Sjálfstæðisflokkurinn óttast fólkið í landinu

Ótti Sjálfstæðismanna við vilja fólksins í landinu er brjóstumkennanlegur. Að venju stendur flokkurinn í vegi fyrir því að gerðar verði breytingar á stjórnarskrá sem miða að auknu vægi almennings. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja að flokkurinn geti tryggt hagsmuni sína - haft vit fyrir þjóðinni.

Það sama má reyndar segja um stóran hluta Samfylkingar og embættismannakerfið.  Á þeim bæjum falla nú krókódílatár yfir því að ákvæði um að þjóðin setji sér stjórnskipan framtíðarinnar sjálf - án atbeina stjórnmálamanna og embættismannakerfisins - sé úr sögunni.

Þarna nær Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og embættismannakerfið saman um að treysta fólkinu ekki fyrir að velja sjálft framtíð sína á lýðræðislegan hátt - nei embættismannakerfið, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn vilja geta "lagað" það sem fólkinu í landinu leggur til að verði framtíðarstjórnskipan gegnum vinnu stjórnlagaþings fólkins.´

Það verður spennandi að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn mun einnig koma í veg fyrir ákvæði um að í stjórnarskrá verði tryggt að auðlindir Íslands verði í eigu og á forræði þjóðarinna - á sama hátt og Samfylkingin kom í veg fyrir þá tillögur Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar!


mbl.is Stjórnarskráin áfram á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Hallur og takk fyrir síðast. Hafði gaman af að rekast aðeins á þig á fundinum í kvöld.

Nú er orðið ljóst því miður að stuðningur Framsóknar við sitjandi ríkisstjórn snerist því miður algerlega upp í andhverfu sína og varð hreinlega lýðræðinu í landinu til trafala. Ég gef Framsóknarfólki þó kredit fyrir að hafa a.m.k. viljað vel.

Nú liggur fyrir að sitjandi ríkisstjórn mun hvorki láta á það reyna að koma í gegn hér frumvarpi um persónukjör né stjórnlagaþing. 2 megin loforð þeirra þegar svikin og samt virðist þjóðin ætla að treysta þeim öðrum fremur til þess að leiða okkur í gegnum næstu 2 árin.

Merkilegt nokk...

Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 00:57

2 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Hmmm... það vekur athygli mína Baldur að þú segir næstu 2 árin... hefðbundið kjörtímabil er 4 ár en ég geri ráð fyrir að þú gerir ráð fyrir að næsta ríkisstjórn muni ekki lifa lengur í ljósi þeirra erfiðu ákvarðana sem þarf að taka og hefur stytt vaktina þeirrra um helming??

Helga Sigrún Harðardóttir, 15.4.2009 kl. 03:02

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Baldvin er það reyndar, en Baldur virðist fólki æði tamt oft á tíðum :)

Já Helga Sigrún, margir vilja jafnvel spá því að kosið verði aftur innan árs. Ég vil vera aðeins bjartsýnni en það.

Annars vil ég helst miða við að kosið verði að nýju fljótlega eftir að stjórnlagaþing hefur lokið vinnu sinni og þjóðin búin að fá góða kynningu á þeirri vinnu og er tilbúin til að taka afstöðu til breytinganna sem væntanlega hafa þá verið gerðar.

Efast um að það náist fyrir sveitarstjórnarkosningar og finndist því tilvalið að kjósa að nýju vorið 2011 eins og gert hefði verið í "eðlilegu" árferði. Nýrrar ríkisstjórnar, hver sem hún verður, bíða æði erfið verkefni að takast á við og ég tel að afar margt eigi enn eftir að koma fram. Upplýsingar sem að þjóðinni munu ofbjóða enn og aftur og ítrekað.

Það er engin ástæða til of mikillar bjartsýni, þjóðin veit nú sem er - við getum haft áhrif, búsáhaldabyltingin sýndi okkur það. Þjóðin mun ekki sitja endalaust hjá ef ný ríkisstjórn sýnir að henni sé ekki treystandi til verksins.

Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 08:49

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Óeðlilega fyndið hversu hræddur RÁNFUGLINN er að láta frá sér völd yfir í hendur þjóðarinnar - en samt skiljanlegt að hann vilji ekki gefa eftir VÖLD enda hefur hann farið illa með völd sýn síðustu 18 ár, vægast sagt troðið sýnu liðið í fjölda embætta sem það ræður ekki við, enda fór þjóðarskútan í strand.  XD setur ávalt völd í fyrsta sæti, sjálfan sig í 2. sæti, þingmenn í 3. sæti, LíU - SA & Herforingjaráð í 4. sæti og síðan lenda hagsmunir ÞJÓÐARINNAR í 5. sæti sem afgangsstærð - ÁVALT - því miður enda kalla ég flokkinn bara RÁNFUGL.....  Fyrir 25 árum bar maður "virðingu & traust" til flokksins, slíkt er ekki hægt í dag.  Ég vona innilega að flokkurinn taki til hjá sér sem fyrst....  Ég tek síðan eftir þvi að Baldvin, Hallur, ég & fleiri óttast vægast sagt þá staðreynd að hér stefni í annað kerfishrun bankanna og að næsta ríkisstjórn sitji ekki lengi - enda er Samspillingin ekkert annað en LÝÐSKRUM og kemur aldrei með neinar lausnir að borðinu.  Síðan gera þeir stólpa grín af X-B & Hagsmunarsamtökum heimilina þegar þessir aðilar reyna ÞÓ að setja fram LAUSNIR - lausnir sem þarf að fínpússa.  Já, það fer hrollur um mann, með þetta lið "áfram upp í brú þjóðarskútunnar."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 15.4.2009 kl. 17:55

5 identicon

Hallur

Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki fyrir valinu í a.m.k. þetta skiptið, svo mikið er víst.  Ætlar Framsóknarflokkurinn að verða raunverulegur valkostur fyrir undanvillta hægri menn og konur með því  að slíta tengslin við sitt eigið flokkseigendafélag.  Flokkseigendafélög er ein helsta meinsemd þessara tveggja flokka.  Ætla Framsóknarmenn að grípa gæsina, klára að hreinsa til, gera niðurstöðu hreinsunarinnar opinbera og verða að valkosti fyrir nýja kjósendur eða að halda áfram á treysta að deyjandi fylgið tryggi oddastöðu og setu við kjötkatlana.  Óska ekki eftir svari en vona að þið gerið ykkur kosningaverða fyrir kosningar, tíminn er að renna út.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband