Samvinna er það sem við þurfum
7.6.2009 | 22:14
Samvinna er það sem við þurfum til að ná okkur út úr kreppunni. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða verða að vinna saman að lausn mála. Þar þarf ríkisstjórnin að breyta kúrs og standa við stóru orðin um samvinnu og samráð. Þar þarf stjórnarandstaðan að taka við útréttri hönd ríkisstjórnarinnar ef hún verður rétt út og vinna með af heilindum.
Þetta er hægt. Það sýnir samvinnan í borgarstjórn Reykjavíkur á undanförnum mánuðum.+
Samvinna aðilja vinnumarkaðarins í erfiðu verkefni er til fyrirmyndar.
Þetta er hægt. En samvinna er það sem við þurfum.
Allir þurfa að standa saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hallur. Nú líkaði mér við þín orð. Samvinnan er okkar sterkasta vopn. Fegin að þú vilt ekki bara rakka niður allt sem reynt er að gera á erviðum tímum. þú færð plús frá mér fyrir þetta innlegg.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2009 kl. 23:08
Undir þetta tek ég heils hugar, Hallur. Nú þurfa þingmenn að rífa sig upp úr skotgröfunum og vinna saman. Úrlausnarefnin eru mörg, stór og brýn. Ríkisstjórnin á að mínu viti beinlínis að leggja sig eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna og stjórnarandstaðan að sama skapi að beita uppbyggilegri gagnrýni í stað hins venjubundna karps.
Auðvitað verða ekki allir alltaf sammála um öll mál, en með því að sleppa gífuryrðunum (á báða bóga) og beita þess í stað sanngjörnum og málefnalegum rökum, mætti vafalaust ná þokkalegustu samstöðu í fjölmörgum málum.
Jón Daníelsson, 7.6.2009 kl. 23:38
Það verður aldrei nein samstaða eða eining um að styðja stjórnvöld sem ætla að ganga inní ESB og afsala fullveldi þjóðarinnar.
Með því sundra þeir þjóðinni á versta tíma !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 08:25
Ég tek heils hugar undir orð þín, auðvitað veltur fyrst og fremst á ríkisstjórninni og flokkum hennar að koma á eðlilegu samráði og samvinnu, en þá verður líka stjórnarandstaðan að sýna lit og reyna að stuðla að sem bestri niðurstöðu. Ég bið þingmenn flokksins míns að spara gífuryrðin í ræðum, mér finnst sú ágæta kona, Eygló Harðardóttir stundum fara offari, a.m.k. í orðavali. Rétt væri að hún velti því fyrir sér hvort ekki mætti ná betri árangri með því að vera aðeins hófstilltari í ræðum sínum. Eygló skrifaði frábæra grein um samvinnu í upphafi þingferils síns, og mæli ég með því áð hún rifji þá grein upp. Ef hún ætlar alltaf að nota stóru orðin verður hún eins og Grétar Mar Jónsson þegar hann kom í ræðustól á alþingi. Hún er allt of klár kona til að fara niður á það plan. Orðið landráð er t.d. stórt orð, sem ekki ætti að nota nema í ítrustu neyð.
HIH (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.