Jákvætt skref í baráttunni gegn kreppunni
4.6.2009 | 07:20
Auknar opinberar framkvæmdir á tímum kreppunar er eitt helsta velferðarmál sem unnt er að hugsa sér. Slíkar framkvæmdir eru bráðnauðsynlegar til að reisa við atvinnulífið og hleypa blóði í efnahagslífið. Reykjavíkurborg er þegar búin að taka mikilvægt skref í þessa átt með lántökum hjá lífeyrissjóðunum og mun tryggja hundruð starfa á næstu mánuðum vegna ýmissa verklegra framkvæmda í borginni.
Það er gleðilegt að heyra að ríkisstjórnin er að ranka við sér og hyggst taka höndum saman með aðilum vinnumarkaðarins og leita til lífeyrissjóðanna um lán til framkvæmda.
Ríkisstjórninni er því ekki alls varnaðar.
Lífeyrir styrki forða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.