Eigum við að fá Christo til að pakka tónlistarhúsinu inn?
16.2.2009 | 15:30
Eigum við að fá búlgarska listamanninn Christo til að pakka tónlistarhúsinu við höfnina inn á meðan við söfnum peningum til þess að klára framkvæmdirnar við húsið? Christo hefur pakkað inn mörgum byggingum - til dæmis þýska Reichstag.
Þannig hefði tónlistahúsið fullt listrænt gildi og drægi að ferðamenn þótt það sé hálfklárað!
Tónlistarhúsið við höfnina hefur verið í umræðunni enda kostnaður við að halda áfram byggingu þess mikill.
Ríkið og Reykjavíkurborg er í viðræðum við Landsbankann um áframhaldandi framkvæmdir.
Auðvitað þarf að klára tónlistarhúsið og ekki má gleyma að vinna við húsið er atvinnuskapandi - ekki veitir af - þótt við teldum kannske önnur verkefni brýnni um þessar mundir - nú þegar verið er að skera niður hvarvetna í opinbera geiranum.
En afhverju ekki að hinkra aðeins með framkvæmdirnar - og pakka húsinu inn - svona í eitt sumar eða svo!
Listamaðurinn Christo pakkaði inn þýska Reichstag - sjá mynd að ofan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Facebook
Athugasemdir
Flott hugmynd - en stæðist það norðanáttirnar sem vart eru sterkari á höfuðborgarsvæðinu en einmitt þar sem hið nýja tónlistarhús er staðsett?
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 16.2.2009 kl. 15:54
Hahaha, þetta er brilljant hugmynd. En pakkningarnar hans Christo eiga yfirleitt ekki að endast mjög lengi, það gæti náttúrlega verið atvinnuskapandi að lagfæra vindskemmdirnar sem hún Alma bendir á
Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.2.2009 kl. 17:22
Æi já af hverju ekki?
Arinbjörn Kúld, 16.2.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.