Ríkisstjórnarflokkarnir að læra af reynslunni?
12.6.2009 | 09:04
Ríkisstjórnin virðist ætla að læra af reynslunni. Sem betur fer. Nú byrjuðu ríkisstjórnarflokkarnir að lesa tillögur í efnahagsmálum sem lagðar voru fram í stað þess áður en einstakir ráðherrar hófu að tjá sig um efni þeirra.
Hluti þess vanda sem við stöndum í í dag er vegna þess að Jóhanna Sigurðardóttir las ekki heildstæðar tillögur Framsóknarmanna við upphafi minnihlutastjórnarinnar á sínum tíma. Í stað þess að taka þeim höndum tveim og aðlaga að hugmyndum sínum - þá missti Jóhanna sig - líklega vegna misskilnings - og hrópaði tillögurnar rakalaust út af borðinu án raka. Reyndar virðist Jóhanna ekki enn hafa lesið þær tillögur - hvað þá að hún skilji þær.
En batnandi mönnum er best að lifa og jákvætt að ríkisstjórnarflokkarnir lesa nú fyrst - og ræða málin svo.
Lýstu ánægju með tillögur sjálfstæðismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.