Framsókn nauðsynleg í ríkisstjórn - segir eðalkratinn Kolbrún!

Það eru flestir sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera áfram á stjórnarandstöðubekknum eftir kosningar, en flest skynsamt fólk eins og til dæmis Kolbrún Bergþórsdóttir krati og bókmenntagagnrýnandi, eru sammála um að Framsóknarflokkurinn sé nauðsynlegur í vinstri stjórn eigi hún að virka.

Í Morgunblaðinu í dag segir Kolbrún meðal annars:

"Vinstri græn eru kokhraust þessa dagana og það má sjá á þeim að þar á bæ geta menn ekki beðið eftir að fá umboð hjá þjóðinni til að koma hugmyndum sínum un skattahækkanir í framkvæmd. Samfylkingin mun dansa með. Eina vonin er sú að niðurstöður kosninga verði þannig að þessir tveir flokkar fái ekki tilskilinn meirihluta og neyðist til að taka Framsókn með sér í ríkisstjórn.

Oft er sagt að þriggja flokka ríkisstjórn sé ekki af hinu góða en þess konar stjórn er miklu betri kostur en afturhalds-samsull Samfylkingar og Vinstri grænna´. Í þriggja flokka stjórn mun það verða hlutskipti Framsóknar að halda ríkisstjórninni í jarðsambandi og koma í veg fyrir að hún haldist í afturhaldsförunum.

Kolbrún Bergþórsdóttir, eðalkrati, hittir þarna naglan á höfuðið!


mbl.is Jóhanna: Sjálfstæðismenn áfram á bekknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinstri stjórnir hafa hingað til ekki funkerað án Framsóknar. Ég fatta ekki hvernig Vg og Samfylkinging ætla að ná stjórnarsáttmála um mál eins og ESB eða atvinnumál til skemmri tíma. Þar eru djúpar gjár á milli. Nú þýðir ekki lengur að hafa Sjálfstæðisflokkinn burt, sem markmið.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 22:43

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Er nokkur ástæða til þess að Framsókn sé í stjórn? Framsókn var 12 ár í stjórn með XD, en man bara alls ekkert eftir því.  Þó hafa síðustu tæpir tveir áratugir verið með þeim bestu á Íslandi

Haukur Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 23:12

3 Smámynd: TARA

Einu sinni verður allt fyrst og ef til vill spjara VG og Samfylkingin sig núna án Framsóknar..hver veit ??

TARA, 29.3.2009 kl. 23:24

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Kolbrún "eðalkrati"? Ég hef ekki getað skilið hana betur en að hún sé löngu hætt að vera krati og orðin íhald...

Friðrik Þór Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 00:22

5 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Hún er eitthvað svo einmanaleg þessi færsla - Var búin að gleyma að Framsóknarflokkurinn væri til - svo mikið var fjaðrafok um Jesús Krist og Skyrgám um helgina

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 30.3.2009 kl. 01:37

6 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Þetta er nú það vitluasasta sem ég hef lesið lengi. Að Kolla B sé skynsöm er fjarri sanni eins og Moggaskrif hennar sýna. Henni tekst stundum vel upp í viðtölum við vini sýni. Hún hefur ekki hundsvit á pólitík né bókum, en af Moggaskrifunum að dæma virðist hún drekka of oft rauðvín með Hannesi. Það hefur aldrei verið vinstristjórn á Íslandi án Framsóknar sem hefur komið í veg fyrir allar umbætur. Þótt Samfylkingingin sé ekki vinstriflokkur þá verður það sögulegt að vera laus við valdasjúka flokkinn, siðlausa aftrhaldið Framsókn sem var framsækinn fyrir 90 árum.

Þorri Almennings Forni Loftski, 30.3.2009 kl. 04:29

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Best og eðilegast er að Steingrímur verði látinn einn um að stjórna Gránu gömlu, sem er á svipuðu reki og ég, honum hefur gengið það vel til þessa og óþarfi að vera að trufla hann við verkið.Ef hún skyldi vera með einhverja óþægð sem má búast við, þá gæti vel komið til greina að Framsókn sendi einhvern til að halda í tauminn meðan Steingrímur fer á bak.En það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur Steingrímur mun stjórna Samfylkingunni og koma í veg fyrir að hún æði með okkur inn í ESB.XB ekki ESB.

Sigurgeir Jónsson, 31.3.2009 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband