Ólafur F. Magnússon ræðst á starfsfólk Ráðhússins!
3.3.2009 | 18:16
Það var sorglegt að horfa á Ólaf Friðrik Magnússon borgarfulltrúa ráðast á afar ósmekklegan hátt á starfsfólk Ráðhúss Reykjavíkur með dylgjum og óhróðri úr ræðustól borgarstjórnar. Ólafur F. sakaði starfsfólk í ráðhúsinu um óheiðarleika.
Borgarstjóri kom starfsfólkinu til varnar og bað Ólaf F. að ráðast ekki að starfsfólki úr ræðustól borgarstjórnar þar sem starfsfólk gæti ekki varið heiður sinn. Við það færðist Ólafur F. í aukanna og bætti í árásirnar á starfsfólkið.
Ég hef aldrei áður séð ósmekklegri aðför að starfsfólki Reykjavíkurborgar úr ræðustól borgarstjórnar, en ég fylgdist með nánast öllum borgarstjórnarfundum tímabilið 1986-1991 þegar ég var varaborgarfulltrúi. Þá hef ég fylgst með útvarpssendingum af borgarstjórn af og til undanfarin misseri - en brá mér á pallana í dag - þar sem ég trúði ekki mínum eigin eyrum og augum þegar Ólafur F. hóf nánast að svívirða starfsfólk Ráðhússins. Hef þó heyrt ýmislegt vafasamt frá manninum.
Ekki veit ég hvað manninum stóð til - en má vera að Ólafur F. hafi átt dálítið erfitt eftir að fyrri dylgjur hans og ásakanir í garð borgarfulltrúa Framsóknarflokksins voru hraktar hver á fætur annarri - og flett ofan ásökunum Ólafs F. svo ekki stóð steinn yfir steini.
Á fundinum var meðal annars farið yfir nokkrar móttökur sem Samfylking, VG og Sjálfstæðisflokkur hafa haldið sambærilegar þeim sem Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins hélt á haustmánuðum - og sýna svart á hvítu að Óskar fór eftir reglum og hefðum í borgarstjórn með móttöku sinni.
Reyndar hjólaði Ólafur F. einnig í fyrrum samstarfskonu sína - Margréti Sverrisdóttir - og vildi reka hana út úr borgarstjórnarsalnum - og í borgarstjórann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þar sem hann setti fram órökstuddar dylgjur.
Hvet fólk til að fylgjast með ræðum Ólafs Friðriks í borgarstjórn. Þær eru oft á tíðum afar athyglisverðar svo ekki sé meira sagt.
4100 fá sumarstarf hjá borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er greinilegt að Ólafur F. kemur við kauninn á Framsóknarliðinu.
Sigurjón Þórðarson, 3.3.2009 kl. 19:06
Sigurjón!
Áður en þú setur svona athugasemd inn þá ættir þú að hlusta á "ræðu" mannsins. Hvenær hafa borgarfulltrúar ráðist að starfsfólki Ráðhússins úr ræðustól? Þessi árás Ólafs F. hafði ekkert með Framsóknarflokkinn að gera.
Hefði þér einhvern tíma dottið í hug að ráðast með dylgjum og dónaskap að starfsfólki Alþingis?
Þetta er sambærilegt.
Hallur Magnússon, 3.3.2009 kl. 19:22
Ég myndi ekki verja spillingu Óskars Bergssonar svona verandi að bjóða mig fram til þings, nema þér finnist þetta bara allt í lagi það sem hann gerði með Framsóknarvinum sínum? Vg gerðu þetta einhvern tíman 2004 en síðan ekki söguna meir, svo ekki vera að klína svona spillingu á alla flokkana til að fegra Óskar Bergs. Það að hann skyldi svo koma í Kastljósið og verja þetta og finnast þetta bara allt í lagi bara af því VG höfðu gert þetta, það segir allt sem segja þarf um siðblinduna. Eins og þú sérð er ég reiður, þessir pólitíkusar telja sig geta gert það sem þeim dettur í hug, ég vona að þú hafir það í huga þegar þú verður kominn á þing að berjast á móti spillingu hvar sem þú sérð hana og ekki þá síst í þínum eigin flokki.
Valsól (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 19:56
'Eg er ekki að ræða um Óskar Bergsson - heldur ótrúlega framkomu Ólafs F. í garð starfsfólks Ráðhússins.
Hins vegar voru dylgjur og ásakanir Ólafs F. í garð Óskars vegna Höfðatorgs og Eyktar hraktar svo skilmerkilega af Vilhjálmi forseta borgarstjórnar - að það mál og þær dylgjur Ólafs falla um sjálfa sig.
Það er líka vert að halda til haga að það var ekki bara 2004 sem VG héldu sambærileg hóf og Óskar. En það er annað mál.
Hallur Magnússon, 3.3.2009 kl. 20:19
... en Valsók - það er afar athyglisvert að þú gerir meiri siðferðilegar kröfur á Framsókn en aðra flokka. það er sossum í lagi. Við stöndum undir því.
Hallur Magnússon, 3.3.2009 kl. 20:20
Ég hef þá tilfinningu að Ólafur F. Magnússon sé vandaður maður og hann sé raunverulega að meina það þegar honum ofbýður spilling og sukk á kostnað almennings. Veislur sem borgin heldur eru nefnilega aðeins haldnar vegna þess að borgarbúar vilja sýna einhverjum virðingu og rausnarskap og borgarsjórinn eða forseti borgjarstjórnar sjá um að framkvæma það verk. Ég sé hins vegar engann tilgang til þess að þeir séu að halda prívat veislur fyrir vini sína á kostnað borgarinnar - slíkar veislur borgar maður sjálfur og ef maður tímir því ekki þá biður maður gestina að taka með sér nesti. Ég held að Óskar Bergsson og þú Hallur skiljið ekki alveg muninn á þessu tvennu.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 20:54
Ólafur er einn af sárafáum stjórnmálamönnum sem leggur sig fram af stálheiðarleika. Þess konar vinnubrögð hafa ekki passað JAPPAstjórnmálamönnum liðinna ára. Ólafur hefur aldrei verið bendlaður við spilling né að hafa reynt að skara eld að eigin köku. Ekki einu sinni að nota almannafé til eigin frama svo sem endurmenntun eða þáttöku í samkomum sem gefa sambönd til framaaukningar. Nánast ekkert af þessu er hægt að segja um Óskar Bergsson eða Björn Inga Hrafnsson.
Þannig að ég fæ ekki séð hvusu ómaklegt það sé að krefjast svara við eðlilegum spurningum. Voru hagsmunatengsl, eða voru þau ekki.
Ef byrjað er að ræða ómaklegheit svona almennt. Þá liggja þau í garð Ólafs.
Það hefur aldrei þekkst fyrr að reynt hafi verið á skipulegan hátt að rægja mann með dylgjum um veikindi. Veikindi eru veikindi, en ég myndy vel trúa því að ef erfiður andstæðingur Óskars væri fastur í hjólastól myndi Óskar reyna að nýta sér það til að losna við að svara ómögulegum spurningum.
Jens Guðmundur Jensson, 3.3.2009 kl. 22:59
Ágæti Jens og Gísli.
Ég met það mikils að þið skulið verja Ólaf F. vegna efasemda hans um móttöku Óksar Bergssonar - sem orkar tvímælis eins og sambærilegar veislur VG, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokk undanfarin misseri og ár.
En það er ekki málið sem ég er að fjalla um núna.
Það getur vel verið að gagnrýni Ólafs á Óskar - og reyndar fleiri stjórnmálamenn í dag - sér réttmæt. Þótt hún væri það ekki - þá er hún eðlilegur hluti af átökum í pólitík.
En þegar borgarfulltrúinn og fyrrverandi borgarstjórinn stígur yfir það strik að ráðast að almennu starfsfólki Ráðshússins með dylgjum - fólki sem getur ekki varið sig úr ræðustól borgarstjórnar eins og pólitískir andstæðingar Ólafs F. í borgarstjórn geta gert - þá er mér gersamlega misboðið!
Ég hefði fyrirgefið Ólafi þessar grófu árásir á starfsfólk Ráðhússins - ef hann hefði tekið ábendingum borgarstjóra að slíkar árásir væru ekki réttar. Ég hefði tekið ofan fyrir honum ef hann hefði beðið starfsfólk Ráðhússins afsökunar á þessum grófu árásum að starfsheiðri þess.
En þess í stað réðst Ólafur F. AFTUR að starfsfólki Ráðhússins með órökstuddum dylgjum.
Um það snýst málið.
Ekki mismunandi sjónarmiðum gagnvart móttöku og dundum.
Það er ófyrirgefanlegt að ráðast ÍTREKAÐ að starfsfólki Ráðhússins úr ræðustól borgarstjórnar.
Það er alveg ljóst hvað Framsóknarmenn myndu krefjast af sínum borgarfulltrúa ef hann hefði ÍTREKAÐ ráðist að starfsfólki Ráðhússins sem leitast við að vinna vinnuna sína vel.
Hann hefði þurft að segja af sér!
Nokkrar snittur til eða frá eru hjómið eitt miðað við aðför borgarfulltrúans pg fyrrverandi borgarstjóra að starfsfólkinu.
Þá er ég ekki að réttlæta snitturnar!
Hallur Magnússon, 4.3.2009 kl. 00:11
Hallur, hvaða ásakanir Ólafs á hendur Óskari hafa verið hraktar? Hvaða dylgjur voru bornar til baka?
Á mannamáli svaraði Óskar því bara til að það væri allt í lagi að vera spilltur því aðrir væru það líka. Og vildi ekki bera af sér ásakanir um tengsl við verktaka þótt hann hefði haft gott tækifæri til.
Daði (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 00:15
Daði.
Ég er ekki að tala um ræðu Óskars. Ekki móttökuna sem hann hélt - og flestir halda að dylgjur Ólafs hafi fyrst og fremst fjallað um móttökuna - en það er bara ekki rétt. Það er enginn sem - og allra síst Óskar sjálfur - sem mótmælir því að sú móttaka hafi átt sér stað - og að í núverandi efnahagsástandi orki hún að minnsta kosti tvímælis.
Það sem hrakið var óumdeilt út í ysta hafsauga - ma. af Vilhjálmi forstea borgarstjórnar - voru dylgjur og staðhæfingar um að Óskar hefði gengið erinda verktaka -Eyktar - sem Óskar vann hjá í fjögur ár - enda Óskar húsamiðuður og vann hjá Eykt einvhern tíma - en hætti 2003.
Það kom fram að Óskar var ekki einu sinni varaborgarfulltrúi - og ekki í neinni nefnd á vegum borgarstjórnar - þegar ákvörðun var tekin - í tí R-listans - um breytta nýtingu á Höfðatorgsreitnum.
Það kom einnig fram að Óskar sagði sig strax frá málinu- sem fyrrum starfsmaður Eyktar - þegar fjallað var um byggingu og leigusamninga Eyktar á viðkomandi húsi. Hann kom aldrei að því máli.
Það kom einnig fram að samningar um leigu - sem Ólafur F. vildi klína á Óskar - vorum samþykktir í meirihluta F-lista, S-lista, man ekki VG-lista bókstafinn og B-lista. Óskar kom ekki að því - en það gerði framboð Ólafs F:
Það eru þessar dylgjur og ósannyndi Ólafs sem hrakin voru - óumdeilt - á fundinum í dag.
Snittumálið er allt annað mál. Það er reyndar óumdeilt að sambærilegar móttökur haf averið undanfarin misseri og ár á vegum Samfylkingar, VG og Sjálfstæðissflokks og í mun meira mæli en þessi eina móttaka Óskars.
Það mál er ekki spurning um spillingu - frekar en sambærilegar móttökur - heldur mögulegt dómgreindarleysi.
Ekki hanga á nokkrum snittum - þegar hraktar dylgjur Ólafs snerust um allt annað og alvarlegra - en var reyndar hrein lýgi af Ólafs hæalfu.
... og alls ekki nota nokkrar snittur sem skálkaskjól fyrir ruddalega ðaför Ólafs F að heiðarlegi starfsfólki Ráðhússins - sem ekki geta varið sig í ræðustól
Hallur Magnússon, 4.3.2009 kl. 00:40
Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir að menn telja Framsók siðferðilega gjaldþrota.
Óskar bíður félögunum í flokknum í drykk. Flottur gaur að taka smá skrens á kostnað borgarinnar. Ding. Hér á bjallan að hringja. Nei, í staðinn er farið í að verja hann. Eflaust hefur hann eitthvað farið yfir strikið. Hinsvegar er raunverulega það sem framsóknarmenn eiga að vera að gera að skoða hvort svona aðferðir séu það sem á við. Borgarbúar eru ekki hópurinn sem á að standa undir hittingi hjá framsókn. Framsóknarmenn væru betri menn ef þeir einbeittu sér að því að því að uppræta þennan grunn misskilning innan þeirra raða að peningar annar séu þeirra til að eyða. Hvað er svona erfitt við að viðurkenna mistök sín. Borga þessa peninga til baka og snúa sér að næsta máli?
Nei, þið verðið að grafa upp að 1700 og súrkál hafi veisla sem á vegum VG og XD verið haldin. Þeir eiga líka að gera hreint fyrir sínum dyrum ef svo er. Það er hinsvegar ekki vörn í þessu að segja að allir voru að stela.
Svo fyrst við erum í borgarmálum, Af hverju er Ólafur F ekki að gera meira veður úr millunum sem Gísli Marteinn hefur tekið sér í námi erlendis. Hvar voru þið framsóknarmenn þá? Það sinnir engin fullu námí í háskóla og fullri vinnu borgarfulltrúa á sama tíma. Það vitið þið vel en samþykktuð þetta samt.
Hverning er með þetta húsnæði sem Eykt byggði í borgartúni og borgin er að borga ofurleigu fyrir? Er það rétt sem maður heyrir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sé stjórnarmaður í því fyrirtæki? Af hverju er verið að fela hvort Óskar tók við framlögum frá Eykt ?
Enn meira og sorglegra er hvar sómatilfinning ólafs f var þegar hann keypti ásamt xD húsin á laugavegi fyrir 500milljónir. Það eru nokkrar veislur hjá Óskari. Ef ég ætti að velja hefði ég valið að landsþing framsóknar væri fremur borgað af borginni en sú vitleysa. Það er hægt að gera margt fyrir 500millur.
Þessi óhugnarlegi hugsanaháttur stjórnenda borgar og ríkis undanfarin á þar sem sjálftaka hefur ráðið ríkjum í öllum málum er því miður inngrafin í ykkar hugsanahátt.
Þarf þessi gamli valdakjarni ekki að skoða hvort jafnvel það mætti skoða hvort þetta sé óeðlilegt ?? Ég hugsa að starfsfólk Ráðhússins jafni sig.
Ólafur (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 00:42
Ólafur.
Listinn yfir móttökur Samfylkingar, VG og Sjálfstæðisflokks mun væntanlega birtast. Þá kemur í ljós að það þarf ekki að leita til "1700 og súrkál" til að sjá sambærilegar móttökur.
Hræsni VG og Samfylkingar í málinu er hins vegar umhugsunarverð.
Það skiptir hins vegar ekki máli í því sem ég er að ræða um núna. Ég er ekki að tala um snittur og pólitísk átök - en slík átök eru eðlileg þótt þau geti verið of hörð á stundum.
Málið snýst um ólíðandi framkomu fyrrum borgarstjóra og núverandi óbreytts borgarfulltrúa á starfsfólk borgarinnar sem ekki getur varið sig úr ræðustól í borgarstjórn.
Það að Ólafur F. hafi Óskar Bergsson á heilanum fyrir það að hafa komið honum úr borgarstjórastólnum - þar er Ólafs vandamál - og Óskar er fullfær um að taka á þeirri þráhyggju Ólafs.
En það er ólíðandi að ráðast á þann hátt á starfsfólk borgarinnar eins og Ólafur gerði - ítrekað. Um það snýst málið. Maðurinn á í það minnsta að biðja starfsfólk Ráðhússins afsökunar.
Hallur Magnússon, 4.3.2009 kl. 08:34
Hallur það er sjálfsagt ekki rétt að ráðast á fólk úr ræðustól sérstaklega ef fólk hefur ekki tök á að svara fyrir sig. En ég myndi ekkert vera að fegra Óskar í þessu máli.
Guðrún Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 11:23
Guðrún.
Fegra Óskar í hvaða máli?
Höfðatorgsmálinu - þar sem hann hefur verið borinn ítrekað röngum sökum!
Það er búið að hrekja þær dylgjur lið fyrir lið.
Eiga menn bara að sitja hjá þegar menn eru sakaðir um hluti sem standast engan veginn?
Sé að fjölmiðlar eru ekki jafn áfjáðir að skrifa fréttir þar sem dylgjur og tilhæfulausar ásakanir eru hraktar fullkomlega - eins og að skrifa um dylgjurnar og tilhæfulaustar ásakanirnar sjálfar.
En það er annað mál.
Ef þú ert að tala um snitturnar - þá var það dómngreindarleysi - en hvað sem menn reyna að sprikla með það - þá var það dómgreindarleysi í takt við það sem VG., Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa tíðkað til þessa.
En menn eru ekkert að gagnrýna það ...
Hallur Magnússon, 4.3.2009 kl. 13:34
Hallur, takk fyrir þessa færslu. Þetta er orðið óþolandi. Fjölmiðlar og borgarkerfið kóar með ástandinu og fjölmiðlar eru bara í einhverju slá-sér-upp-í-fimm-mínútu-athygli en þykjast ekki sjá vandamálið. Þú hælir Vilhjálmi forseta borgarstjórnar en ég verð að segja það alveg eins og það er - Vilhjálm ur er alls, alls ekki að standa sig varðandi þetta vandamál.
Það er ólíðandi að borgarstjórn Reykjavíkur sé nánast í herkví manns sem hefur vægast sagt stórundarlegar hugmyndir um hvað er að gerast í kringum hann. Vissulega er málfrelsi mikilvægt en hvers vegna leyfist Ólafi F. að nota sitt málfrelsi á þann hátt að hann vegur að æru fólks fjölda fólks og ofsækir það og eyðileggur allan starfsanda í kringum sig.
Ég er lítið peð í þessum borgarstjórnarmálum, ég sit í mannréttindanefnd í Reykjavík og tjái mig á bloggi eins hreinskilningslega og ég get en það hefur samt orðið til þess að jafnvel ég sem á ekkert sökótt við manninn hef verið hundelt af honum og það er varla vinnufriður fyrir honum.
Ég skil vel að Ólafur greyið sé sár út af því að Sjálfstæðismenn sviku hann en má hann ekki sjálfum sér um kenna? Hefur hann ekki svikið allt og alla í kringum sig í stjórnmálunum og ekki getað lynt við einn eða neinn?
Aldrei mun ég skilja hvað Sjálfstæðismönnum gekk til að púkka Ólaf F upp sem borgarstjóra. Það skilja víst líka fáir Reykvíkingar.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 4.3.2009 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.