20% leiðréttingarleið Framsóknar eina vitið

20% leiðréttingarleið Framsóknarflokksins er eina vitið. Hún byggir á jafnræði, hún er mjög vel framkvæmanleg, hún er ekki dýr - þótt kratarnir haldi slíku fram algerlega órökstutt - og leiðin kemur atvinnulífinu aftur af stað.

Annars er það með ólíkindum að 20% leiðréttingarleið Framsóknar sé í Mogganum sífelld tengd Tryggva Þór Herbertssyni - en ekki Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknar sem setti hugmyndina fram með 17 öðrum skynsamlegum tillögum um aðgerðir í efnahagsmálum.

Þá er það einnig sérstakt að blaðamenn biðja kratana aldrei um rökstuðning þegar þeir staðhæfa að kostnaður við 20% leiðréttingarleið Framsóknar sé dýr fyrir ríkið. Það er hreinlega rangt hjá krötunum - enda hafa þeir aldrei þurft að færa rök fyrir upphrópunum.

Reyndar er athyglsivert hvað formaður Samfylkingarinnar teygir sig langt til að gagnrýna - án rökstuðnings - tillögur Sigmundar Davíðs og Framsóknarflokksins. Nú síðast í ræðu sinni á þingi ASÍ þar sem hún - ásamt Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ og stuðningsmanni Samfylkingarinnar - voru að pirrast út í Framsókn og Framsóknarfólk.


mbl.is Er „Leiðrétting“ lausnin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eigum við að fara í hanaslag um það hver átti hugmyndina?

Það hafa komið fram nokkrar hugmyndir um leiðréttingu höfuðstóls lánanna.  Ég kom með afskriftarsjóðshugmyndina, þ.e. að stilla öll lán við stöðu þeirra 1. janúar 2008 og setja afganginn í afskriftarsjóð.  Aukist greiðslugeta, þá taki lántakandinn að sér að greiða stærri hluta lánsins. Þú komst á sínum  tíma fram með greiðslugetuviðmið, þ.e. að setja alla í greiðslumat og stilla afborganir og höfuðstól við það.  Hagsmunasamtök heimilanna vilja setja atfurvirkt þak á verðtryggingu og breytingu gengistryggðra lána í verðtryggð miðað við upphaflegan höfuðstól.  Framsókn og Tryggvi eru með 20% niðurfærsluna.  Lilja Mósesdóttir vill 4 milljóna kr. lækkun.  Loks vill ríkisstjórnin greiðsluaðlögunarleiðina, sem er í  sjálfu sér ekkert ólík þinni hugmynd.

Mér finnst ekki skipta megin máli hvaða leið er farin, svo fremi sem dregst ekki úr hófi að velja aðferðina, útfæra hana á skynsaman hátt og hrinda henni í framkvæmd.  Það eru rúmlega 12 mánuðir síðan að krónan féll og nákvæmlega ekkert hefur verið gert fyrir þennan hóp.  Úr því þarf að bæta STRAX.

Marinó G. Njálsson, 27.3.2009 kl. 10:44

2 identicon

Ég velti fyrir mér jafnræðinu sem þú ræðir um. Hvað með þá sem eru skuldlausir? Hvernig er komið til móts við þá?

Maður spyr sig.

Tökum sem dæmi einstakling sem seldi fasteign sína rétt fyrir hrun, leggur upphæðina inn á peningasjóðsbréf á meðan leitað er að nýju húsnæði. Síðan tapar hann 30-40% á falli bankanna. Hvar er jafnræðið fyrir hann?

Tökum líka nema sem dæmi. Búinn að taka lán frá LÍN til þess að fjármagna námið. Hefur ekki keypt sér íbúð, búinn að búa í litlum holum síðustu árin og alveg misst af góðærinu. Hvar er jafnræðið fyrir hann? verður slegið líka af námsláninu?

Bara sem dæmi.

Viðar

Viðar (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband