Aðildarviðræður að Evrópusambandinu strax
26.4.2009 | 16:02
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu geta hafist strax ef Samfylgingin vill. Ef VG leggst gegn slíkum viðræðum þá hefur Samfylkingin þann kost að mynda ríkisstjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni. Þótt meirihlutinn sé lítill trúi ég ekki öðru en einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu tryggja að ríkisstjórnin gæti gengið til slíkra viðræðna nú þegar.
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu ætti að vera lokið næsta vor þegar kosið verður til sveitarstjórna. Þá er unnt að leggja samninginn í dóm þjóðarinnar.
Boltinn er hjá Samfylkingunni og nú mun koma í ljós hvort Evrópustefna Samfylkingarinnar sé bara upp á punt fyrir kosningar eða hvort Samfylkingin meinar eitthvað með henni.
Þingað um nýja stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hm. Já sem ESB sinni finnst mér S+B+O áhugaverður kostur.
Hvernig má hins vegar túlka orð formanns Framsóknar í umræðuþætti á Rúv í kvöld?
Mærði Steingrím, dróg úr ESB áherslum.....
Hvaða leik er hann að leika? Menn taka sér stöðu, til að tryggja hagsmuni flokksins í mögulegum stjórnarumræðum, en ég sé ekki hvað hann er að gera.
Kannski þú getir svarað því betur?
Ég sé ekki hvernig við eigum að skapa atvinnulífinu ramma hér án ESB og evru. Ef atvinnulífið hrynur þá eru engir tekjustofnar til að halda uppi velferðinni.
Þá höfum ég og konan hugsað okkur til hreyfings.Þá flytjum við úr landi!
BB (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 20:59
33/30, þriggja flokka stjórn, borgarahreyfingin eins og hún er og eitt af erfiðustu kjörtímabilum lýðveldissögunnar framundan. Held að Steingrímur skjálfi ekki beinlínis á beinunum.
Annars verður örugglega farið í þetta ferli en ég geri ekki ráð fyrir umsókn í sumar.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:11
Hér fyrir neðan er smá frétt sem ég fann í dv.is í kvöld um stöðu mála í ESB landi já og landið sem heitir Spán er líka með evru. Þetta er gott að lesa fyrir þá sem trúðu.trúa og eða trúa en að ESB bjargi því sem þarf að bjarga hér á landi svo allt fari vel að lokum. Í Grikklandi eru mánaða laun um 60 þúsund ísenskar en þar eru líka lágir vextir og mikið atvinnuleysi. Það sem Spán og Grikkland eiga sameigilegt sem dæmi er að þau eru bæði í ESB og eru með mynt sem heitir Evra. Varist aðila sem vilja skemmta sér í Rínardalnum meðan fólkið sveltur!!
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
,,Atvinnuleysi á Spáni mælist nú 17,4 prósent og hefur tvöfaldast á einu ári. Ein milljón manns hefur misst vinnuna í landinu og er nú heildarfjöldi atvinnulusra rúmlega fjórar milljónir. Seðlabanki Spánar reiknar með að atvinnuleysi verði 19,4 prósent á næsta ári.
Forsætisráðherra landsins, Jose Luis Rodriguez Zapetero, segist vonast til þess að tæplega 70 milljarða evra innspýting í fjármálakerfi landsins verði til þess að koma atvinnulífinu í betra horf. Gagnrýnendur eru hinsvegar ekki á sama máli og telja að frekari aðgerða sé þörf.''
B.N. (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:27
BN. Eigum við að rifja upp stöðu Spánar fyrir inngönguna í ESB?
Hallur Magnússon, 27.4.2009 kl. 08:51
Sæll Hallur
Verðlag á Spáni hefur hækkaði mikið eftir upptöku evru þar á bæ. Þegar Holland skifti yfir í evru hækkaði allt verðlag um 30 % mörg fyrirtæki urðu gjaldþrota í framhaldinu t.d. veitingarreksturinn. Þegar Holland skifti yfir í evru var ein evra reiknuð á 2,5 gyllinni sem myntin þeirra hét. Þýskaland skifti út mörkunum sínum í stað evru einn evra á móti tveimur þýskum mörkum.
Hallur ef við tækjum upp evru á morgun hvað myndum við þurfa að reikna evrunna á í íslenskum krónum samkvæmt stöðlum Evrópusambandsins?
Kannski 1000 þúsund krónur pr.evra eða 1500 krónur pr.evra og eða 2000 krónur pr evra sem dæmi hvað heldur þú Hallur?
Þessari spurningu hefur engin stjórnmálamaður svarað hér á landi sem mér finnst skrítið þar sem þessi aðgerð í þessum anda er retti lykilinn til að geta séð hvernig byrjunarréturinn yrði hjá okkur Íslendingum ef við tækjum upp evru eftir inngöngu inn í ESB
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.