Ráðgjafastofa fyrir fyrirtæki í greiðsluörðugleikum góð hugmynd
30.3.2009 | 22:52
Alþingi var að samþykkja mikilvægar breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti sem kveða á um greiðsluaðlögun einstaklinga. Það er mikilvægt ekki síst ástandinu eins og það er núna.
Annað mikilvægt skref í ástandinu eins og það er núna væri ef Alþingi samþykkti að setja á fót ráðgjafastofu fyrir fyrirtæki í greiðsluörðugleikum. Slíkt gæti eflaust hjálpað mörgum fyrirtækjum, ekki síst minni og millistórum fyrirtækjum að þreyja þorrann og viðhalda atvinnu.
Fimm þingmenn fjögurra flokka vilja einmitt að stofnuð verði ráðgjafarstofa fyrir fyrirtæki í greiðsluörðugleikum.
Um það er fjallað á visir.is þar sem segir meðal annars:
Við teljum að fyrirtæki í rauninni hafi ekki neinn stað til að leita til. Stofan er því bæði hugsað til að ráðleggja fyrirtækjum að halda áfram rekstri eða hætta rekstri til að takmarka skaðann," segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Eygló telur nauðsynlegt að stofna slíka ráðgjafarstofu. Við erum að horfa á ofboðslega alvarlega stöðu," segir Eygló vísar í tölur Hagstofu Íslands um fjölda gjaldþrota máli sínu til stuðnings. Tölur sýna 70% aukningu í janúar og 38% aukningu í febrúar á þessu ári miðað við sömu mánuði í fyrra. Eygló segir að í fyrra hafi verið metár hvað varðar gjaldþrot fyrirtækja og ástandið sé því mjög alvarlegt.
Greiðsluaðlögun komin í gegnum þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki vitlaus hugmynd.
Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 01:42
Þetta væri í samræmi við þá hugmynd að aðstoða þá einstaklinga sem eru í greiðsluerfiðleikum. Finnst þetta hugmynd sem vert er að skoða
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 31.3.2009 kl. 02:43
Ég sé bara ekki hvernig þetta ætti að geta hjálpað heimilum sem þegar eru komin svo langt í skuldasúpuna að þeim er ekki bjargandi.
Það væri gott ef þú Hallur, gætir útskýrt það fyrir einfeldingi eins og mér.
Ég skil ekki hvernig það breytir að einver annar segi manni að maður eigi að láta gera sig upp eða selja húseignina?
Hvernig getur þetta verið gott fyrir heimilin?
(ég spyr í mikilli auðmíkt en ekki í hroka)
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 31.3.2009 kl. 10:32
Ef pólitiskur klikuskapur á að ráða því hvaða fyrirtæki eiga að fá að lifa eða deyja, þá legg ég til að Samfylking, VG og Framsóknarflokkur gangi hreint til verks og sameinist í flokki sem fær nafnið Kommúnistaflokkur, og nöfn flokkanna verði samhliða lögð niður.En ég mótmæli þvi ef framsóknarmaður verður kosinn formaður hins nýja flokks því ég tel að enginn framsóknarmaður muni kjósa hinn nýja flokk.
Sigurgeir Jónsson, 31.3.2009 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.