Lýgur Jóhanna ítrekað að þjóðinni?
7.6.2009 | 11:36
Ætli fullyrðing Jónasar Kristjánssonar Jóhanna Sigurðardóttir lýgur ítrekað að okkur sé rétt?
Eftirfarandi bloggfærsla Jónasar um þetta er að finna á www.jonas.is:
Jóhanna Sigurðardóttir lýgur ítrekað að okkur, að 75%-95% fáist upp í skuld þjóðarinnar vegna IceSave. Hefur ekkert fyrir sér í því. Alls ekkert. Það er bara ein af venjulegum fullyrðingum hennar út í loftið. Eins og fullyrðingin um, að hin og þessi mál verði skoðuð.
Ekkert hefur verið reynt að skýra, hvernig meintar eignir IceSave skiptist. Ekki orð um endurheimtulíkurnar í hverjum útlánaflokki. Og ekki orð um, á hvaða rökum þær séu reistar. Jóhanna vill bara, að fullyrðingum sínum sé trúað. Eftir það sem áður var heyrt í innantómum fullyrðingum hennar, er ótrúlegt, að fólk vilji trúa henni núna.
Slæmt ef rétt er.
Vonandi er þetta þó misskilningur hjá Jónasi - en innantóm vilyrði Jóhönnu um "opna umræða" og "allt upp á borðinu" eru ekki traustvekjandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Facebook
Athugasemdir
Ætli Jóhanna hafi fengið að skoða eignasafn Landsbankans/Icesave? Og fekk hún um leið námskeið í því, hvernig meta eigi sölugildi þess miðað við ástand skuldara Landsbankans og horfurnar á skuldabréfamörkuðum? Hræddur er ég um, að Jónas hafi rett fyrir sér.
Jón Valur Jensson, 7.6.2009 kl. 12:18
Jónas hefur rétt fyrir sér, Jóhanna er ekkert nema lygar, svik, fals og laumupokahátturinn! Og Steingrímur hefur gjörsamlega brugðist kjósendum sínum en það er allt í lagi, nýliðnar kosningar voru síðustu kosningarnar sem koma honum inn á þing og í ríkisstjórn, svo herfilega hefur hann svikið mig og þig!
corvus corax, 7.6.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.