75% heimila með helming ráðstöfunartekna í húsnæðis og bílalán?

Það er erfitt að sannreyna staðhæfingar forsætisráðherra um stöðu heimilanna fyrr en staðreyndirnar liggja á borðinu en úr ummælum hennar má túlka að hjá 75 % heimila fari 50% eða meira af ráðstöfunartekjum í afborganir af húsnæðis og bílalánum.

Er það betri staða en áætlað var?

Ekki gleyma því að á tímum Jóhönnu sem félagsmálaráðherra fyrir tuttuguogfimmárum miðaðist greiðslumat við að greiðslubyrði af húsbréfalánum væri ekki hærri en 18% af tekjum!!!

Mér skilst að miðað sé við ráðtöfunartekjur fyrir rúmu ári síðan - sem þýðir að ástandið er miklu mun verra - en það kemur í ljós þegar öll gögn eru komin upp á borðið.

Ef þetta er rétt þá er skuldavandinn eins skelfilegur - jafnvel skelfilegri - en menn hafa viljað láta í veðri vaka?

Þá er alveg ljóst að fullyrðingar Jóhönnu um "kostnað" ríkisins vegna niðurfærsluleiðarinnar stenst ekki - enda ekki um rauvnerulegan kostnað ríkisins að ræða.

Spennandi að fylgjast með þegar raunverulegar tölur og upplýsingar koma upp á yfirborðið - ekki einungis létt matreiðsla umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra "a la Jóhanna" á þeim gögnum sem fyrir liggja.


mbl.is Skuldavandinn minni en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að þú hafir mislesið þetta.  Í greininni sagði:

“Jóhanna segir að tölurnar sýni að um 74% heimila með fasteignaveðlán verji innan við 30% ráðstöfunartekna sinna til að standa undir fasteignalánum sínum. Og um 80% heimila verji innan við 20% af ráðstöfunartekjum sínum í bílalán.”

Þú hlýtur þannig að hafa átt við að74% heimilanna eyði minna en helming tekna sína í fasteigna- og bílalán – minna en 30% + minna en 20% hlýtur að vera minna en 50%.

Hinsvegar væri það heldur ekki rétt þar sem það er engan veginn víst að það séu sömu heimilin sem er bæði með lítið af fasteigna- og bílalánum.  Líklegra þykir mér að folk sem er stór bílalán hafi minni fasteignalán á bakinu.  Ef svo er þá væri hlutfallið innan við 50% ennþá hærra.

Indridi (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 20:31

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Indriði

Þetta er alveg rétt hjá þér - en eins og Jóhanna setur þetta fram þá má þess vegna túlka þetta á þann hátt sem ég set fram.

Það sem ég er að segja er að það verður athyglisvert að sjá RAUNVERULEGAR tölur - og forsendur að baki túlkunar Jóhönnu á þeim.

Þú hlýtur að vera sammála að ef um er að ræða viðmið við tekjur fólks frá því fyrir rúmu ári síðan - það er fyrir hrun - þá er staðan bara allt önnur en Jóhanna vill vera láta.

Að sjá sömu konu og hrópaði "neyðarástand" í húsnæðismálum vegna þess það var biðlisti eftir niðurgreiddu húsnæði hjá Félagsbústöðum - þótt flestir á biðlista væru í öruggu húsnæði - gera lítið úr gífurlegum vanda tugþúsunda fjölskyldna - er bara brandari.

Ekki gleyma því heldur að Jóhanna taldi á sínum tíma að fólk gæti ekki fengið hærra húsbréfalán en svo að greiðslubyrði þerra næmi  að hámarki 18% af tekjum fólks - við það miðaði greiðslumatið - þá er undarlegt að hún geri lítið úr því að greiðslubyrði fólks sé allt að 30%!

Ekki gleyma þeim 26% sem eru með hærri greiðslubyrði en 30% af ráðstöfunartekjum egna íbúðalána - þá eru öll önnur lán og framfærsla eftir!

Hallur Magnússon, 3.6.2009 kl. 21:07

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hallur,

á hvaða tímamarki gerði Jóhanna lítið úr tölunum sem "létt-matreiddar voru af umsækjendum um stöðu seðlabankastjóra" eins og þú orðar það nokkurn veginn svo smekklega?

Á hvaða tímamarki gerði hún lítið úr vanda tugþúsunda fjölskyldna?

Þú kannt betur en þetta Hallur, þú ert betri en þetta.

En að öðru leyti er ég sammála þér, við skulum bíða eftir að greining matreiðslumannsins verði gerð lýðnum ljós áður en við gagnrýnum það sem væntanlega mögulega hugsanlega gæti staðið þar.

Elfur Logadóttir, 3.6.2009 kl. 21:54

4 identicon

Þetta er rétt hjá þér Hallur, Jóhanna er ekki í takt við þjónðina sína, þær tölur sem hún hefur geta á engan hátt endurspeglað ástandið, maður þarf ekki annað en að tala við fólk í kringum sig til þess að sjá að ástandið er grafalvarlegt

Steinar Immanúel Sörensson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 22:43

5 Smámynd: Birnuson

Ekki má heldur gleyma því að Jóhanna er hér að tala um hlutfall af ráðstöfunartekjum, en greiðslumatið í húsbréfakerfinu miðaðist við 18% af heildartekjum. Það lætur einmitt nærri að 18% af heildartekjum samsvari 30% af ráðstöfunartekjum.

Birnuson, 3.6.2009 kl. 22:57

6 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ég held að Hallur eigi við að aðstoðarseðlabankastjórinn er umsækjandi um starf hjá Jóhönnu.   Á sama tíma er bankinn beðinn um skýrslu og niðurstaða hennar hentar Jóhönnu og Samfylkingunni afskaplega vel þó svo að allur almenningur kannist ekki við veruleikann sem bankinn lýsir.

Gæti verið að menn séu að leggja inn hjá Jóhönnu til að eiga betri séns á góðu starfi ?

G. Valdimar Valdemarsson, 3.6.2009 kl. 23:06

7 identicon

Hallur !

Þú heldur þig við sandkassaleikinn !

Það er þetta með ,,nýja framsókn"  ?

JR (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:23

8 Smámynd: Elfur Logadóttir

G. Valdimar, ég áttaði mig á því sem Hallur var að reyna að gefa í skyn, og það er honum ekki sæmandi að leggjast á slíka staði. Seðlabankinn er ekki að vinna skýrslu hvers niðurstaða á að vera hentug fyrir Jóhönnu og/eða Samfylkinguna, heldur er vinnan unnin til þess að greina stöðu mála eins og hún raunverulega er, en ekki eins og "allur almenningur" sem bloggar og á köflum gasprar, heldur fram að hún sé.

Og þá er ég ekki að reyna að gera lítið úr vanda þeirra sem eiga í vanda - þvert á móti þá skiptir það öllu máli fyrir ákvarðanir stjórnvalda að vandinn sé rétt greindur til þess að það fólk fái að fullu þann stuðning sem það þarf á að halda.

Við hin sem getum, eigum að leggja okkar af mörkum til þess að tryggja að þau sem varla eða ekki geta, lifi þetta af.

Og nei, það er enginn að leggja inn fyrir starfi - það er drulluskítkast sem þú átt ekki að leggja þér í munn!

Elfur Logadóttir, 3.6.2009 kl. 23:24

9 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Tími Jóhönnu til að hætta í pólitík er kominn.

Samfylkingin fær æðstu Vonbrigðisverðlaun allra tíma frá mér.

Axel Pétur Axelsson, 3.6.2009 kl. 23:54

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

75% heimila með helming ráðstöfunartekna í húsnæðis og bílalán?

Hallur er ekkert ómerkari en aðrar heimildir í þesssu sambandi.

Baldur Fjölnisson, 4.6.2009 kl. 01:13

11 identicon

Rétt hjá þér Axel Pétur, XS fær svo sannarlega VONbrigðiskransinn frá þeim sem létust enn & aftur blekkjast til að kjósa þann flokk...!  Ég bjóst við engu af XS, en samt valda þeir mér gríðarlegum vonbrigðum, þeir eru nefnilega enn & aftur komnir út í "afneitun á veruleikanum" og þeir "VONa í lengstu lög að þetta REDDIST bara einhvern veginn."  XS reyndi að selja þjóðinni þá ÍMYND af Ingibjörgu Sólrúnu að hún væri snillingur, það mistókst auðvitað - nú reyna þeir það sama með Jóhönnu, og því miður er þeim að takast að rústa "trúverðugleika & ímynd Jóhönnu".  Þjóðin kan auðvitað VEL við Jóhönnu, því hún er einn fára stjórnmálamann (ásamt til dæmis Ögmundi) sem er í stjórnmálum af HUGSJÓN.  En þegar fólk er látið í stöður sem það veldur ekki þá verður þetta bara vandræðalegt hjá XS...

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 02:28

12 identicon

Ekki gleyma að í skýrslunni um skuldastöðu Íslendinga vantaði skuldir við lífeyrissjóði, sem eru umtalsverðar.  Því eru allar tölur frekar skakkar, þ.e.a.s. það vantar inn í þær drjúgan hluta skuldanna.

Örn Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:18

13 Smámynd: Birnuson

Líka þarf að athuga að tölurnar eiga við heimili sem greiða af húsnæðislánum. Til eru heimili sem hafa engin slík lán og að teknu tilliti til þess hækkar enn hlutfall þeirra sem búa við viðráðanlegar afborganir.

Birnuson, 4.6.2009 kl. 09:33

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hallur. Hversu legni ætlar þú að bera á borð þá þvælu að ekki sé neinn raunverulegur kostnaður af niðurfærsluleiðinni. Hún mun kosta skattgreiðendur og greiðsluþega lífeyrissjóða hundruði milljarða króna. Það er einfaldlega bull að hægt sé að koma þessum kostnaði yfir á erlendu kröfuhafana. Þeir munu aldrei taka það á sig.

Það er einnig rangt að það sé hægt að nota afföllin af skuldabréfasöfnum gömlu bankanna þegar þau eru færð inn í nýju bankana vegna þess að þau afföll fara öll í útlánatöp vegna þeirra, sem ekki geta greitt sín lán. Allir afslættir til þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum er hreinn viðbótakostnaður við það. Ég sýndi þetta fyrir nokkru með einföldu dæmi á bloggsíðu minni. Þá færslu má sjá hér:

http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/862310/#comments

Einnig bloggaði ég um allar þær villur og rangfærslur, sem framsóknarmenn settu inn á heimasíðu sína um þetta mál fyrir kosningar. Þá færslu má sjá hér:

http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/863214/#comments

Staðreyndin er sú að það stendur ekki steinn yfir steini varðandi málflutning framsóknarmanna í þessu máli og hefur aldrei gert.

Sigurður M Grétarsson, 4.6.2009 kl. 10:04

15 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Elfur:  Hvað á maður að halda þegar maður sér illa unna skýrslu frá Seðlabankanum sem er hampað eins og hinum stóra sannleik?

Hversvegna gerir skýrslan ráð fyrir sama atvinnuástandi og vorið 2007 þegar allir vita betur?

Hversvegna tekur skýrslan ekki með yfirdráttarlán heimilanna ?

Hversvegna tekur skýrslan ekki með bílalán heimilanna ?

Hversvegna tekur skýrslan ekki með kortaskuldir heimilanna ?

Seðlabankinn missir allan trúverðugleik þegar svona illa unnið plagg kemur frá honum.  Það nota engir þetta plagg í opinberri umræðu nema Jóhanna Sigurðardóttir þar sem Seðlabankinn viðurkennir óbeint að um ónýta skýrslu er að ræða og er að gera nýja.

En ég hlýt að velta því fyrir mér hversvegna svona skelfilega illa unnin skýrsla er notuð sem grundvöllur umræðna um stöðu heimilanna og þá blasir við að hún þjónar málflutningi Samfylkingar og engu öðru.  Er það bara tilviljun ?

G. Valdimar Valdemarsson, 4.6.2009 kl. 10:47

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Við skulum líka halda því til haga að heimilin eiga fullt af eignum, sem ekki eru taldar með í þessari skýrslu. Allavega er mér sagt að innbústrygging mín þurfi að vera upp á að minnsta kosti 7 milljónir til að ég sé ekki vantryggður. Ég geri ekki ráð fyrir að neitt af slíkum eignum sé með í þessum samanburði á eignum og skuldum.

Sigurður M Grétarsson, 4.6.2009 kl. 14:40

17 Smámynd: Elfur Logadóttir

G. Valdimar. Mér vitanlega hefur fullunin greinargerð ekki verið birt og þar af leiðandi getur hún ekki talist illa unnin. Það sem hefur verið birt úr henni hefur verið kallað "bráðabirgðaniðurstöður" með sérstökum tilvísunum í að tiltekin gögn vanti til þess að skapa heildarmynd.

Tölurnar sem Jóhanna kynnti í gær virðist vera betrumbæting á því sem áður hefur verið birt og þar kom fram að bílalánin eru þar inni. Hvað er og/eða er ekki innifalið getur verið þar (eða ekki) af mörgum mismunandi ástæðum. Til dæmis var ástæðan fyrir því að tekjur voru ekki í fyrstu tölum sem birtar voru, að Persónuvernd hafði ekki gefið heimild fyrir því.

Þú mátt ekki gleyma að það er verið að vinna með persónuleg gögn og Persónuvernd þarf að gefa grænt ljós fyrir þessari greiningarvinnu - jafnvel þó unnið sé með "afpersónugreiningaraðferð" Íslenskrar erfðagreiningar.

Ég hafna því þess vegna að "svona skelfilega illa unnin skýrsla [sé] notuð sem grundvöllur umræðna" og fagna miklu frekar að Seðlabankinn birti það sem hann hefur þegar í höndunum á hverjum tíma, til þess að gefa okkur möguleika á að átta okkur á stærðunum sem um ræðir - líka þegar upplýsingarnar eru ekki fullkomnar, svo framarlega sem okkur er sagt hvað vanti í þær.

Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 15:45

18 identicon

Með fullri virðingu fyrir þér Elfur.

Þvílíkt bull og þvaður getur þú látið frá þér.

Ef skýrsla er ekki tilbúinn.  Til hvers að birta þáverandi niðurstöður.  Það hefur klárlega ekkert breyst í stjórnsýslunni.  logið út og suður.

itg (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 21:26

19 Smámynd: Elfur Logadóttir

búið var að greina þann hluta gagnanna sem komin voru og birtar voru tölfræðilegar upplýsingar úr þeirri greiningu. Sá hluti greinargerðarinnar stendur fullkomlega sjálfstætt algerlega óháð þeirri vinnu sem enn var eftir og umfjöllunin á netinu var með þeim hætti á þeim tíma að það var fullkomlega réttlætanlegt að birta þessar upplýsingar þegar það var gert. Ekkert var ósatt og engu var logið.

Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband