Almenna leiðréttingarleið Framsóknar í stað geðþóttaákvarðanna vinstri flokkanna

Það blasir við að núvarandi ríkisstjórn ætlar að byggja upp eigið fé ríkisbankanna með því að láta heimilin og atvinnufyrirtækin greiða að fullu verðtryggð lán sín til baka - þrátt fyrir að lánasöfnin hafi verið afskrifuð að stórum hluta við yfirfærsluna í nýju ríkisbankanna.

Það skýrir hatramma andstöðu og rakalausan málflutning ríkisstjórnar og forystu ASÍ gegn leiðréttingaráformum Framsóknarmanna sem vilja lækka lán fjölskyldna og atvinnufyrirtækjanna í landinu um 20%.

Það er hægt að að færa lánin niður um 20% - en þá getur ríkisstjónin ekki látið heimilin í landinu reisa við eigið fé ríkisbankanna af sama hraða og hana greinilega langar - og þá getur ríkisstjórnin heldur ekki handvalið hvaða Samfylkingarfyrirtæki eiga að lifa og hvaða fyrirtæki eiga að deyja.

Hvernig væri að blaðamenn spyrðu ráðherraliðið og forystu ASÍ um röksemdir - í stað órökstuddra upphrópana um að 20% leið Framsóknar kosti ríkið svo mikið.

Ég hef hvergi sé þá upphrópun rökstudda - enda er hún úr lausu lofti gripin!


mbl.is Hagsmunasamtök heimilanna undirbúa málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband