Evrópusambandsaðildarviðræðulangavitleysan

Ætli Evrópumálin verði til þess að ríkisstjórn Samfylkingar og VG standi einungis í 80 daga? Eða mun Samfylkingin fórna Evrópustefnu sinni fyrir VG? Eða mun VG fórnar Ekki-Evrópustefnu sinni fyrir Samfylkinguna?  Verða Samfylking og Framsókn einu flokkarnir sem vilja aðildarviðræður við Evrópusambandið? Eða mun Sjálfstæðisflokkurinn breyta um stefnu í Evrópumálunum? Mun Sjálfstæðisflokkurinn kannske klofna út af Evrópumálunum og Evrópusinnarnir fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Framsókn?

Allavega tel ég að við eigum að fara í aðildarviðræður að Evrópusambandinu og taka ákvörðun um inngöngu í kjölfar niðurstaðna þeirra viðræðna.

Samningsmarkmið Framsóknarflokksins er besti grunnurinn að slíkum viðræðum og Framsóknarflokkurinn best til þess fallinn að leiða slíkar viðræður sem verða að vera eitt af fyrstu viðfangsefnum nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar.


mbl.is Evrópustefna VG skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Jákvæður punktur hjá þér um ESB.

Er það fyrst og fremst "fiskurinn" sem stoppar viðræður við ESB ?

Mér skilst að þar dvelji kvótagreifar frá Íslandi meira og minna allt árið og líki bara vel.  Þar eru víst matvælin og flest annað sem þarf til að komast af í lífinu mun ódýrara en á Íslandi.   Auðvitað hafa þeir líka "öruggar kvótaleigugreiðslur"  til að framfæra sér og sínum. 

Páll A. Þorgeirsson, 18.2.2009 kl. 15:13

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú veizt það sjálfur, Hallur, að samningsSKILMÁLAR Framsóknar (ekki bara "markmið") ganga aldrei upp í Brussel. Ég vona, að enginn framsóknarmaður eigi eftir að svíkja þessa yfirlýstu skilmála með því að fara að fallast á eitthvað annað og minna.

Það á enginn að geta leyft sér að fórna fullveldisréttindum lands okkar fyrir Samfylkinguna eða Evrópubandalagið. Það er jafnvel spurning, hvort menn eigi yfirleitt að hafa nokkurt siðferðislegt leyfi samborgaranna til að vinna að þessum þjóðhættulegu markmiðum. Áttu goðarnir á 13. öld, sem handgengnir voru konungi, að njóta velvildar þjóðar sinnar þrátt fyrir að þeir væru, sumir hverjir, að vinna í þágu erlends valds til að koma landinu undir Noreg?

Jón Valur Jensson, 18.2.2009 kl. 17:36

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Evrópusambandsaðildarviðræðulangavitleysan.

Ég legg til að það verði hætt að flokka menn í þá sem eru fylgjandi ESB aðild og hina sem eru á móti. Heldur þá sem vilja viðhalda þessari lönguvitleysu um ókomin ár og okkur hin sem viljum einhenda okkur í að skilgreina markmiðin og hefja viðræður. Það sem kemur útúr viðræðunum verði síðan lagt í dóm kjósenda....og málið dautt. Þeir sem ekki geta sætt sig við jafn lýðræðislega meðferð málsins og ætla sér það hlutskipti um ókomin ár að þvælast fyrir lýðræðinu -  eru ósköp einfaldlega ekki lýðræðissinnar. 

Þá verður að gera þá kröfu, ekki bara til flokkana, heldur til hvers og eins frambjóðanda, að hann verði tímanlega búinn að æla því útúr sér skýrt og skilmerkilega hvorum hópnum hann vill tilheyra fyrir kosningar. 

Atli Hermannsson., 19.2.2009 kl. 00:30

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Valur.

Þetta er ekki rétt hjá þér. Þvert á móti telja ýmsir forsvarsmenn í Brussel og Strassbourg ekkert í samningsmarkmiðum Framsóknarflokksins vera óyfirstíganlegt. Hafa meira að segja sagt að þeir muni "ekki gera sömu mistök og í samningunum við Norðmenn" þar sem Brussel vanmat afstöðu Norðmanna til fiskveiða og útgerðar.

Það er lag að hefja viðræður með Svía við stjórnvölinn í Brussel - en þeir taka við forystunni á þessu ári.

Hallur Magnússon, 19.2.2009 kl. 10:03

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Reyndu ekki að sannfæra mig, Hallur. Og gættu þessa:

í 1. lagi hafa Framsóknarmenn sett fram kröfur sínar – EBé myndi setja fram sínar, ef sótt yrði um "aðild", sumir pólitíkusar hér myndu glaðir samþykkja síðarnefndu kröfurnar, m.a. Samfylkingin en masse (nema Stefán Jóhann Stefánsson snillingur). Þá væru a.m.k. þeir EBé-gírugu í Framsókn líklegir til að heykjast á skilmálum sínum og "afsaka" sig (sem verður þó aldrei hægt eftir á í Íslandssögunni) með því, að þessi málamiðlun, sem "viðunandi" væri "í stöðunni, eins og hún er afleit," væri fyrst og fremst á ábyrgð annarra, en að þeir sjálfir myndu samt samþykkja hana ("una" henni!!!

Í 2. lagi er ekkert sem meinar Evrópubandalaginu að umbylta reglunum einhvern tímann alllöngu eftir á. Við værum að skrifa upp á opinn víxil með "aðild" = innlimun í risabandalagið.

Annars á ég allsendis eftir að sjá þig skrifa skýra og góða grein, þar sem þú berð mikið lof á hina afar ströngu skilmála Framsóknarflokksins fyrir því, að farið verði út í umsókn um "aðild" = innlimun. Mér hefur sýnzt þú jafnmikill EBé-sinni og sá, sem skrifaði um þetta Staksteinagreinina, þar sem hann hafði greinilega orðið fyrir alvarlegu sjokki, þegar hann heyrði af samþykkt flokksþings ykkar, því að hann útlagði hana sem svo, að þar væri farið aftur í tímann fyrir undirskrift EES-samkomulagsins!

Jón Valur Jensson, 19.2.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband