NAFTA í stað ESB langsóttur kostur

Aðalfréttaskýrandi alþjóðamála hjá breska dagblaðinu The Times stingur upp á að Íslendingar sæki um aðild að NAFTA - Fríverslunarbandalagi Norður-Ameríku sem valkost við aðildarumsókn að ESB.

Þetta lagði ég til árið 1995 þegar ég tók þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins. Þá taldi ég einmitt rétt að nýta stöðu Íslands í miðju Atlantshafi og aðild Íslands að EES - Evrópska efnahagssvæðinu - til að byggja brú milli þessara tveggja stóru efnahagssvæða - þar sem Ísland væri brúarstólpi með miklu möguleikum á atvinnuuppbyggingu og uppbyggingu fjármálafyrirtækja.

Einnig var ljóst að með samningi við NAFTA styrktist staða Íslendinga í sölu og markaðssetningu á vörum og þjónustu við sjávarútveg í Norður-Ameríku.

Þótt hugmynd mín hafi vakið nokkar athygli á sínum tíma - þá varð ekkert úr því að ég gæti fylgt henni eftir af krafti  - kynjakvótar í prófkjöri hjálpuðu ekki til í því.

En þótt þetta hafi verið hugmynd mín árið 1995 - og það nokkuð góð hugmynd - þá hefur síðan komið í ljós að Bandaríkjamenn hafa engan áhuga haft á því að ganga til samninga við Íslendinga um aðild Íslands að NAFTA. Til þess hefur efnahagslegur ávinningur þeirra verið of lítill - og pólitísk staða Íslands undnafarinn áratug ekki verið þannig að það hafi hreyft við Bandaríkjamönnum.

Á sama tíma hafa Evrópumálin þróast þannig að aðild að Evrópusambandinu er miklu vænlegri kostur fyrir Íslendinga. Því er rétt að ganga til viðræðna við ESB - á grunni skilyrða Framsóknarflokksins sem tryggja stöðu Íslands- skilyrða sem ekki ætti að brjóta á í viðræðunum - hvað sem andstæðingar Framsóknar halda fram.  Erindi vegna slíkra viðræðna ætti að senda strax eftir helgi.

Hvort markmið Framsóknarflokksins nást fram í aðildarviðræðum verður að koma í ljós. Ef þau nást ekki þá er huganlega kominn tími til að kanna möguleika að aðilda að NAFTA - en slík aðild getur því miður ekki komið í stað aðildar að Evrópusambandinu.

PS.

Af því að ég minntist á prófkjör 1995 - þá er rétt að það komi fram að annað baráttumál mitt þá var að gera Ísland að einu kjördæmi - samhliða því að stækka veruleg sveitarfélögin og fela sveitarfélögunum fleiri verkefni og stærri hlut af skatttekjum. Þetta baráttumál mitt þá er ennþá baráttumál mitt.


mbl.is Ísland þurfi að spila vel úr veikri stöðu gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Pólitísk og efnahagsleg staða er alltaf að breytast. Kannski væru Kanar til með að skoða málið núna. En ég spyr: getum við verið samtímis í NAFTA og Evrópska efnahagssvæðinu? Flottast væri auðvitað að vera í 4ö5 bandalögum.

Annað: hvar varstu aftur í prófkjöri? Hvers vegna hættirðu alveg? Þú ert nú frekar geðugur gaur af Framsóknarmanni að vera og það eru verri menn en þú á þingi.

Baldur Hermannsson, 30.4.2009 kl. 09:23

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

átti að vera 4-5 bandalögum.....

Baldur Hermannsson, 30.4.2009 kl. 09:24

3 identicon

Og svo þarf ekki annað en að skoða tölur frá hagstofunni til að sjá að ESB er eini valkosturinn, ef menn ætla á annað borð að ganga í einhvern klúbb. Kv...

Eiki S. (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 09:30

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Athyglisverðar pælingar Hallur. Þetta er sama hugmyndafræði og við hjá L-listanum vildum setja á oddinn, að brúa bil í alþjóðaviðskiptum með fríverslunarsamningum frekar en þáttöku í pólitískum bandalögum nema það sé á okkar eigin forsendum. Í því sambandi má nefna að áður en núverandi stjórn komst til valda voru Íslendingar langt komnir með gerð fríverslunarsamnings við Kína, sem gæti skapað svipaða stöðu og þú ert að lýsa. Varðandi NAFTA má nefna að nú eru komnir nýir valdhafar í Hvíta Húsið og því e.t.v. vert að endurskoða það mál, getum við ekki fengið Össur til að hringja í "vin sinn" Obama og tékka á þessu? Það hefur ávallt þjónað hagsmunum Íslands best að vera milliliður í samskiptum risavelda, og tel ég að það eigi líka við um alþjóðaviðskipti. Eina leiðin til þess að halda í þann er möguleika er að varðveita fullveldið og sjálfstæða utanríkisstefnu, en ESB-aðild myndi hinsvegar útiloka slíkt. Það er mikilvægt að kanna sem allra flesta möguleika áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar.

P.S. Eiki, ertu nokkuð með hálsríg? Þú virðist aðeins geta horft í eina átt! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 30.4.2009 kl. 09:43

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hallur. Þú ert fyrsti framsóknarmaðurinn, sem ég hef heyrt af að sé fylgjandi því að gera landið að einu kjördæmi. Ég gæti ekki verði meira sammála þér. Fyrir utan jafnara vægi atkvæða og minna kjördæmapot þá verður afleiðingin af þessu væntanleg sú að hlutfall kynja mun jafnast enn meir á Alþingi. Mér hefur verið sagt að það hafi gerst hjá Færeyingum.

Sameining og stækkun sveitafélaga stefnir í rétta átt þó hún mætti vera aðeins hraðari. Eitt af því, sem þarf að gera er að sameina sveitafjélögin á höfuðborgarsvæðinu. Í því fælist mikil hagræðing í skipulagsmálum og er ég viss um að sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu stæðu ekki uppi með jafn mörg hálfkláruð hverfi eins og nú er ef um væri að ræða eitt sveitafélag. Einnig hefðu þau þá ekki þurft að leggja eins mikið fé út til að kaupa aftur lóðir, sem fólk er að skila.

Ég tel einnig að heildarskipulag nýrra íbúðahverfa væri betra ef hér væri eitt sveitafélag. Ég er nokkuð viss um að ef svo væri þá værum við hvorki með íbúðahverfi við Vatnsenda né á Völlunum í Hafnarfirði.

Ég tel einnig að almenningssamgöngur væru í betra lagi hér ef um væri að ræða eitt sveitafélag á höfuðborgarssvæðinu. Bæði vegna betri samstöðu um niðurgreiðslur kostnaðar og einnig vegna betra heildarskipulags höfuðborgarsvæðisins.

Sigurður M Grétarsson, 30.4.2009 kl. 10:51

6 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Því meira sem ég kynnist þér og þínum stjórnmálaskoðunum þá skil ég alltaf minna og minna í því hvað þú ert eiginlega að gera í Framsóknarflokknum.

Gunnar Axel Axelsson, 30.4.2009 kl. 12:34

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurður M.

Ég er mjög sammála þér í þessu með höfuðborgarsvæðið.

Hins vegar er það svo að það eru töluvert margir Framsóknarmenn sem eru fylgjandi því að gera landið að ienu kjördæmi - og hafa verið lengi - þótt það hafi ekki verið ofarlega í umræðunni. Þeim fjölgaði reyndar verulega eftir kjördæmabreytinguna síðast - sérstaklega þeim sem eru út á landi - merkilegt nokk.

Gunnar Axel.

Ég held þú ættir að skoða stefnu Framsóknarflokksins betur :)

Hallur Magnússon, 30.4.2009 kl. 17:00

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Baldur!

Ég var í prófkjöri í Reykjavík - en var að ljúka námi á Bifröst. Það var þegar Finnur og Haraldur Ólafsson unnu prófkjörið - og svo komu konurnar - enda varð að kjósa 2 karla og 2 konur í 4 efstu.

Annars er gaman að rifja upp stefnumálin 4: Landið eitt kjördæmi og aukið sjálfstæði stærri sveitarfélaga, samningar við NAFTA, beitt utanríkisstefna byggðri á gildum umhverfismála og þróunarsamvinnu - og

Hallur Magnússon, 30.4.2009 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband