarksláns sjóðsins. Boltinn er nú hjá félagsmálaráðherranum og búinn að vera það í þrjár vikur.

Ráðherrann verður að skila boltanum fljótlega til baka.

En það er rétt hjá félagsmálaráðherranum að það þarf að fara vel yfir málið - en það má ekki taka langan tíma. Ráðherrann segir:

„Menn fóru mjög flatt á því áður að marka lánastefnu Íbúðalánasjóðs án tillits til efnahagslegra forsendna. Við þurfum því að reikna út afleiðingar af aðgerðum eða aðgerðarleysi á þessu sviði.“

Það er nefnilega kominn tími til þess að reikna afleiðingar af AÐGERÐARLEYSI - en aðgerðarleysi á mörgum mikilvægum sviðum hefur verið aðaleinkenni þeirra ríkisstjórna sem Samfylkingin hefur setið í - hvort sem það er Samylkingunni eða samstarfsflokkum hennar að kenna.

Það aðgerðarleysi hefur verið þjóðinni afar dýrt!


mbl.is Vextir Íbúðalánasjóðs lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil bara ekki til hvers það ætti að hækka hámarkslánið. Ég tók alveg roooosalega hagstætt svona lán upp á 17,5 millj. haustið 2005. Var búin að vera í Búseta í mörg ár og greiða frekar hagstæða leigu þar.  Jæja þetta frábæra hagstæða húsnæðislán er orðið að 23,5 milljónum og greiðslubyrðin búin að hækka um 40 þúsund á mánuði.  Lánið hækkar og hækkar og hækkar. Ég hef nýtt orð yfir húsnæðislán Íbúðalánasjóðs í dag. OKURLÁN, já ég segi og skrifa OKURLÁN.  Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað hækkar, hvort sem það sem brennivín eða sígarettur, alltaf skal ég skulda meira. Krónan hrynur, það kostaði mig 20% hækkun á 12 mánuðum.   NEI OG AFTUR NEI, ég get ekki mælt með því fyrir nokkurn mann að taka þessi OKURLÁN.

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 21:05

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Margrét.

Greiðslubyrði þín hjá Búseta hefur hækkað samsvarandi.

Svo það sé á hreinu.

Hallur Magnússon, 18.6.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband