IceSave "lausn" ríkisstjórnarinnar IceSave aðferð Landsbankans?
8.6.2009 | 16:03
Er IceSave "lausn" ríkisstjórnarinnar endurtekning á IceSave aðferð Landsbankans?
Ég hafði reyndar ekki pælt í því - fyrst og fremst haft efasemdir um háa vexti og því að Íslendingar afsöluðu sér rétt til gerðardóms - fyrst menn vildu á annað borð ganga frá málinu á þeim nótum sem ríkisstjórnin gerði - þvert á digurbarkalegar yfirlýsingar Steingríms J.
En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bendir á það í pistli sínum á Eyjunni að ríkið fer í samninga um IceSave á sömu forsendum og Landsbankinn fór í IceSave verkefnið!!!
Athylgisverð nálgun eins og sjá má:
"Stóra kaldhæðni þessa máls er sú að með Icesave-samningnum ætlar íslenska ríkið að gera nákvæmlega það sama og Landsbankinn gerði með stofnun Icesave-reikninganna.
Reikningarnir voru stofnaðir sem viðbrögð Landsbankans við fjármögnunarvanda. Menn vildu fresta vandanum í von um að ástandið mundi lagast og bankinn geta staðið undir skuldbindingum sínum í framtíðinni, þrátt fyrir háa vexti. Bankinn tók því á sig gríðarlega miklar nýjar skuldbindingar og stofnaði þannig til óforsvaranlegrar áhættu fyrir innistæðueigendur (en þó í þeirri trú að ástandið mundi lagast og eignir bankans hækka nóg í verði til að geta staðið undir skuldbindingunni). Það gerðist ekki og vandinn varð fyrir vikið margfalt meiri heldur en hann hefði verið ef örþrifaráðið hefði ekki verið reynt.
Nú ætlar íslenska ríkið að endurtaka leikinn og skuldsetja sig verulega nema hvað í stað innistæðueigenda er verið að skuldsetja alla Íslendinga og setja efnahagslega framtíð þjóðarinnar í hættu."
Greinin í heild er hér http://sigmundurdavid.eyjan.is/
Skriflegt samkomulag í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Facebook
Athugasemdir
Fólk á að gera uppreisn núna.................
J.þ.A, (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:32
Að ganga til nauðasamninga við Breta er vissulega beiskur biti að kyngja, en sannanlega betri en að vera dæmd svikahrappar og óþjóðalýður um aldur og ævi. Við verðum bara að horfast í augu við að hinir raunverulegu svikahrappar fengu of frjálsar hendur og nýttu sér það út í ystu æsar og nú þurfum við að borga brúsann.
Því tel ég ekki um annað að ræða úr því sem komið er, en að skrifa undir með harm í hjarta og gæta þess að útrásarvíkingarnir komist ekki aftur til valda. (http://velstyran.blog.is/blog/velstyran/entry/892372/#comment2451072)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.