Lausnin er að bíða í tvo daga

Lausnin er einföld fyrst meirihluti viðskiptanefndar vill bíða eftir skýrslu ESB. Bíða í tvo daga. Davíð tveimur dögum lengur í Seðlabankanum munar ekki öllu úr því sem komið er. Óþarfi að fara af límingunum.


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Óþarfi að fara úr límingunum ? Kannski, en það er fínt að fá endanlega staðfestingu á því hvað framsóknarflokkurinn stendur fyrir. leppur XD.

Kjósendur vita þá að hverju þeir ganga með nýja hvítþvegna flokkinn..

hilmar jónsson, 23.2.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hvernig getur það verið að formaðurinn er sammála þeim báðum um þetta mál, ef þeir eru ósammála? Gengur ekki alveg upp...

Ég sé fyrirsögnina fyrir mér þann 26.apríl : "Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkur hefja viðræður"

Smári Jökull Jónsson, 23.2.2009 kl. 21:56

3 identicon

Það er  afar erfitt að  skilja þetta.

Tveir  Framsóknarmenn eru í sömu nefndinni.

Annar  vill afgreiða málið úr nefndinni strax . Hinn ekki.

Sá  sem  vill  bíða  segist vilja   vinna faglega. Vill hinn þá  vinna ófaglega?

Svo er formaður flokksins  sagður  sammála þeim báðum.

Lái mér hver sem vill, en þetta er mér  fyrirmunað  að skilja.

Kannski er þetta bara að vera opinn í báða enda eins og einu sinni var  sagt ?

Eiður (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Ég er nú nokkuð viss að það stendur ekki bara á framsókn, held að sumir í samfylkingunni séu hálfhræddir við hvaða spili Davíð hendi út

Guðrún Jónsdóttir, 23.2.2009 kl. 22:30

5 identicon

Þetta hefur nákvæmlega ekkert með einhverja skýrslu að gera. Heldur hitt að þarna voru tveir framsóknarstuttbuxar = kvartarar (kvartbuxnar)(undirdeild í íhaldsstuttbuxnadeildinni) í forvals/prófkjörsslag.

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:37

6 identicon

Sæll Hallur.

Bíða í tvo daga, hvaða pólitík er það nú. Til hvers að bíða eftir áliti esb ef ekki á að skoða það, ræða meta, röfla og rugla. Sjálfstæðisflokkurinn og Þröskuldur hljóta að ætla sér tíma til að stúdera það sem kemur frá esb. Þarf ekki Höskuldur að látahagfræðinga framsóknar kommenta á þetta.

Hefði ekki verið hægt að bæta inn viðauka seinna ef nauðsyn krefur. Ég sem var að gæla við að ganga í framsókn aftur.

kv sig haf

Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:40

7 identicon

Voru ekki framsóknarmenn að tala við samfylkinguna og vg um  helgina ?

Var ekki verið að ræða þar þetta mál og fleiri ?

Núna heyrast sögur af því að nýji formaðurinn hafi ekki tök á þingmönnum framsóknar, og einn sýnir formanninum að svo er !

JR (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:55

8 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Þröskuldur er hér að höggva í sinn nýja formann sem hirti af honum formannssætið eftir 5 mínutna setu. ég tók eftir því að Sigmundur Davíð sagðist hafa skilning á þessu og talaði um að frumskylda þingmanns væri við sýna eigin samvisku en ég tók ekki eftir því að hann segðist vera sammála þröskuldinum.Þannig að mín skoðun er sú að hér sé um innanflokksbaráttu að ræða.Hins vegar er það alveg nýr vinkill og mjög ánægjulegt að sjá að Sjálfstæðismenn eru nú farnir að horfa til ESB til leiðsagnar í efnahagsmálum þjóðarinnar sem hlýtur að vera merki um stefnubreytingu varðandi ESB.

Tjörvi Dýrfjörð, 23.2.2009 kl. 23:49

9 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hallur,

Tvær spurningar:

1. Ef satt er að gjaldeyrissjóðurinn sé að bíða eftir nýrri seðlabankastjórn áður en hann er reiðubúinn að ganga til þeirra verka sem nauðsynleg eru, er þá enn ásættanlegt að bíða í tvo daga í viðbót?

2. Ertu viss um að dagarnir verði bara tveir? Ef skýrslan birtist eftir tvo daga, þarf þá ekki að lesa hana og vinna úr henni? Og hvað gerist svo ef eitthvað er í þessari skýrslu sem vinna þarf með? Á þá að halda áfram að bíða og láta gjaldeyrissjóðinn bíða áfram og tryggja þar með að engar líkur verði á lækkun stýrivaxta á meðan.

Var það ekki annars Framsókn sem vildi ganga til samninga við AGS sem fyrst til þess að lækka stýrivexti?

Ég verð að viðurkenna að ég skil oft ekki starfshætti Framsóknar, þetta er svo sannarlega eitt af þeim tilvikum.

Elfur Logadóttir, 24.2.2009 kl. 01:09

10 Smámynd: Hallur Magnússon

1. Ef satt er - en er það satt?

2. Ef allt er í lagi þá verða dagarnir tveir. Ef það eru meinbugir á Seðlabankafrumvarpinu eins og það stendur núna miðaið við skýrslu ESB - er þá ekki betra að leiðrétta þá áður en lögin eru samþykkt?

Annars finnst mér það liggja ljóst fyrir að Höskuldur taldi sannfæringar sinnar vegna ástæðu til þess að bíða í 2 daga vegna skýrslunnar - á meðan Birkir Jón taldi ekki ástæðu til þess. Flóknara er málið ekki.

Ég sjálfur hefði samþykkt frumvarpið úr nefnd - en það er annað mál.

Held að þingmenn ættu oftar að fara á þennan veg eftir sannfæringu sinni.

Það sem mér finnst jákvætt við þingið þessa dagana er að það er að nálgast raunverulegt hlutverk sitt aftur eftir langt skeið ráðherraræðis - sem reyndar náði hámarki í síðustu ríkisstjórn.

Takið eftir að Jóhanna hefur minni áhyggjur af töfinni en fréttamaður RÚV - þótt ég skilji að hún sé ekki ánægð. En eftir langan þingferil Jóhönnu - þar sem hún hefur oft viljað taka meiri tíma í málin og afla betri upplýsinga - þá skilur hún stöðuna ágætlega.  Þótt það bitni á hennar frumvarpi núna - þá er hún í hjarta sínu sammála um að þingmenn eigi að fara eftir sannfæringu sinni. Það hefur hún gert alla tíð - þótt sú sannfæring hafi ekki alltaf verið rétt - en það er allt annað mál.

Hallur Magnússon, 24.2.2009 kl. 08:44

11 Smámynd: Elfur Logadóttir

1. Var ekki að skilja á orðum Jóhönnu í gær að tafir á frumvarpinu tefðu ýmsar efnahagsaðgerðir. Var það ekki vísbending um að AGS sé að bíða eftir þessari niðurstöðu? Annars svaraðirðu ekki spurningunni :)

2.  Skýrsla þessi sem misvísandi upplýsingar hafa komið fram um hvað innihaldi, mun aldrei sýna fram á meinbugi á íslenska frumvarpinu það segir sig sjálft. Eina sem hún gæti gefið er vísbendingar um hvernig skynsamlegt væri að haga tilteknum málum sem ekki er verið að taka á í þessu frumvarpi hvort sem er, að því er mér skilst.

Ég ítreka jafnframt athugsemd mína við fréttatilkynningar Framsóknar um að hefja samræður við AGS sem fyrst um vaxtalækkun, ég sé það ekki gerast á meðan óvissa er um hver verður seðlabankastjóri í næstu viku.

Elfur Logadóttir, 24.2.2009 kl. 09:06

12 Smámynd: Hallur Magnússon

1. Ég svaraði ekki spurningunni því ég hreinlega veit það ekki.

2. Tveir dagar til eða frá skipta ekki sköpum - þótt það hefði verið betra að byrja strax.

Ítreka að mér finnst þingmenn oftar eiga að fara eftir sannfæringu sinni eins og Höskuldur gerir núna. Það á að vera eðlilegur hlutur.

Einnig á það að vera eðlilegur hlutur að framkvæmdavaldið geti ekki kastað frumvörpum inn í þingið og heimtað afgreiðslu 1,2 og 3. 

Það á að vera þingið sjálft sem metur það hvort það sé rétt keyra mál áfram eða ekki. Þingið á að taka þann tíma sem það telur þurfa - og gera þær breytingar sem það telur þurfa.

Við verðum að minnka ráðherraræði undanfarinna ára. Mín skoðun hefur mjög lengi verið sú að ráðherrar eigi ekki að sitja á Alþingi. Ef þeir eru kjörnir Alþingismenn þá eiga þeir að hætta sem þingmenn og kalla inn varamenn í staðinn.  

Á sama tíma verður að auka sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Það á að vera eðlilegt að Alþingi geri breytingar á frumvörpum frá ríkisstjórn - og það á að vera eðlilegt að Alþingi felli stjórnarfrumvörp án þess að allt fari í háaloft.

Það að ríkisstjórnarflokkar kúgi þingmenn eigin flokks á grunni flokksræðis er ekki rétt. Það var skelfilegt að horfa upp á Alþingi í fjárlagagerðinni í haust - þar sem stjórnarþingmenn vissu ekki að morgni hvað þeir "áttu" að samþykkja af kveldi. Ekki að það hafi verið einsdæmi - en aldrei eins augljóst og í haust - þegar ráðherraræðið náði nýjum hæðum.

Hallur Magnússon, 24.2.2009 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband